Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 40

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 40
3. gr. Ættbók. Bændasamtök íslands halda ætt- bók íslenska hestsins (Veraldar- feng) og bera ábyrgð á að færa inn upplýsingar um kynbótahross og önnur hross sem uppfylla skilyrði þessarar reglugerðar. Einnig að gefa út viðurkenningarskjöl fyrir sæði, egg og fósturvísa þeirra. Einungis ræktunarfélögum ís- lenska hestsins, sem fengið hafa viðurkenningu opinbers aðila í við- komandi landi eða Alþjóðasam- bands íslandshestafélaga (FEIF), er heimilt að halda ættbók um íslensk hross á félagssvæðum sínum. Bændasamtök íslands skulu tryggja nána samvinnu við félög eða samtök sem færa ættbók ís- lenskra hrossa til að miðla upplýs- ingum og koma í veg fyrir ágrein- ing. Við sölu milli landa á ættbókar- færðum hrossum skulu þau færð inn í ættbók viðkomandi lands und- ir sama heiti og upphafsstaf/stöfum þess lands þar sem það var fætt ásamt öðrum upplýsingum sem krafist er samkvæmt þessari reglu- gerð. Heimilt er að gefa hrossinu annað nafn í nýjum heimkynnum að því tilskildu að upprunalegt nafn þess ásamt upphafsstaf/stöfum fæð- ingarlandsins fylgi í hornklofa meðan hrossið lifir. 4. gr. Skráning. Eingöngu íslensk hross með viðurkennt vottorð um að þau séu fædd á íslandi eða undan hrossi sem flutt er út frá Islandi er heimilt að skrá í ættbók (Veraldarfeng). Viðurkennd ættartala (Veraldar- fengur) uppfylli eftirtalin skilyrði: a) þegar bæði faðir og móðir eru skráð í ættbók (Veraldarfeng). b) fangvottorð hafi verið sent til BÍ fyrir 31. desember árið sem hryssan festi fang. c) fang- og folaldaskýrsla hafi bor- ist BÍ fyrir 31. desember ár hvert. d) vottorð um einstaklings merk- ingu hafi borist BÍ fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæðist. e) að staðfesting á blóðflokkun eða DNA greiningu viðkomandi stóðhests liggi fyrir. Öll hross sem skrá á í ættbók skulu einstaklingsmerkt annað hvort með örmerki eða frostmerki. 5. gr. Kynbótamarkmið, kynbótadómar og sýningar. Varðandi kynbótamarkmið, sýn- ingahald, skipun dómnefnda, mat og kynbótadóma skal farið eftir reglum sem gefnar voru út af Bún- aðarfélagi íslands árið 1992, Kyn- bótadómar og sýningar (með síðari breytingum). 6. gr. Upprunavottorð. í upprunavottorði skal vera teikn- ing af hrossi frá báðum hliðum og séð bæði framan og aflan frá, einn- ig háls séður neðanfrá og granir. Á myndunum skulu koma fram litir og auðkenni. Eftirfarandi upplýsingar skulu einnig vera upprunavottorði: 1. Nafn hrossins. 2. Auðkennisnúmer, (örmerki, frostmerki og önnur mörk eða merki). 3. Fæðingarár. 4. Foreldrar í þijá (fjóra) ættliði með skráningarnúmerum. 5. Naín, kennitala og heimilisfang ræktanda. 6. Nafii, kennitala og heimilisfang útflytjanda. 7. Staðfesting Bændasamtaka ís- lands eða viðurkenndra samtaka sem halda ættbók íslenska hests- ins í viðkomandi landi. 7. gr. Sjúkdómar. Óheimilt er að nota stóðhest til undaneldis sem haldinn er smitandi sjúkdómi og hann skal vera laus við erfðagalla. 8. gr. Með mál út af brotum á ákvæð- um reglugerðar þessarar skal farið að hætti opinberra mála. 9. gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt 19. gr. Búnaðarlaga nr. 70, 15. júní 1998. Drög að reglugerðinni voru kynnt á aðalfundi ræktunarráðs FEIF sem haldinn var hér i Reykjavík í nóv- ember sl. og þau fengu jákvæð við- brögð þeirra sem rætt var við. Mjög mikilvægt er að reglur sem sam- þykktar verða um þessi atriði verði gerðar í góðri samvinnu við FEIF til að ná samstilltu átaki um frarn- gang málsins. Lagt verður til við landbúnaðar- ráðuneytið, þegar þessar reglur hafa fengið eðlilega umijöllun hjá hags- munaaðilum og verið samþykktar af Iandbúnaðarráðherra, að þá verði sótt um viðurkenningu fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins fyrir hönd allra landa innan þess, að Island verði viðurkennt upprunaland íslenska hestsins. Næsta skref verður svo að sækja um viðurkenningu einstakra ríkja utan þess þar sem ræktun íslenskra hrossa fer fram. Greinarhöfundur hefur fengist við þetta verkefni á vegum land- búnaðarráðuneytisins sl. 5 ár með hléum eftir því hver áhersla yfir- valda hefur verið en þó mest und- anfarin tvö ár. Á þessu tímabili hefur orðið ör vöxtur í samstarfi ræktenda íslenska hestsins um all- an heim og sú stórfenglega bylt- ing, sem nú er komin á í sam- skiptatækni meðal hestamanna um tölvuskráningar íslenskra hrossa, mun nýtast öllum hesta- mönnum til fræðslu og almennra og sérhæfðra upplýsinga um ís- lenska hestinn hvar sem er í heim- inum. Með þetta í huga tel ég nú vera lag til að sækja um viður- kenningu á að forysta í kynbótum og ræktun íslenska hestsins sé hér á landi og þar með verði Island upprunaland islenska hestsins í framtíðinni. 40 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.