Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 4

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 4
Bændur verða að gæta þess að bjóða ekki upp á annars flokks afurðir Viðtal við Arnar Bjarna Eiríksson í Gunnbjarnarholti Mörgum þótti það brjálæði þegar Arnar Bjarni Eiríks- son, sem þá var tvítugur, fór út í það fyrir 11 árum að kaupa framleiðslurétt og byggja fjós að Gunnbjarnarholti í Gnúpverj- arhreppi ásamt konu sinni, Berg- lindi Bjarnadóttur. Arnar hélt hins vegar ótrauður áffam og hefur nú komið upp myndarlegu búi með 190 þús. lítra greiðslumarki. 1 upphafi bjuggu þau reyndar ekki sjálf að Gunnbjarnarholti en þau fluttu í íbúðarhús þar sumarið 1996. Amar er fæddur og uppalinn í Sandlækjarkoti og búa foreldrar hans, þau Eiríkur Bjarnason og Margrét Eiríksdóttir, þar enn. Ætt Margrétar hefur reyndar búið þar síðan 1789. Eiríkur er einnig úr Gnúpverjahreppnum. Arnar er yngstur fimm systkina. Hann stund- aði um skeið nám í Menntaskólan- um í Hamrahlíð en lauk síðan meist- araprófi í húsasmíðum frá Fjöl- brautarskóla Suðurlands 1991. Arnar riflar upp þegar hann byrj- aði að byggja fjósið árið 1988. „Þá var komið mikið af húsum í Sand- lækjarkoti og langt að fara á túnin. Okkur fannst því skynsamlegra að færa okkur frá ættaróðalinu, stofna nýbýli og færa okkur þannig nær túnunum. Þannig væri auðveldara að komast að þeim og skipulagning í kringum beit yrði betri. Við byrj- uðum síðan að byggja fjósið haust- ið 1988. Síðan tókum við við kún- um frá foreldrum mínum um mitt sumar 1990 en kýrnar fluttu ekki inn í nýja fjósið fyrr en rétt fyrir jólin 1993. Þá leigðum við húsnæði hjá bróður mínum í Sandlækjarkoti og keyrðum alltaf á milli í fjósið.“ Margir héldu að Arnar myndi fljótt sjá eftir að hafa farið út í þessa framkvæmd. „Við þurftum að byrja alveg frá grunni enda var ekkert að hafa þarna. Hér var hvorki heitt né kalt vatn og ekkert rafmagn heldur. Það varð því að leggja þangað allar lagnir. Hrakspárnar voru því marg- ar í okkar garð en við létum það ekkert á okkur fá.“ Þau hjónin byrjuðu með 67 þús- und lítra mjólkurkvóta sem hann tók við af foreldrum sínum. Þau keyptu síðan árið 1992 kvóta upp á 61 þúsund lítra sem allur var af einni jörð. Síðan hafa þau bætt smám saman við sig og eru nú með 190 þúsund lítra. „Við stefnum að því að stækka töluvert meira. Við erum nú að fara út í að stækka fjós- ið og lengja einnig ljárhús til að nota fyrir geldneyti. Við sprengdum fjósið utan af okkur fyrsta veturinn sem það var notað og það hefúr aldrei verið nógu stórt eftir það.“ Viðbyggingin verður eingöngu fyrir legubása. Gjafakerfið verður þá sett í eldra fjósið og verður út- búnaður til þess fluttur inn frá Hol- landi. Fóðurgangurinn verður stutt- ur og grindurnar sem kýrnar éta í gegnum keyra sig saman þannig að gefið verður fyrir 3-4 daga í einu. Arnar segir dæmi þess erlendis að menn séu að gefa fyrir allt að 7-9 daga í einu. Stefnt er að því að við- byggingin verði tilbúin í haust en þá eiga rúmlega 60 kýr að bera hjá honum. Arnar Bjarni Eiríksson. 4 - FREYR 11/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.