Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 24

Freyr - 01.07.1995, Blaðsíða 24
Aldarafmœli skýrsluhalds í nautgriparœkt Jón Viðar Jónmundsson Fyrir nokkru barst mér í hendur ný bók sem mér finnst ástœða til að fara um nokkrum orðum. Hér er um að rœða veglegt afmœlisrit sem samtök nautgripa- rœktar í Danmörku hafa gefið út í tilefni af aldarafmœli skýrsluhalds í naut- griparœkt þar í landi og þar með í heiminum. Þessi starfsemi hófst í Vejen hreppi á Jótlandi og var stofn- fundurinn haldinn 24. janúar 1B95 en fyrstu mælingar fóru fram 29. apríl það sama ár og vilja þeir telja það afmælisdag þessarar starfsemi. Hvatinn að þessu starfi var að mjólkurframleiðsla var um það leyti mikið að eflast í Danmörku í kjölfar breytinga í dönskum landbúnaði þar sem þessi þáttur búskapar var í miklum vexti. Það gerðist á sama tíma og kornrækt dróst saman þar sem samkeppnisstaða hennar á markaði hafði daprast vegna inn- flutnings á ódýru korni frá Ameríku til Evrópu. Nýlega hafði þá verið fundin upp aðferð til ákvörðunar á fituprósentu mjólkur sem gerði það kleift að fitumæla mjólkina heima á hverju búi (Gerber mæling). Bænd- um var þegar ljóst að gífurlegur breytileiki var í nýtingu mjólkur til smjörframleiðslu, sem stafaði af mismunandi í fituhlutfalli. Þess vegna var það mikið kappsmál við að auka hagkvæmni framleiðsl- unnar að geta aukið magn og kosti mjólkurinnar. Bændunum var ljóst að þetta væri ekki gerlegt nema með nákvæmu skýrsluhaldi. Hér gripu danskir bændur eins og svo oft fyrr og síðar til þess ráðs að takast á við verkefnið á samvinnu- grunni. Athygli vekur að hug- myndir að þessu starfi virðast öðru fremur komnar frá lýðháskólanum í Askov, en skólabúið þar var eitt af þeim 13 búum sem stóðu að stofnun þessa fyrsta nautgriparæktarfélags í heiminum. í áðurnefndu riti er saga þessarar okkar við Danmörku hefur þróun hér á landi mótast meira af hug- myndum sem þangað eru sóttar en frá nokkru öðru landi. Skýrsluhald í nautgriparækt, byggt á þessum hugmyndum, hefst hér á landi innan tæpra tíu ára frá því starfsemin hefst í Danmörku. Guðjón Guðmunds- son, fyrsti búfjarræktarráðunautur Búnaðarfélags Islands, nýkominn frá námi í Danmörku, byggir þessa starfsemi hér upp. I árdaga starfsins hér á landi var skýrsluhaldið byggt á starfi eftirlitsmanna sem önnuðust mælingu afurða og ákvörðun á fituhlutfalli. Hér á landi lögðust störf eftirlitsmanna tiltölulega snemma af en þau eru hins vegar víðast erlendis enn fyrir hendi þó að á síðari árum færist starfsemin, víða meira og meira í það horf að bændur annist sjálfir skráningu afurða. Þessi munur á staifi hér á landi og erlendis birtist fyrst og fremst í því að kostnaður við framkvæmd skýrsluhaldsins hér hefur ætíð verið lítill í samanburði við önnur lönd. I grein eftir formann Alþjóðasamtaka búfjárskýrsluhalds í áðumefndu riti gerir hann samanburð á skýrslu- haldi í þeim löndum þar sem það er nú á tímum talið hvað öflugast og best, þ.e. Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Þar kemur fram að í öllum þessum löndum hefur hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldi stóraukist á síðustu tveim áratugum og nær nú yfir á bilinu 70-83 % af öllum mjólkur- kúm í þessum löndum. Hann gerir einnig samanburð á kostnaði við framkvæmd þess og metur hann á starfsemi rakin og horft til fram- tíðar. Það er nú almennt viðurkennt | að skýrsluhald sem þarna var í fyrsta sinn lagður grunnur að er hornsteinn alls framfarastarfs í nautgriparækt í heiminum. Þær upplýsingar sem þannig er aflað eru grundvöllur að ræktunarstafi í naut- | griparækt um allan heim þar sem j slíku starfi er sinnt. Um leið eru þessar upplýsingar sá grunnur sem öll leiðbeiningastarfsemi í sam- bandi við fóðrun og umhirðu gripa byggir á í þeim löndum þar sem hún er öflugust. íslendingar lœrðu af Dönum. Forvitnilegt er að skoða sögu þessarar starfsemi í Danmörku örlítið með hliðsjón af starfi hér á landi. Vegna aldalangra tengsla Emil Konradi, fyrsti eftirlitsmaður nautgriparœktarfélaganna í Danmörku - og þar með í heiminum 296 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.