Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1995, Page 11

Freyr - 01.07.1995, Page 11
innanhúss og utan. Því betur sem ég náði tökum á garðyrkjunni, því meir jókst áhugi minn á henni, og ég var ákveðinn í því að leggja hana fyrir mig. Og það gekk eftir. Eg hélt áfram á sumrin hjá Stefáni j á Syðri-Reykjum, og árið 1939 alveg þar til um haustið. Ég var í gagnfræðaskóla á vetuma og lauk gagnfræðaprófi þaðan vorið 1938 og var síðan hjá honum.. Þá fór ég að hugsa til sérnáms, og það sem varð einkum til þess var að Stefán og danskur garðyrkjumaður hans á Syðri-Reykjum hvöttu mig eindregið til þess að skreppa til Danmerkur og kynnast verklegri garðyrkju þar og fara á einhvern skóla. Mér var sagt að Danir væru j með góða garðyrkjuskóla. Haustið 1939 var búið að útvega mér vinnu í Gróðurhúsatilraunastöð danska ríkisins í Virum, rétt utan við Kaupmannahöfn. Til Dan- merkur sigldi ég síðan með Gull- fossi 27. desember, stríðið var þá byrjað. Og hvemig var nú þessum 17 ára unglingi innanbrjósts þarna þegar j hann var að leggja af stað út í heiminn ? - Mér leið í sjálfu sér ágætlega en ég var spenntur. Það væri kannski nær að spyrja hvernig fjölskyldunni j hafi verið innanbrjósts. Ég hafði I rætt fyrirætlanir mínar fram og aftur við föður minn og hann sagðist halda að þetta væri í lagi þó að það væri komið stríð. Það mundi ekki standa mjög lengi og það hlyti alltaf að vera opið á milli Islands og Danmerkur. Stefán Arnason á Syðri Reykjum. Starfsfólk í gróðrarstöð Stefáns á Syðri-Reykjum á leið á ball á Vatnsleysu árið 1948. Fólk þurfti að lyfta sér upp þá engu síður en núna. Mér varð hugarhægara við þetta og var fullur eftirvæntingar yfir því að komast út og sjá þennan stóra heim. Farþegar voru ekki margir með Gullfossi í þetta sinn, verk- fræðinemi á leið í nám til Þýska- lands, Pétur Sigurjónsson, Péturs- sonar á Alafossi, tveir piltar auk mín að fara utan í verklegt nám og skiphöfn að fara að ná í nýjan fiski- bát. Gullfoss sigldi til Noregs, inn fyrir skerjagarðinn þar til Álasunds, og síðan var haldið suður á bóginn til Porsgrunn, skammt frá Osló og fermt með saltpétri. í garöyrkjustöö á Sjáiandi Við komum til Hafnar 4. janúar 1940. Þar tók á móti mér tilvonandi húsbóndi minn, yfirmaður Gróð- urhúsatilraunastöðvarinnar. Hann fór með mig út í Lyngby og kom mér þar fyrir. Veturinn 1939-1940 var gríðar- lega harður í Danmörku. Eitt af því fyrsta sem ég var látinn gera var að klippa limgerði, því mikið var af þeim. Þetta voru hálfgerð skjólbelti, enda nokkrir metrar á hæð. Frostið var að jafnaði 18-22 gráður. Tilraunastöð Dana í ylrœkt í Virum á Sjálandi, fyrsti vinnustaður Óla Vals í Danmörku 1940-1941. Stöðin var síðar flutt út á Árslev á Fjóni. 7.'95- FREYR 283

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.