Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1995, Qupperneq 29

Freyr - 01.07.1995, Qupperneq 29
frábær. Meginefni ráðstefnunnar var eftirfarandi: * Viðskipti með lífrænar afurðir í framtíðinni. * Lög og reglur um lífrænan landbúnað. * Þróun reglna um lífræna bú- fjárrækt. * Eftirlits- og vottunarkerfi IFOAM fyrir vottunarstofur. * Gæðavottun opinberra aðila og sjálfstæðra vottunarstofa. * Gæðastýring í matvælavinnslu og viðskiptum. * Samstarf IFOAM og Evrópu- sambandsins. * Markaður og markaðsrannsókn- ir fyrir lífrænar vörur. * Sanngjörn viðskipti og réttlæti f viðskiptaháttum með sérstöku tilliti til lífrænna landbúnaðaraf- urða í heimsviðskiptum. * Sanngjörn viðskipti með tilliti til félagslegra sjónarmiða. * Staða og þróun lífræns landbún- aðar í ýmsum aðildarlöndum IFOAM. Flest erindin voru gefin út í hefti sem þátttakendur fengu við inn- ritun. Þá var bolludagur og var boð- ið upp á te og bollu, úr lífrænni framleiðslu að sjálfsögðu, sem bragðaðist vel. Ég hafði mikið gagn af erindunum sem þama voru flutt og umræðum sem tengdust þeim. Persónuleg tengsl em einnig mikils virði á slíkum ráðstefnum og nýtti ég þau til hins ítrasta, m.a. í sam- bandi við þróun reglna og eflingu upplýsinga- og leiðbeiningaþjón- ustu fyrir lífrænan landbúnað hér á landi. A einum fundinum flutti ég stutt erindi um þróun lífræns land- búnaðar á íslandi. Gróska í lífrœnum landbúnaði Á ráðstefnunni kom greinilega fram að lífrænn landbúnaður er í sókn, bæði í iðnríkjum og svoköll- uðum þróunarlöndum. IFOAM tengir saman viðskiptasjónarmið, umhverfisvemd og félagslegar um- bætur. I ýmsum löndum Evrópu er mikil gróska í lífrænum landbúnaði talin vera í beinu sambandi við að- lögunarstyrki til bænda. IFOAM lít- ur á lífrænan landbúnað sem Greinarhöfundur að flytja eríndi um stöðu og þróun lífrœns landbúnaðar á Islandi. Þar greindi hann m.a.frá nýjum lögum og reglugerð. (Ljósm. Carí Haest). Baldvin Jónsson, markaðsráðgjafi Bœndasamtaka Islands (t. v.), og Carl Haest frá Belgíu (t.lh), sem er sérfrœðingur í markaðsráðgjöf fyrir lífrœnar vörur og kom tvisvar til Islands á liðnu ári. (Ljósm. O.R.D.) Sandra L. Best markaðsráðgjafi frá London og Gunnar A. Gunnarsson verkefnis- stjóri hjá Lífrœnu samfélagi í Mýrdal gœða sér á lífrœnt vottuðum mat- og drykkjar- föngum í Ráðhúskjallaranum í Frankfurt. (Ljósm. O.R.D.) 7.'95- FREYR 301

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.