Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 19

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 19
samt einhver upp á því hér á landi að afla jurta og jafnvel rækta nytjagrös til þess að bjarga sér og sínum frá hungri. Það þurfti hins vegar aðrar og meiri hvatir til þess að reyna að segja öðrum frá reynslu sinni af ræktun og neyslu grænmetis og reyna jafnvel að miðla öllum landsmönnum af þeirri þekkingu. Síra Bjöm Halldórsson var öðmm fremri í að gera tilraunir með grænmetisræktun. En hvernig tókst honum að hefja þessi ræktunarstörf, og var ástæða til að vera að uppfræða aðra um gidi þeirra? Er fróðlegt að kanna nánar nokkur atriði, er stuðluðu að því, að þessi ræktun síra Björns verður lands- kunn. Sama ár og síra Bjöm fór að Sauðlauksdal, og hóf að fást við garðræktun, voru þeir Eggert Ólafs- son og Bjami Pálsson sendir heim til Islands með styrk frá danska Vís- indafélaginu, sem var þá nýlega stofnað. Attu þeir að kanna náttúru landsins og safna náttúrugripum, lýsa þjóðinni og atvinnuháttum hennar og semja um ferðir sínar skýrslu fyrir félagið. Þeir starfs- bræður höfðu þá áður verið við nám við Hafnarháskóla frá því um haustið 1746, og meðal annars lagt stund á náttúrufræði og höfðu til að byrja með verið sendir til Islands vorið 1750, til þess meðal annars að safna handritum. Síra Bjöm hafði hins vegar ekki haft efni á því að fara utan til náms, en hafði jafnan náið samband við vin sinn Eggert Ólafsson, sem síðar varð mágur hans. Dvaldist Eggert í Sauðlauks- dal hjá Birni á árunum 1760-64 og aftur 1766-68. Um þessar mundir var að vakna mikill áhugi í Danmörku á vís- indum og vildu ráðamenn í Kaup- mannahöfn meðal annars hefja rannsóknir á náttúru íslands. Danski konungurinn, sem var Friðrik 5., og ráðgjafar hans, voru þá áhugasamir um að styðja hvers konar nytsemdir og umbætur atvinnuveganna og lögðu kapp á ýmsar umbóta- tilraunir. Margir landstjómarmenn vildu bæta hag alþýðunnar. Kon- ungurinn átti að vera faðir þjóð- arinnar og bera föðurlega umhyggju fyrir þegnum sínum. Atti því að reyna að hefja landslýðinn úr eymd og fátækt með því að styrkja nýja atvinnuvegi. Landbúnaðarfélagið danska beitti sér fyrir ýmsum fram- förum og veitti þeim Islendingum verðlaun, sem á einhvern hátt sköruðu fram úr í búskap. Voru meðal annars settar á fót Inn- réttingarnar í Reykjavík með til- skipun konungs frá 1752, til þess að efla iðnað þjóðarinnar og einnig átti að hleypa nýju lífí í landbúnað og auka framleiðslu þess atvinnuvegar. Voru í tilskipuninni meðal annars ákvæði um að auka akuryrkju og skógrækt. Að tilmælum Skúla Magnússonar landfógeta voru sama vor, 1752, sendar til landsins 15 fjölskyldur frá Jótlandi, sem áttu að kenna landsmönnum kornrækt. Árið 1754 kom svo konungsbréf, sem bauð, að hver bóndi, er átti 10 hunduð í jörð, skyldi gera kornakur og matjurtagarð. Árið 1756 var einnig sett á fót kynbótastöð, er átti að bæta íslenska sauðfjárkynið, með kynbótahrútunum frá Englandi og Spáni. Margir landsmenn hrifust af allri þessari viðreisnarvakningu og tóku þátt í umbótastarfinu, sumir af þjóðerniskennd aðrir af konungs- hollustu, sem var á þeim tíma reyndar eitt og hið sama. Síra Bjöm var einn femstur í hópi þeirra upplýsingamanna, sem vildu endurreisn atvinnuveganna. Hóf hann ræktunarstörfin af kappi, en til þess að bóndi vestur á fjörðum gæti hafíð tilraunir með ræktun græn- metis þurfti útsæði. Flestar tegundir grænmetis eru ein- og tvíærar jurtir, og þarf að afla fræs árlega. Ræktunarmaðurinn þarf að eiga völ á góðu fræi á hverju vori, en fræ flestra tegundanna þroskast ekki hér í útiræktun norður á íslandi. Vorskipin komu of seint með útsæði fyrir hvert sumar. Síra Björn þurfti því að vera í góðum samböndum með aðdrætti fræs. Munu þeir Eggert og Bjarni einmitt hafa útvegað mönnum hér nauðsynlegt fræ og útsæði, þegar þeir voru í millilandaferðum sínum, en fræ og útsæði var þá gefið af konungi. Á ferðum þeirra Eggerts og Bjama um landið má marka, að þá hafí verið maturtagarðar á 30 stöð- um á landinu. Það sem aðgreinir akra Bjöms Halldórssonar frá öllum hinum og grænmetisræktun hans er einkum tvennt. I fyrsta lagi er klerkur ekki aðeins að rækta græn- meti til neyslu á heimilinu, heldur er hann á skipulegan hátt að fá reynslu á ræktun hinna ýmsu tegunda og svörun þeirra við margs konar meðhöndlun, til dæmis ræktun í ýmsum jarðvegsgerðum og notkun mismunandi húsdýraáburðar. Þann- ig gengur hann vísindalega til verks við ræktunina. I öðru lagi eru landsmönnum mun betur færðar Séð heim að Sauðlauksdal. I forgrunni er hlaðinn fyrirstöðugarður og sandhóll vaxinn melgresi. (Ljósm. S.F.) 7.'95- FREYR 291

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.