Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 42

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 42
hugmyndir í gerjun yfir sumarmán- uðina og voru eftir það ræddar í hörgul á haustfundum hestamanna, þar á meðal á landsþingi Lands- sambands hestamannafélaga, for- mannafundi hjá Félagi hrossa- bænda, fræðslufundum Félags tamningamanna um landið og á árs- þingi ræktunarfulltrúa FEIF. Þá var hinn árlegi samráðsfundur fagráðs lagður alveg undir þetta mál enda mikilvægt eíhi á ferðinni. Samráðs- fundurinn var að þessu sinni opnað- ur upp á gátt og öllum, sem áhuga höfðu, boðin þátttaka. Svo að stiklað sé á stóru í þróun þessara hugmynda þá voru ákveðn- ir hlutir sem komu sterklega fram á fundunum í upphafi ársins. Þar kom í Ijós að mjög margir voru á þeirri skoðun að eiginleikinn feg- urð í reið væri of lítið veginn í heildareinkunn, auk þess sem margir töldu að geðslag væri erfitt að meta sem slíkt með gildandi fyr- irkomulagi. Einnig kom glögglega fram hið markaðslega gildi prúð- leika á fax og tagl. Út ffá þessum hugmyndum og reynslu liðinna ára var sett fram vinnutillaga að breyttu ræktunarmarkmiði sem var síðan kynnt síðastliðið haust. Þar var vægi á fegurð í reið hækkað verulega með því að flytja vægi af minna rökstuddum og/eða hreinum fagurfræðilegum þáttum í bygg- ingu, s.s. höfði og bak og lend, ásamt með því að vilja og geðslagi var þjappað saman í eina einkunn. Þá var einnig gert ráð fyrir að fiytja svolítið vægi af fótagerð og rétt- leika en halda föstu vægi á háls, herðum og bógum, samræmi og hófum. í umræðum með hrossa- ræktendum og hestamönnum, sem fóru fram sl. haust á hinum ýmsu fundum, komu fram enn frekari rök fyrir því að slá saman í eina eink- unn dómi á vilja og geðslagi og gefa einkunn fyrir fetgang og prúð- leika á fax og tagl nokkurt vægi í ræktunarmarkmiðinu. Þegar siðan kom til kasta fagráðs að taka ákvörðun í þessu máli voru menn almennt á því að málið væri vel undirbúið, hefði verið þræl- kynnt og að þær hugmyndir sem viðraðar hefðu verið hefðu nær undantekningalaust fengið góðar viðtökur. Ekkert væri því til fyrir- stöðu að afgreiða málið. Nýtt ræktunartakmark var því samþykkt einróma á desemberfundi fagráðs með eftirfarandi útfærslu: 1. Vægisstuðlar: Höfuð 3% Háls, herðar og bógar 10% Bak og lend 3% Samræmi 7,5% Fótagerð 6% Réttleiki 3% Hófar 6% Prúðleiki 1,5% Samtals: 40% Tölt 15% Brokk 7,5% Skeið 9% Stökk 4,5% Vilji og geðslag 12,5% Fegurð í reið 10% Fet 1,5% Samtals: 60% II.Dómsskali: Óbreytt skilgreining verður á gildandi dómsskala með eftirtöld- urn undantekningum: Vilji og geðslag: Við dóma á vilja og geðslagi verði stuðst við svipaða skilgreiningu á dómkvarða og not- aður hefur verið í gæðingakeppni um árabil. Lögð verður áhersla á að teygni sé í takt við það sem best gerist í kynbótadómum. Fegurð í reið: Lögð verður áhersla á að hross hljóti ekki hæstu einkunnir (9,5-10) fyrir fegurð í reið nema það sé áberandi glæsilegt á velli, jafnvel þó að það fari vel. Þetta er í samræmi við gildandi dómsskala. Prúðleiki á fax og tagl: Við dóma á prúðleika verði skalanum varpað yfir á hefðbundinn skala, þ.e. 1=5,5; 2=6,5; 3=7,5; 4=8,5; 5=9,5. Teknar verði einnig upp einkunnir á heilum tölum frá 5-10 enda hefur stigun þessa eiginleika gengið vel og dómarar orðnir þessu vanir. Bak og lend: Ekki verði mögu- leiki að breyta einkunn fyrir bak og lend að aflokinni hæfileikasýningu (hækkuð/lækkuð) eins og tíðkast hefur síðustu ár við góða/lélega nýtingu, enda hefúr vægi verið flutt af þessum eiginleika yfir á hæfi- leikana. Háls, herðar og bógar: Einkunn fyrir þessa þætti verði einnig fost að mestu og aðeins breytt í undantekn- ingartilfellum. Þetta er af þeim ástæðum að nú hefur vægi á fegurð í reið verið hækkað verulega. Einnig var rædd sú hugmynd að setja af stað rannsóknir sem miði að því að með atferlisfræði verði byggt upp hlutlægt geðslagspróf. Kann- aðir verði möguleikar á þessu og öllum öðrum hugsanlegum aðferð- um sem gætu veitt okkur tryggar upplýsingar um geðslag hrossa. Það hefur enda berlega komið í ljós að ýmsir þættir geðslagsins, sem illmögulegt er að meta gegnum dómkerfið, eru mjög verðmætir og mikilvægt að reyna að ná um þá haldgóðum upplýsingum. Tæknitekið erfðaefni Þó nokkrar umræður urðu á árinu um tæknitekið erfðaefhi, sérstak- lega með tilliti til útflutnings. í fag- ráði var ijallað um málið og farið í saumana á þeim lagaramma sem málinu er settur. Við þá athugun kom í ljós að nokkur mikilvæg atriði í þessu sambandi eru óljós og var því sett í gang vinna til að fá úr því skorðið hvort almennt sé hægt að banna útflutning á erfðaefni lagalega séð. Einnig var ákveðið að fá á hreint hvort sá ffæðilegi mögu- leiki að flytja inn erfðaefni úr ís- lenskum hrossum sé raunverulega fyrir hendi. Ekki svo að skilja að fagráð sé að óska eftir að banna út- flutning eða leyfa innflutning held- ur vill það fá skýra heildarmynd af lagaramma þeim sem þessum mál- um er settur. Akveðið var að setja af stað afmarkað rannsóknarverkefni 42 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.