Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 14
Esjar frá Holtsmúla var langstigahœstur i fjórgangi. Knapi er Sigurður Sœmundsson. syni á Suðurlandsmótinu, og fékk Kjarkur þar 8,91. Sextán hestar fengu hærri aðaleinkunn en 8,60 og nokkrir þeirra oftar en einu sinni, enginn þó oftar en Skafl frá Norð- ur-Hvammi sem fékk hærri aðal- einkunn en 8,60 í þrjú skipti. Fjórir þessara hesta eru stóðhestar; Geysir frá Dalsmynni, Askur frá Keldudal, Brynjar frá Árgerði og Isak frá Eyj- ólfsstöðum. Tvö hrossanna eru 1. verðlauna hryssur; Svarta - Sól frá Ytra-Skörðugili og Skör frá Eyrar- bakka. Ekki er að efa að þessir hestar munu blanda sér í baráttuna um gull á landsmótinu í Reykjavík á næsta sumri. B-flokkur gæðinga Fjórtán B-flokks gæðingar fengu hærri aðaleinkunn en 8,60 á árinu 1999 en margir oftar en einu sinni. Fönix frá Tjarnarlandi og Númi frá Miðsitju náðu þessum árangri þrisvar sinnum hvor. Hæstu B-flokks einkunn ársins 1999 fékk Laufi frá Kollaleiru, sýndur af Hans F. Kjerúlf á flórð- ungsmótinu á Austurlandi. Laufi fékk 8,95 en Tumi frá Skjaldarvík, sýndur af Baldvin A. Guðlaugs- syni, fékk 8,81 á Hátíðardögum á Melgerðismelum. Sex hestar náðu sinum árangri á KPMG móti Andvara og fimm hestar fengu hærri aðaleinkunn en 8,60 á Suðurlandsmótinu. Það er athyglisvert að enginn þessara hesta er stóðhestur, eins mikið og þeim hefur verið veitt at- hygli í gæðingakeppni á undanfom- um árum. Tölt Einkunnir í tölti liggja töluvert hærra á árinu 1999 en 1998. Á síð- asta ári fengu þrír hestar 8,00 eða hærri aðaleinkunn en á árinu 1999 fengu þrettán knapar hærri aðal- einkunn en 8,00 i tölti. Sigurbjörn Bárðarson náði þessum árangri á tveimur hestum, Oddi frá Blöndu- ósi og Byl frá Skáney, sem að öðru leyti er fimmgangari. Einn knap- anna komst upp í 9,00. Það er Vignir Siggeirsson sem var heims- meistari i tölti er hann vann afrekið á Ofsa frá Viðborðsseli á afmælis- móti Sindra. Vignir er einnig í næstefsta sætinu með 8,90 í eink- unn á sama hesti. Þeir félagar eru því vel undirbúnir fyrir landsmótið. Fyrrverandi Islandsmeistari í tölti, Hans F. Kjerúlf, náði sér ekki eins vel á strik á árinu 1999 og þar á undan var hann var nánast ósigr- andi á Laufa frá Kolluleiru. Þeir eru í þriðja sæti nú en mega þó glaðir una við sitt því að þeir fengu hæstu einkunn í B-flokki gæðinga. Þessar háu einkunnir fengu knapar á mörgum mótum en íþróttamót Geysis var greinilega vel mannað því að þar fengu fjórir knapar hærri aðaleinkunn en 8,00. Knapar líta til næsta árs sem landsmótsárs, en lengra í fjarska er Nœstur Esjari í fjórgangi var Tumi frá Skjaldarvík. Knapi er Baldvin A. Guðlaugsson. 14 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.