Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 6
Kristinn Guðnason i rœðustól á aðalfundi Félags hrossabœnda 1999. „Mönnum fannst slæmt að aðeins væri gefin ein einkunn fyrir tölt en þessi gangtegund skiptist í hægt tölt og yfirferðartölt. Hæga töltið hafði þá að margra mati ekki það vægi í dómnum sem það átti skilið og væri nauðsynlegt. Því var ákveðið að gefa séreinkunn fyrir hægt tölt og færa hana síðan inn í sameiginlegu einkunnina. Því eru ekki gefnar tvær einkunnir en það sést samt hvaða einkunn hesturinn fær fyrir hægt tölt. Þetta virðist hafa skilað sér vel. Einnig var ákveðið að prófa að dæma fet. Það var þó ekki tekið inn í vægi heldur aðeins gefin eink- unn. Mönnum var lika farið að finnast kynbótasýningar of hraðar og ekki nógu fagmannlegar. Þessi breyting virðist hafa skilað sér vel að því leyti. Sýningarnar í sumar voru fall- egri og betur útfærðar. En það standa enn meiri breyt- ingar fyrir dyrum á dómskvarðan- um. I þeim verður t.d. steypt saman í eina einkunn vilja og geðslagi því þetta tvinnast mjög saman. Einnig verður vægi byggingar lækkað en vægi fegurðar í reið hækkað. Bygg- ing og hæfileikar hafa haft jafnt vægi en nú mun vægi byggingar verða 40% en vægi hæfileika 60%. Þá hefur einnig verið rætt um að fetið fái vægi í kynbótadómum.“ Snúum okkur að öðru. Hvernig gengur sala á hrossakjöti? „Hún hefur gengið misjafnlega og það hefur ekki alltaf fengist hátt verð fyrir kjötið. Það var ágætur markaður í Japan fyrir þetta kjöt sem gaf gott verð en hann hrundi. í staðinn fann félagið markað á Ítalíu og við flytjum þangað nú um 50-80 hross á viku. Verðið er hins vegar lágt. Við bjuggum lengi við þær að- stæður að aðeins eitt sláturhús á landinu hafði leyfi til að slátra á þennan markað og það var á Hvammstanga. Þetta haföi í för með sér að flutningskostnaður varð óhemju mikill og félagið tók reynd- ar þátt í að greiða hann fyrir bændur á Suðurlandi og Austurlandi. Það hefur nú breyst til batnaðar þar sem sláturhús á Selfossi og Blönduósi hafa einnig fengið þetta leyfi þannig að nú er hægt að slátra sunnlensku hrossunum á Selfossi, sem er til mikils hagræðis fyrir bændur þar. Það má segja að þessi leið til af- setningar skili bændum ekki miklu að öðru leyti en því að þeir geta los- að sig við arðlaus hross sem eru í raun afætur á þeim. Að þessu leyti hefur orðið mikil hugarfarsbreyting og sú sem ég er hvað ánægðastur með. Hrossabændur vilja nú afsetja hross sem ekki er not fyrir og þeir sjá að því fyrr sem þeir gera það því minna verður tapið þó að verðið sem þeir fá fyrir kjötið sé lágt. Blóðsöfnun hefúr einnig gengið ágætlega. Það fæst ágætt verð íyrir merarblóð, jafnvel um 6-10 þúsund krónur fyrir hverja blóðtöku. Sala á folaldakjöti hefur einnig verið góð og verðið sem fæst fyrir það er ágætt. Þeir sem ala upp þessi hross eru yfirleitt á grasgefnum jörðum þar sem fóðrið er ódýrt og hafa því einhvern arð af stóðinu og það er gott mál.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtið hrossarœktarinnar? „Við þurfúm að auka gæðin og vera í fararbroddi á öllum sviðum, hvort sem það er í kennslu, reið- mennsku eða öðru, og ég hef fulla trú á því að það takist. Það er óhemju margt ungt fólk að koma inn í greinina og Félag tamninga- manna er mjög öflugt og virkt. T.d. er sótt í menntakerfi þeirra frá mjög mörgum löndum þar sem íslenski hesturinn er og það mun líklega verða notað til að útskrifa tamn- ingamenn í þessum löndum. Þessu félagi hefur greinilega tekist að sýna fram á að það er í forystuhlut- verki í tamningu og þjálfún íslenska hestsins. Eins hefúr tekist vel til með Feng og tölvuvinnsluna innan Bændasamtakanna. Önnur lönd væru ekki að sækja svona mikið hingað nema af því að við höfúm eitthvað eftirsóknarvert fram að færa. Æskilegt væri hins vegar að for- maður Félags hrossabænda væri í launuðu starfi hjá félaginu. Það myndi gefa honum meiri tíma til að sinna hagsmunamálum félagsins. Við erum með starfandi markaðs- fulltrúa sem sinnir miklu starfi en ég hef fundið fyrir því að ég get ekki sinnt mörgum málum eins vel og ég hefði viljað vegna tímaleysis. Það myndi breytast til batnaðar ef formaður væri starfandi hjá félag- inu.“ HI 6 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.