Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 16

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 16
Tengjum grœna ferða mennsku lífrœnum landbúnaði Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur Bœndasamtökum íslands Áhugi á lífrœnum landbúnaði hefur aukist mjög á seinni árum. Hann einkennist af búskaparháttum sem byggja á markvissri umhverfis- og búfjárvernd. Afurðimar eru í hæstu gæða- flokkum og markaður fyrir viður- kenndar lífrænar vörur er í örum vexti erlendis. Nú þegar er vísir að markaði fyrir lífrænar land- búnaðarvörur hér á landi, einkum grænmeti. Með því að kaupa lífrænt vottaðar vörur eru neytendur að leggja nokkuð af mörkum til umhverfisverndar og einnig koma hollustusjónarmið við sögu því að í lífrænum búskap er ýmiss konar efnanotkun aflögð eða stórlega er dregið úr henni. Farið er eins vel með jarðveg, gróður og búfé og frekast er kostur. Vistvæn, græn huginyndafræði ræður ferðinni. A liðnum vetri tóku gildi ný lög og reglugerð um lífræna land- búnaðarframleiðslu hér á landi. Þar er ekki aðeins fjallað um fram- leiðslureglur fyrir bændur sem fara út í lífrænan búskap, heldur er einnig vikið að eftirliti, vottun, notkun vörumerkja svo og vinnslu og dreifingu varanna. Gert er ráð fyrir virku gæðaeftirliti sem er hagur bæði bænda og neytenda. Þá má geta þess að síðla vetrar kom út skýrsla nefndar sem fjallar um faglega stöðu og horfur í lífrænum landbúnaði hér á landi. En lífrænn landbúnaður snýst ekki aðeins um matvælafram- leiðslu. Á honum eru ýmsar aðrar hliðar. Hann er meðal annars væn- leg leið til nýsköpunar í atvinnulífi og getur þar með stuðlað að blóm- legri byggð í landinu. Tengsl við landgræðslu, skjólbeltarækt og skógrækt eru augljós. Mér er þó efst í huga þegar erlendir ferðamenn eru Ferðaþjónusta í fögru og hreinu umhverfi. Myndin er frá Stað í Reykhólasveit. (Ljósm. Ferðaþjónusta bœnda). að streyma til landsins, að við ættum að tengja saman lífrænan landbúnað og þjónustu við ferða- | menn, innlenda sem erlenda. Um hvítasunnuna var viðtal í Morgunblaðinu við þýskan ferða- málafræðing sem lýsti svokallaðri grænni eða vistvænni ferða- | mennsku er byggist á virðingu fyrir umhverfinu svo og lífi og starfi þess fólks sem býr í þeim sveitum og landshlutum sem ferðast er um hverju sinni. Hann taldi Island eiga góða möguleika á að þróa græna ferðamennsku sem þá þyrfti að skipuleggja vel þvf að fólk frá þéttbýlum iðnaðarþjóðum sækist í vaxandi mæli eftir friði og ró í hreinni og óspilltri náttúru. Hann benti m.a. á hve gott drykkjarvaln skiptir miklu máli og sagði að lokum: „Það verður engin þróun í grænni ferðamennsku ef ekki kemur til grænn landbúnaður, grænar sam- göngur, grænn iðnaður og svo fram- vegis. Græn ferðamennska er græn pólítík og til þess að hún geti orðið að veruleika tel ég að yfirvöld verði að móta ákveðna ferðamálastefnu og setja sér langtímamarkmið.“ Ég er þessum sjónarmiðum inni- lega sammála og að loknúm lestr- inum rifjaðist upp fyrir mér viðtal sem ég átti við búvísindamann frá Króatíu er ég hitti á ráðstefnu í vetur. Liður í endun'eisnarstarfi í því stríðshrjáða landi er að efla lífrænan landbúnað og endurreisa ferðaþjónustu af ýmsu tagi. Ég spurði hvort þeir hefðu tryggan markað fyrir lífrænar landbúnaðar- vörur. Jú, hann sagði svo vera, að vissu marki, en ætlunin er að tengja saman lífrænan landbúnað og græna Framhald á bls. 287. 288 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.