Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 16
Heimsmeistarinn í tölti, Ofsi frá Viðborðsseli og Vignir Siggeirsson. Hér sjást þeir á úrtökumótinu fyrir heimsmeistaramótið. Gæðingaskeið Það má segja að gæðingaskeið sé aðalgrein Sigurbjörns Bárðarsonar. Hann hefur orðið heimsmeistari í greininni íjórum sinnum og ís- landsmeistari níu sinnum. Það er því ekki að undra að hann er með lang hæstu einkunnina í gæðinga- skeiði á árinu 1999, með 9,39, sem jafnframt er hæsta einkunn í hesta- íþróttagrein i sumar. Sigurbjörn sat Byl frá Skáney á íþróttamóti Geysis en honum næstur kemur Baldvin A. Guðlaugsson á stóðhestinum Geysi írá Dalsmynni og hlaut 9,11 á Bik- armóti Norðurlands. Þórður Þor- geirsson er þriðji á Kjarki frá Ás- múla með 8,94 á íslandsbankamóti Dreyra og með jafna einkunn eru Þór Jónsteinsson á Seifi með 8,88 og Logi Laxdal á Hraða frá Sauðár- króki á íþróttamóti Geysis. 150 metra skeið Tímar á tveimur mótum; Silki- prentsmóti Harðar og KPMG móti Andvara, skera sig úr í 150 metra skeiði. Samúel ffá Steinnesi og Sig- urður V Matthíasson náðu besta tíma sumarsins 13,94 sek. á Silki- prentsmótinu og Þormóður rammi ífá Stokkhólma og Logi Laxdal komu næstir með 14,00 sek. á KPMG móti Andvara. Gunnur ffá Þóroddsstöð- um og Þórður Þorgeirsson voru með þriðja besta tíma sumarsins, 14,20 sek. á KPMG móti Andvara. Hestar í næstu sætum eru með jafhan tíma og náði 21 hestur tíma undir 15,00 sek., en margir voru oft í góðu stuði og með góða tíma. 250 metra skeið Freymóður frá Efsta-Dal var sneggstur vekringa á íslandi í 250 metra skeiði. Hann á tvo bestu tím- ana, 21,63 sek., í gæðingakeppni Sörla í Hafnarfirði og 21,67 sek. í úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi, en Logi Laxdal var knapi Freymóðs í þessum sprettum. Ósk frá Litla-Dal og Sigurbjörn Bárðarson voru einnig með jaffia og góða spretti og fóru á 21,70 sek. á KPMG móti Andvara og 21,84 sek. á veðreiðum Fáks 12. september. Friðdóra Friðriksdóttir kom svo sannarlega inn í sviðsljósið á árinu. Hún varð skeiðmeistari i 250 metra skeiði á Hellu og einnig er hún með fimmta besta tíma sumarsins, á Línu ffá Gillastöðum 22,1 sek. á KPMG móti Andvara, en Hnoss ffá Ytra- Dalsgerði og Þórður Þorgeirsson á Islandsbankamóti Dreyra og Ósk ffá Litla-Dal og Sigurbjöm Bárðarson á KPMG móti Andvara náðu sama tíma. Freymóður fór á heimsmeist- aramótið og mun því ekki keppa á íslandi á næsta ári og því em það hryssumar sem munu bítast um gull- in á næsta ári, komi ekki inn nýir skeiðhestar í vetur. 100 metra skeið Einungis fféttist af tveimur mót- um þar sem keppt var í 100 metra 16 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.