Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Síða 37

Freyr - 01.12.1999, Síða 37
náð að taka sér bólfestu í legi fóstr- unnar. 7/9 eða 78% er jafnvel hærra hlutfall en vonast mátti eftir. Árangurinn 1997 var 5/7 eða 71% og flestar rannsóknir hafa gefið til kynna að sú aðferð sem nú var beitt gefi heldur lakari árangur en skurð- aðgerðin. Skýrt skal þó tekið fram að ein tilraun af þessari stærðar- gráðu gefur aldrei meira en vís- bendingu um þann árangur sem vænta má af slíkum aðgerðum. Að gefnum hlutfallslegum árangri útskolunar annars vegar og innlagnar (flutnings) hins vegar, má reikna út heildarlíkur á árangri sem margfeldi þessarra tveggja þátta. Ef við notum niðurstöður þessarrar tilraunar er út- koman 7/11x7/9 = 49,5%. Þ.e.a.s. u.þ.b. helmings lík- ur eru á árangri fyrir hveija af þessum 11 hryssum sem á annað borð tókst að halda. Þetta er að mati undirritaðs umþb. sá árang- ur sem vænta má. Ekki er raunhæft að ætla að út- skolunin gefi okkur meira en 70-80% árangur enda er það nálægt náttúrulegu fyljunarhlutfalli. Árangur flutnings á vonandi eftir að batna en varla er raunhæft að búast við meira en 70- 80% árangri á næstu árum. Samkvæmt þessum tölum má búast við að heildar- árangur verði á bilinu 50-60% (0,7x0,7=0,49/ 0.8x0,8=0,64) Kostnaður Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir raunkostnaði til að fá hug- mynd um verðlagningu á slikri þjónustu í framtíðinni. Slíkur út- reikningur er ekki einfaldur og þegar starfsemin er rekin samhliða annarri starfsemi hjá stofnun eða fyrirtæki má lengi velta fyrir sér hlutdeild starfseminnar í heildar- kostnaði s.s. rekstri húsnæðis, af- skriftum tækjabúnaðar, launum aðstoðarmanna o.s.frv. Augljóst rná þó öllum vera að eftir því sem unnið er með stærri hóp hryssa hverju sinni verður starfsemin hag- kvæmari. Við tilraunina,sem hér er greint frá, var ekki lögð áhersla á að meta heildarvinnuframlag, en lyfjakostnaður var nálægt 190.000 kr. Ef miðað er við verkefni þar sem lagt er upp með 40 hryssur, þar af 15 gjafa og 25 fóstrur gæti dæmið litið svona út: Kostnaður við laun og aðkeypta vinnu = 450.000 kr. Lyf + vörur =190.000 kr. hlutdeild í rekstri aðstöðu = 50.000 kr. Fóð- ur, beit, hirðing og gæsla á 40 hryssum í 3 vikur = 150.000 kr. Samtals kr. 840.000. Þessi kostnaður skiptist á 15 hryssur 840.000/15=56.000 kr. Við þetta bætist svo folatollur t.d. kr. 35.000,- kr. og ef flutningur skilar árangri má hugsa sér að hryssueig- andinn kaupi fóstruna fylfulla eftir tveggja mán. meðgöngu á kr. 50.000. Heildarupphæðin er þá komin í 141.000 kr. Þessar tölur eru einungis settar fram hér til að gefa einhverja hugmynd um vænt- anlegan kostnað enda hefur eðli- lega verið spurt töluvert eftir vænt- anlegri verðlagningu á slíkri þjón- ustu. Lokaorð Tilraunin hefur sýnt fram á að fósturvisaflutningar eru vel fram- kvæmanlegir í íslenskum hryssum og að búast má við a.m.k. jafn góð- um árangri og náðst hefur með önn- ur hrossakyn. Framkvæmd tilraun- arinnar hefúr einnig leitt til þess að ákveðin verkþekking og reynsla er nú fyrir hendi á þessu sviði. Starfsemi sem þessi vekur ýmsar spurningar. Finna má rök sem mæla með og á móti. Ekki skal tekin afstaða til þeirrar um- ræðu hér. Tilgangur til- raunarinnar var fyrst og fremst að sýna fram á að þetta væri framkvæmanlegt og að afla þekkingar til að geta boðið íslenskum hrossaræktendum þessa þjónustu. Erlendis eru fósturvísa- flutningar umdeildir engu síður en hér. Ræktunars- amtök flestra hrossakynja samþykkja slíka starfsemi þó að sum hver setji henni þröng skilyrði. Önnur samtök hafa alls ekki sam- þykkt skráningu „fóstur- vísafolalda“. Hérlendis liggur fyrir jákvæð afstaða Fagráðs í hrossarækt. Ekki er útlit fyrir að ráðið muni reyna að takmarka þessa starfsemi á neinn hátt, t.d. með því að samþykkja aðeins eitt afkvæmi skráð eftir hverja hryssu árlega eins og dæmi eru um. Hitt ber að undirstrika að fylgja verður ströngum reglum í skráningu til að tryggja rétta ættfærslu folalda. Þessu til viðbótar er skylt að nefna að starfsemi sem þessi er háð starfsleyfi landbúnaðarráðuneytis að fenginni umsögn yfirdýra- læknis og Bændasamtaka Islands samkvæmt, reglugerð nr. 561 1994 um búfjársæðingar og flutning fósturvísa. Frjóvgað egg berst niður í leg 5-6 döguni eftir egglos. Bestur árangur hefur náðst við útskolun eftir 7-8 daga. Myndin sýnir u.þ.b. 7 daga gamlan fósturvísi á kimblöðrustigi (blastocyst). FREYR 13-14/99 - 37

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.