Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1995, Page 17

Freyr - 01.07.1995, Page 17
Rœktunarstörf Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal eftir Sturiu Friðriksson Erindi flutt á málþingi um síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, sem haldið var í Háskóla íslands 29. apríl 1995 í tilefni af 200 ára ártíð hans. Björn Halldórsson prófastur í Sauðlauksdal við Patreksfjörð var fæddur 5. desember 1724 að Vogsósum í Selvogi. Foreldrar hans voru síra Halldór Einarsson prestur í Selvogsþingum og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests á Gilsbakka. Arið 1756 gekk síra Björn að eiga Rannveigu Olafs- dóttur frá Svefneyjum, systur þeirra nafnkunnu Svefneyja- bræðra, Eggerts Olafssonar, Magnúsar lögmanns og Jóns fræðimanns. Sumarið 1782 flutt- ist síra Björn að Setbergi við Grundarfjörð, og andaðist hann þar 24. ágúst 1794. A síðasta ári voru því liðin 200 ár frá dánar- dægri hans. Síra Björn má með réttu kallast einn helsti braut- ryðjandi garðyrkju á íslandi á 18. öld. Akrar vorufrjóir og aldingarðar gladdist arður í grœnum sverði. Þannig kemst Bjöm Halldórsson að orði í kvæðinu Fjörgynjarmál, sem hann orti í minningu Eggerts Ólafssonar. Síra Bjöm Halldórsson í Sauð- lauksdal er meðal annars okkur kunnur fyrir brautryðjandastörf í garðyrkju og fyrir það að hafa verið talinn fyrstur íslendinga að rækta kartöflur hér á landi. Við upprifjun á þessum þætti sögunnar má þykja nokkuð sérstætt að ungur, ósigldur sveitapiltur, sem nýlega hafði tekið við prestskap á jörð í órækt og með niðumíddum húsum, vestur á fjörð- um, skuli hafa orðið öðrum lands- mönnum fremri í garðyrkju, frum- kvöðull kartöfluræktunar og höf- Sturla Friðríksson. undur bóka um matjurtaræktun. Vakna spurningar um það, hvaða hvatir liggi þar að baki og stuðli að þess háttar atorku. Mætti að minnsta kosti ætla, að viðkomandi hafi áður séð og getað fylgst með garðyrkju- störfum, hafi numið nokkuð í grasafræði og haft góða aðstöðu til þess að afla útsæðis og verkfæra, getað fjármagnað tilraunastarfið og síðan komið upplýsingum um árangur á framfæri. Grœnmetisrœktun Garðrækt og framleiðsla á grænmeti til manneldis var óveruleg hér á landi allt frá fyrstu tíð fram að síðustu tveimur öldum. Þegar rakin er saga garðræktar á íslandi er samt rétt að minnast á, að í fornsögum er getið um laukagarða og hvanna- garða. Þessi ræktun hefur samt ekki verið talin almenn og þegar líður fram á miðaldir, er varla um nokkra grasgarða að ræða, nema ef vera skyldi við klaustrin eða á biskups- stólunum. Varla er nokkur viðleitni til garðyrkju fyrr en á 17. öld, þegar Gísli Magnússon sýslumaður (1621-1696), sem nefndur var Vísi- Gísli, fór að gera tilraunir með rækt- un grænmetis. Gísli hafði dvalist í Hollandi og þar kynntist hann garðrækt og hóf ýmsar jarð- ræktartilraunir, fyrst á Munkaþverá og síðar á Hlíðarenda. Árið 1686 fluttist Gísli, þá á sjötugsaldri, að Skálholti til dóttur sinnar og gerði þar enn mikinn kálgarð. Rúmum 60 árum síðar mun þar á biskupssetrinu enn hafa verið grænmetisgarður. „I Skálholti var þá ræktað ágætt hvítkál“, ritar Niels Horrebow, eftir heimsóknina þang- að. Og Eggert Ólafsson getur þess 1762, að þar hafi kál verið ræktað að minnsta kosti í síðastliðin sjötíu ár, (þ. e. frá dögum Vísa-Gísla). „En stærstir og bestir eru garðarnir í Viðey og Reyjavík um þetta leyti“, skrifa þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. „Á báðum þeim stöðum spruttu allskonar kálteg- undir vel.“ Horrebow getur þess einnig, að þegar hann kom til Bessastaða 1749, hafi þá verið ágætur urtagarður þar með ýmsum matjurtum. Er af frásögn hans greinilegt, að höfuðsmaður á Bessa- stöðum hefur ræktað ýmsar teg- undir grænmetis í garði sínum. Magnús amtmaður Gíslason hafði þá einnig um margra ára skeið ræktað matjurtir á Leirá. Og urtagarðar voru um þessar mundir hjá sýslumönnum og lögmönnum og á nokkrum presstsetrum, svo sem í Reykholti og Hjarðarholti í Borgarfirði að sögn Eggerts Ólafs- sonar. Þannig voru þá grænmetis- garðar í öllum landshlutum og er 7.'95- FREYR 289

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.