Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1995, Qupperneq 14

Freyr - 01.07.1995, Qupperneq 14
Jótlandi. Á þeim tíma voru tveir garðyrkjuskólar í Danmörku - hinn hét Vilvorde og var sá úti í Char- lottenlund, rétt fyrir utan Kaup- mannahaöfn. Beder garðyrkjuskóli þótti góður skóli, hann var nokkuð stór einka- skóli og hinn var það einnig. Þeir höfðu einhvern styrk frá því opinbera. Þarna var ég á 9 mánaða námskeiði. Hvernig gekk þér að kosta skóla- nám þitt? - Einhvernveginn tókst mér að treina skotskilfrið og svo vann ég ofurlítið hjá karli einum þarna í nágrenninu og fékk smávegis fyrir það. Einnig fékk ég 250 kr. styrk frá Dansk-Islands Samfund og það munaði um það. Skólinn í Beder var heimavist- arskóli og á morgnana fórum við nokkrir í heimsóknir í bakaríið í litla þorpinu okkar, keyptum þar vínarbrauð frá deginum áður og seldum skólabræðrum okkar með 5 eða 10 aura álagningu á hvert brauð. Námið í Beder-garðyrkjuskól- anum nýttist mér vel. Kennarar voru fimm, auk skólastjóra. Þeir lögðu mjög hart að mér að fara í framhaldsnám í garðyrkju og reynd- ar var farið að brjótast um í kollinum á mér að mennta mig enn meir, bóklega, því það virtist ókleift að komast heirn, vegna stríðsins. Yngri kennararnir, sem voru til þess að gera nýkomnir úr háskóla, buðust til að segja mér til í þeim fögum þar sem ég stóð einna verst að vígi: stærðfræði og efnafræði og það gerðu þeir. Nám í garðyrkjudeild Búnaðarháskólans í Höfn Sótti ég svo um inntöku í garð- yrkjudeild Búnaðarháskólans í Höfn, tók inntökupróf og stóðst það. Byrjaði svo í skólanum I. sept- ember. Hafðir þú eitthvert samband heim? Jú, ég reyndi það, en það gekk illa. Ég reyndi að hafa samband með Rauðakrosspósti og fékk 2 eða 3 bréf þannig að heiman. Síðar var mér bent á Helga Briem sendiherra í Lissabon og gat ég sent nokkur bréf heim með aðstoð hans. Þegar ég byrjaði á búnaðarhá- skólanum var ég búinn að láta athuga áður hvort faðir minn myndi geta kostað námið þar, því námslán voru þá engin. Pabbi var múrari og ekkjumaður; hann var vinnusamur og skorti ekki verkefni. Sendiráðið í Kaupmanna- höfn kannaði málið fyrir mig í gegn- um Svíþjóð og 10 dögum síðar kom skeyti um að námið skyldi borgað. Danska rfkið sá um að leggja út peningana og ég sótti 200 kr. ávísun í sendiráðið mánaðarlega. Hvernig gekk þér að láta pening- ana endast? Það var vandmeðfarið, en það gekk með ítrasta sparnaði en hjá sumum entust peningarnir oft ekki lengur en þrjár vikur. Ég fór aðeins einu sinni niður í sendiráð allan tímann og fékk ofurlitla fyrir- greiðslu. A skólanum fékk ég styrk, 500 kr. danskar úr styrktarsjóði dansks garðyrkjubónda sem er löngu látinn. Það hafði verið reistur náms- mannagarður og Jón Krabbe hafði gefið eitt herbergi sem var merkt Islandi. Ég sótti um þama og fékk þetta herbergi. Vistarverurnar voru tiltölulega ódýrar - 40 kr. á mánuði, sem ég borgaði fyrir herbergið, búið húsgögnum og afnot af eldhúsi sem við vorum sex saman um. Þar gátum við eldað mat. Ég var þarna innan um hóp af Dönum; fjórir af þessum sex voru bændasynir og þeir fengu mjög oft senda pakka með einu eða öðru j góðgæti að heiman. Og maður naut góðs af. Námið í Búnaðarháskólanum j byrjaði með undirstöðufögum fyrir j alla sameiginlega, efnafræði, eðlis- fræði, erfðafræði, jarðfræði o.fl. Vorið 1944 var þreytt próf í öllum ! þessum fögum og gekk mönnum j misjafnlega; sumir komust í gegn, aðrir féllu. Ég slapp mjög vel í gegn, því ég fékk næstum ágætiseinkunn, munaði ekki nema þrem, fjórum kommum. Sumarfríið var ekki ýkjalangt. Við fórum í Dyrehaven sem er við Charlottenlund. Þar vorum við heil- an mánuð í verklegum landmæl- ingum. Ég naut þessa tíma því veðráttan var einmuna góð, sól og sumar. Næsta vetur var farið að kenna garðyrkjugreinamar. í andspyrnuhreyfingunni Vorið 1945 gerðist ég sjálboðaliði 1 í andspymuhreyfingu Dana. Einn góður skólabróðir minn sem hét Gústaf og var félagi og foringi í andspymuhópi hvatti mig til þess. Snemma vors árið 1945 var ég kallaður út ásamt nokkrum félögum mínum og vorum við látnir sækja vopn út í Rödovre sem er skammt fyrir utan Kaupmannahöfn. Við vorum nokkrir á reiðhjólum, 286 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.