Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 13
Fljótlega fór ég að vinna mjög sjálfstætt og þá fékk ég mannskap til að aðstoða mig, þ.á.m. tvo franska pilta. Það voru mjög þægilegir og góðir menn. Skreytt fyrir útför Ernst Udets flugkappa Svo bar við að ein af hinum gömlu flughetjum Þjóðverja, Ernst Udet, fórst á þessum tíma. Hann var mjög hátt settur en sá orðrómur komst á kreik að nasistar hefðu losað sig við hann. En allt um það var sett á svið mikil útför og minn- ingarhátíð á vegum þýska flugmála- ráðuneytisins. Garðyrkjustöð okkar var lang- samlega þekktasta stöðin á Ber- línarsvæðinu. Eigandi hennar, fyrr nefndur, var félagi í Nasista- flokknum og hann fékk svo til öll verkefni í blómaskreytingum við sýningar, athafnir, jarðarfarir o.fl. sem hið opinbera þurfti að láta gera. Svo var einnig við útfararathöfn Emst Udets. Þetta var gríðarlega mikið verk- efni fyrir garðyrkjustöðina. Við fórum einir sjö frá henni inn í flugmálaráðuneyti í miðborg Ber- línar og vorum m.a. með mörg bílhlöss af lárviðarhríslum sem höfðu verið fluttar inn frá Belgíu. Hríslur þessar voru 21/2-3máhæð og stóðu í tréstömpum. Þessu röðuðum við upp með vissu milli- bili, sín hvoru megin við ganginn að þeim stað þar sem við vissum að kistu Udets yrði komið fyrir. Auk þess var ógrynni af blómakrönsum en ég vann ekkert við þá. Við vomm nreð skreytingameistara úti á gróðrarstöðinni og 4-5 manns sem unnu stanslaust að þessu með honum. Jæja, allt í einu kemur hersing af hermönnum á mótorhjólum og okkur var sagt að hypja okkur: „Burt. burt með ykkur! Felið ykkur bara einhversstaðar!“ Hitler kom þama rétt á eftir í gríðarstórum bfl. Ekki vissi ég hvað hann var að gera þarna því athöfnin var ekki byrjuð og undirbúningi var langt frá því lokið. Ég bjó hjá gamalli konu inni í bæ og þegar tók að líða á veturinn fannst mér loftárásirnar vera orðnar truflandi og óþægilegar og þær ollu miklum skemmdum á íbúðarhúsum í nágrenni okkar. Ég var í Berlín þar til um mán- aðamótin febrúar-mars 1942. Þá ákvað ég að snúa til Danmerkur aftur; var búinn að reita saman dálítið af aurum sem áttu að nægja nokkurn veginn fyrir skólavist í Danmörku. En Þjóðverjarnir gengu á eftir mér og lögðu kapp á að ég yrði áfram við stöðina því ég var kominn vel inn í starfið. Mikill skortur var á faglærðum mönnum vegna stríðsins og þeir áttu því bágt með að missa svoleiðis fólk. Yfirmaður gróðrar- stöðvarinnar bauð mér hærra kaup en ég sagði honum að ég væri ákveðinn í að fara til Danmerkur. Honum bar að gefa mér heimild til þess að fara úr landi, og einn góðan veðurdag segir hann við mig: Jæja, ég ætla ekkert að reyna við þig meir, ég sé að það þýðir ekkert; þá ferð þú bara til Danmerkur. Þrír eða fjórir af Dönunum sem ég hafði unnið með fóru í þýska herinn, gerðust sjálfboðaliðar í SS og ég man eftir því að þegar það fréttist, kom yfirmaður minn til mín og sagði: Hansson, ætlar þú líka að gerast sjálfboðaliði hjá Hitlers-SS? - og lagði mikla áherslu á síðustu orðin og mér sýndist hann glotta. Ég sagði nei. Aftur til Danmerkur Ég fór til Danmerkur og hélt áfram að vinna þar, réð mig í gróðr- arstöð rétt fyrir utan Kaupmanna- höfn. Þýska gróðrarstöðin, þar sem ég vann, átti starfssögu allt frá keisara- tímanum. Hún hafði verið sæmd nafnbótinni Kaiserliche Hofgart- nerei - keisaraleg gróðrarstöð, og það þótti auðvitað ágætt að hafa meðmæli frá slíkum vinnustað, enda var lagt mikið upp úr því bæði í Danmörku og Noregi að hafa unnið á þekktum, góðum gróðrar- stöðvum. Ég hélt nú til Danmerkur og réð mig í gróðrarstöð við Roskildevej, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, en bjó í Valby í útjarðri borgarinnar og hjólaði á milli, u.þ.b. hálftíma hvora leið. Þarna vann ég til 1. október 1942. Þetta var blönduð gróðrarstöð með tómata, gúrkurækt og potta- plöntur. Ég lenti fyrst í tómötunum og síðan í gúrkunum og hugsaði um öll 10 gúrkuhúsin ásamt öðrum manni, Hansen að nafni. Það var harðdug- legur prýðismaður sem ég lærði mjög mikið af. í Beder garöyrkjuskól- anum við Árósa Um haustið fer ég í Beder garð- yrkjuskóla, skammt frá Arósum á Frá garðyrkjuskólanum á Beder á Jótlandi, en Óli Vahtr varþar við nám í 9 mánuði 1942-1943. 7.'95- FREYR 285

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.