Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 11
í samvinnu við aðila á íslandi, að halda þeirri höfn opinni en það hef- ur ekki borið árangur og það er gíf- urlega erfitt að sannfæra fólk um að kaupa hross á Islandi og þurfa að flytja þau til Luxemborgar og síðan til Bretlands.“ Hvað með hrossarœkt þína og framtíð hennar? „Við reynum að horfa til framtíð- ar og endumýja ræktunarhross okk- ar. Upphaflega byrjuðum við með hross sem voru fædd hér úti, en svo hef ég flutt inn nokkra hesta og ég á hryssu á íslandi og innfluttan ungan stóðhest hér. Við ætlum okkur að velja úr þessum hrossum og reyna að rækta bæði íslenska draumagæð- inginn og hestinn sem neytandinn hér er að leita að.“ ísland hefur forskot Telur þú að ræktendur erlendis muni veita islenskum rœktendum aukna samkeppni? „ísland hefiir forskot vegna mik- illa umsvifa kringum hestinn. Hér eigum við í erfiðleikum með að fá tamningu á hrossin okkar, járningar sem henta og uppeldi sem líkist því íslenska. Þetta hafið þið íslendingar allt; ungt fólk sem er að koma út úr skólum, reynda reiðmenn, góða reiðvegi, sterk hagsmunafélög og mikinn áhuga á greininni meðal al- mennings. Ég held að íslendingar rnuni alltaf halda forskoti sínu, þið erað á undan í þróuninni. Auðvitað munu ræktendur í stærstu við- skiptalöndum ykkar skapa sam- keppni en hún er bara af hinu góða. Auk þess eru þeir oft stærstu við- skiptavinir ykkar og líta til ykkar með leiðsögn í ræktuninni. ísland hefur forskotið og er fyrirmyndin.“ Hvað með uppeldið á lslandi, skiptir það miklu máli? „Persónulega tel ég að umhverfið skipti miklu máli í mótun hrossa. En menn þurfa lika að spyija sig þess hvort það sé betra fyrir hest, sem eyða á sínum fullorðins árum í út- jaðri Lundúnaborgar, að alast upp í Dönsk skinka skýtur upp kollinum um víða veröld Ódýr dönsk jólaskinka er nú á boðstólum í finnskum búðum. Þó er ekki vænst annarrar eins skriðu og á síðasta ári, þegar efhahags- kreppan var í hámarki í Austur- Asíu. Dönsk svínarækt hefur lagt áherslu að að hagnýta sér alla þá þekkingu sem völ er á, auk þess að vera ætíð viðbúin sveiflum á mark- aðnum og þannig sameinað stór- framleiðslu með sveigjanlegri þjónustu við kaupendur. Danir slátra árlega 23 milljónum svína, sem nemur um 10% af svínaframleiðslu í ESB, en um helmingur af útflutningi ESB á svínakjöti kemur ffá Danmörku. Aðeins 20% af svínakjöti sem framleitt er í Danmörku fer til inn- anlandsneyslu, en 80% til útflutn- ings. Þannig er svínakjöt mik- ilvægasta útflutningsvara landsins og nam á sl. ári 7% af heild- arverðmæti útflutnings þess, en danskur landbúnaður lagði til 43% af heildarútflutningi Danmerkur. Dönsk svínabú eru misstór. Þannig framleiddu 16% danskra svínabúa 64% af ffamleiðslunni. Danskir svínabændur hafa fost tök á slátrun og kjötvinnslu í grein sinni, en 90% af ffamleiðslunni fer um hendur samvinnufélaga í eigu þeirra. (Landsbygdens Folk nr. 47/1999). Slæm meðferð búfjár Öðru hverju koma upp tilfelli um slæma meðferð á búfé þar sem eigandinn bregst skyldum sínum. í Svíþjóð hafa búnaðarsamtök í Örebro léni stofnað stuðningshóp sem hefur það verkefni að grípa inn í með hjálp þegar í ófeni er komið og víðar í Svíþjóð er verið að korna upp slíkum hópum. Vinnan fer ffam í samvinnu við dýralækna en hugmyndin byggist á því að bændur hjálpi bændum, búfénu til hagsbóta, á félagslegum grunni. (Bondebladet nr. 50-51/1999). útjaðri Lundúna, eða ósnertur uppi á affétt á íslandi og þurfa svo að gang- ast í gegnum gífurlega aðlögun eftir útflutning? Ég held að tamn- ingaaðstaða á íslandi hafi mjög mikil áhrif á hestana, þ.e. mögu- leikar ykkar á að byija að temja hrossin úti i víðáttunni, á góðum, mjúkum reiðvegum, ekki malbiki eins og margir útlendingar búa við. Þetta held ég að hafi meiri áhrif en sjálft uppeldið, því að metnaðarfullir ræktendur geta búið vel að hrossum sínum um allan heim.“ Að lokum lagði Clive áherslu á það að þrátt fyrir að auðvitað stefndu allir á að rækta gæðing eftir íslenskum formerkjum væri nauðsynlegt fyrir íslendinga að taka tillit til óska markaðanna. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi flugviljugi alhliða gæðingur sem íslendingar sjá í ræktunartak- marki sínu sé í raun eina takmark- ið. Er ekki hægt að skoða það að hvernig auka megi veg t.d. þeirra stóðhesta sem gefa góða reið- hesta, geðgóða, takthreina sem henta hinum almenna reiðmanni erlendis. Ég geri mér grein fyrir því að menn eru ekki sammála um þetta, en það er trú mín að við get- um ekki stefnt eingöngu að því að smíða Ferrari sportbíla og halda að með því falli til nóg af þægi- legum fjölskyldubilum! Ég tel þetta mál svo mikilvægt að vert sé að hugsa um“, sagði þessi geðugi Skoti að lokum og þakkar blaðið honum greið svör og óskar honum góðs gengis í ræktun og út- breiðslu íslenska hestsins í fram- tíðinni. Viðtal: Hulda G. Geirsdóttir. FREYR 13-14/99 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.