Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Síða 9

Freyr - 01.10.1999, Síða 9
Heilt bygg • Valsaö bygg Klst. 2. mynd. Hitamyndun i heilu og völsuðu súrbyggi. hlutfallslega meira á verkunar- og geymslutímanum en það heila. Með hliðsjón af einkennum gequnarinnar var þess raunar að vænta. Ediksýru- og etanólmyndun fylgir meira efnatap en hreinni mj ólkursýrugerj un. Niðurstöður athugunarinnar benda ekki til þess að forvölsunin sé til bóta fyrir verkun komsins - þvert á móti. Nauðsynlegt er hins vegar að rannsaka málið frekar og þá með tilraunum í fullum mæli- kvarða því aðekki má útiloka að til- raunaaðstæður hafi haft hér nokkur áhrif; smáar geymslur, geymsluhiti í efri mörkum og þurrefhisprósenta kornsins stillt af með vatnsíblönd- un. Völsun byggs fyrir gjafir Við völsun byggs fyrir gjafir kann að vera hagræði í því að vinna fóðurskammt til nokkurra mála í senn. Reynir þá á geymslu- þol fóðursins. Gerð var ein mæl- ing á geymsluþoli heils og valsaðs byggs að vetri (3). Súrbyggið hafði 46,6% þurrefni og sýrustig- ið pH 4,61; prýðilega verkað. Byggkornið var sett í 2 1 varma- einangruð ílát sem haldið var við lágan stofuhita (16-19°C). Loft gat auðveldlega komist að korn- inu. Þannig var reynt að líkja eftir aðstæðum þar sem súrkorn er geymt við aðgang súrefnis, t.d. við gjafir. Hitamælir, tengdur skráningartölvu, var settur í hvert ílát en í þeim var borið saman heilt súrkorn og valsað. Niðurstöður hitamælinganna eru sýndar á 2. mynd: Kornið kom úr kaldri útigeymslu og var liðlega einn sólarhring að ná umhverfishita rannsóknarstofunnar. Þá þegar tók hitinn í valsaða korninu að stíga. Hins vegar leið nokkuð á annan sólarhring þaðan frá áður en hitunar gætti í heila kominu. I báðum kornflokkum steig hitinn svo til jafnhátt. Samkvæmt þessari mælingu virðist völsunin minnka geymsluþol kornsins um h.u.b. 1,5 sólarhringa. 1. tafla. Áhrif þurrefnis á gerjun í heilu og völsuöu byggkorni (g gerjunarafurða f kg þurrefnis) Þurrefni Mjólkursýra Ediksýra Etanól Heilt Valsað Heilt Valsað Heilt Valsað 45% 3,4 3,7 3,9 2,8 6,2 21,3 55% 3,0 2,9 2,7 3,0 5,7 12,3 65% 2,5 2,4 1,3 2,3 4,5 6,0 77% 2,1 2,0 0,3 1,2 2,6 1,2 Að lokum Hér hefur verið greint frá nokkr- um athugunum á áhrifum völsunar á verkun og geymsluþol byggkorns. í nokkru vekja þær fleiri spurningar en þær svara. Því þarf að halda rannsóknunum áfram. Fróðlegt væri lika að heyra frá kombændum sem reynslu hafa í þessum efhum. Það gæti flýtt fyrir því að til yrðu traustar reglur til ráðgjafar. Heimildir: 1. Petterson, T., 1998. Ensiled Rolled Barley Grain to Cattle. AGRARIA 87, SLU, Umeá. 2. Kristján Óttar Eymundsson 1999. Efnamagn og gerjunarhæfni bygg- korns. BS-ritgerð við Búvísinda- deild á Hvanneyri, 16 bls. 3. Bjami Guðmundsson 1998. Athug- anir á verkun byggs 1997-1998. Bú- vís.d. Bsk. Hve. og Bút.d. Rala, 14 bls. Fóðrun og frjósemi mjólkurkúa Framhald af bls. 19. innistöðu, en selenskortur sést frekar úti. D- vítamín geta kvígurn- ar fengið úr fóðurlýsi. Hægt er að setja svokallaða snef- ilefnastauta í kvigurnar. Þeir sjá kvígunum fyrir ýmsum lífsnauð- synlegum snefilefnum og vítamín- um í 8 mánuði. Hluti þessara snef- ilefna er talinn hafa góð áhrif á frjósemina. Má þar nefna E- víta- min, selen, kobolt og joð. Vitað er að ræktuð beit og gróður á mýr- j lendi inniheldur ekkert eða mjög litið nýtanlegt selen. Það er því skynsamlegt að gefa kvígunum snefilefnastauta þegar þær fara út. Að öðrum kosti verða þær að hafa aðgang að saltsteinum sem inni- j halda selen. Snemmbærar kvigur eru þá vel haldnar með snefilefni þegar þær eru sæddar og þegar þær bera. FREYR 11/99 - 9

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.