Freyr - 01.07.1995, Side 15
Búnaðarháskóli Dana við Biilovswej í Kaupmannahöfn; gamla aðalbyggingin.
Myndfrá 1944.
tveir okkar á sendilshjólum, en það
eru þríhjól með tveimur litlum
hjólum að framan og vörukörfu yfir
og einu hjóli að aftan.Nokkrir áttu
að gæta sendlanna og héldu sig í
námunda við þá í nokkurri fjarlægð.
Ekki mátti líta svo út að þetta væri
einn ákveðinn hópur, því það gat
vakið athygli. Ég gleymi því ekki að
mér var fengin handsprengja og var
með hana í vasanum og mér var sagt
hvemig ætti að nota hana ef á þyrfti
að halda. Tveir voru með skamrn-
byssur og örfá skot.
Við fórum út til Rödovre og þar
voru vopnin geymd í kofa, falin
undir spýtnabraki. Vopnunum var
hlaðið í körfurnar á hjólunum undir
alls konar dóti, og svo var haldið af
stað inn undir Kaupmannahöfn og
vopnin grafin í jörðu í grennd við
Dýragarðinn, og búið vel um.
Vopnin komu frá Englandi og hafði
verið kastað niður úr flugvél.
All gekk þetta eins og í sögu, en
við vorum flestir, held ég, alveg
komnir að því að gera í buxumar af
hræðslu og þá ekki síst ég sem lenti
í því að sitja annað sendilshjólið.
Þegar stríðinu lauk, var farið með
öll vopnin inn í Verkfræðiskólann í
Kaupmannahöfn. Við, þessir sjálf-
boðaliðar, komum þangað kvöldið
áður en stríðinu lauk og það var
búið um okkur í skólanum. Þar var
bækistöð okkar næsta mánuð eða
jafnlengi og okkur var gert að sinna
friðargæslu í borginni. Dönsk lög-
regla var ekki til, Þjóðverjar höfðu
gert hana óvirka; fóru með hana til
Þýskalands, þá sem þeir náðu í.
Sumir dönsku lögreglumannanna
báru beinin þar, öðrum lánaðist að
komast lifandi heim.
Reynt var að endurreisa dönsku
lögregluna eins skjótt og verða
mátti eftir stríðið. Starf mitt þennan
mánuð var að mestu í því fólgið að
þramma vopnaður riffli um ákveðn-
ar götur vissan tíma dagsins með
lögregluþjóni. Ég hafði átt riffil sem
unglingur og kunni að taka í gikk,
en víst ekki mikið meira. Fyrir þetta
fékk ég mat og húsnæði og löngu
síðar fékk ég svolitla greiðslu. Ann-
ar íslendingur, Rögnvaldur heitinn
Guðjónsson, búfræðikandídat, var
líka sjálboðaliði í dönsku and-
spyrnuhreyfingunni og eflaust
fleiri.
Þessu ævintýri lauk eftir mánað-
artíma; það var komið að vorpróf-
um sem gengu að óskum. Lokapróf-
inu lauk ég 1946 og hafði þá aldrei
þurft að gera neitt hlé á náminu eins
og sumir skólabræður mínir. Stríðs-
ástandið truflaði nám margra.
Ég kom heim með Esjunni og
hafði þá ekkert öruggt starf. En
haustið 1945 hafði mér borist bréf
frá Gísla Kristjánssyni þar sem
hann fyrir hönd Unnsteins heitins
Ólafssonar, skólastjóra Garðyrkju-
skólans, var að bjóða mér kennara-
starf við Garðyrkjuskólann. Þetta
var vissulega svolítið freistandi en
ég vildi ekki binda mig svona á
stundinni. Ég skrifaði Gísla og
svaraði að ég mundi koma heim og
athuga þetta.
Svo var nú annað sem ég var með
í kollinum og það var hreinlega að
halda áfram í námi og snúa mér að
allt öðru: grasafræði. Og þá fyrst og
fremst að sérhæfa mig í trjá-
ræktarfræði, trjám og runnum.
Við heimförina skildi ég allar
mína bækur eftir úti og mikinn hluta
af dótinu mínu. Ljóst var að ef ég
ætlaði að fara í framhaldsnám yrði
ég að taka stúdentspróf í snar-
heitum. Ég hafði lokið námi í svo
mörgum fögum sem ég gat fengið
metin til stúdentsprófs, að það hefði
ekki reynst erfitt.
J.J.D.
Tengjum grœna
ferðamennsku líf-
rœnum landbúnaði
Framh. afbls. 288.
ferðamennsku, láta ferðamennina
borða hinar hollu og góðu afurðir
um leið og þeir njóta náttúrufeg-
urðar og gestrisni í sveitum lands-
ins. Þá hugsaði ég sem svo að ef
þetta er hægt í Króatíu hlýtur það
líka að vera hægt á hinum friðsæla
íslandi. Reyndar er farið að auglýsa
ferðaþjónustu á vottuðum lífrænum
býlum í ýmsum Evrópulöndum.
Því geri ég það að tillögu minni
að við hugleiðum ekki aðeins
hvernig best sé að byggja upp græna
ferðamennsku hér á landi, heldur
einnig hvemig hún geti tengst líf-
rænum landbúnaði í framtíðinni. Ég
sé fyrir mér ný störf fyrir unga
fólkið í sveitunum. Ég sé það rækta
margs konar grænmeti og gróður-
húsaafurðir fyrir útlendinga sem
hættir eru að borða kjöt vegna and-
úðar á hormóna- og lyfjavæddum
verksmiðjubúskap. Ég sé það líka
framleiða heimsins besta dilkakjöt
fyrir þá sem enn borða kjöt, svo að
annað dæmi sé tekið. Við þurfum að
nýta gæði landins sem best án þess
að spilla þeim. Tengsl grænnar
ferðamennsku við lífrænan land-
búnað gætu stuðlað að þeirri þróun.
Pistil þennan flutti höfundur í þœttinum
„ Út um grœnar grundir “ undir umsjón
Steinunnar Harðardóttur í Ríkisútvarp-
inu, Rás 1, laugardag 10. júní sl.
7.'95- FREYR 287