Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 38
r
Island, upprunaland
íslenska hestsins
r
Ilok síðasta áratugar og í byrjun
þessa voru miklar umræður
meðal íslenskra hrossaræktenda
hér á landi hver þróun ræktunar ís-
lenska hestsins yrði í framtíðinni.
Mikil aukning hafði orðið í útflutn-
ingi hrossa, þar á meðal góðra kyn-
bótahrossa. Vakti þetta upp ugg
meðal hrossabænda hvort erlendir
ræktendur gætu orðið sjálfum sér
nógir í ræktuninni og þyrftu því
síður á nýju erfðaefni frá íslandi að
halda en áður. Einnig var rætt um
að erlend hestakyn gætu orðið
skeinuhætt útflutningnum vegna
lægra verðs í samkeppninni á smá-
hestamarkaðnum. Þá kom upp orð-
rómur um að erlendis væri hafin
blöndun annarra hestakynja inn í
ræktun íslenska hestsins. Samtímis
þessum hremmingum komu fram
nýjar kenningar í kynbótamati,
BLUP-ið sem ekki dró úr umræð-
unum varðandi mat á kynbótum og
framtíð íslenska hrossastofnsins.
Þetta ásamt kröfum um skilvísari
merkingar hrossa til að tryggja upp-
runa einstaklingsins og stofnun
tölvustýrðs miðlægs gagnabanka
þar sem upplýsingar um öll hross
fædd á íslandi væru aðgengilegar
öllum sem þess óskuðu, varð ekki
heldur til að draga úr áhyggjum
hrossaræktenda. Þá voru reglur um
kynbótadóma mismunandi eftir
löndum og reglur FEIF voru ekki
alls staðar notaðar innan sambands-
ins og þær voru heldur ekki í sam-
ræmi við reglurnar sem dæmt var
eftir hér á landi.
Mikil og jákvæð þróun hefúr orð-
ið á öllum þessum þáttum sem er
árangur af markvissri fræðslu og
stöðugt vaxandi samskiptum milli
ræktenda íslenska hestsins um allan
heim og má segja að íslenskir
hrossaræktendur hafi verið þar í
eftir
Brynjólf
Sandholt,
fyrrv.
yfirdýra-
lækni
fararbroddi. Því má segja að
áhyggjuefni sem voru efst á baugi
fyrir nokkrum árum hafi fengið far-
sæla lausn.
Alþjóðaviðurkenning
ófrágengin
Einn þáttur i kynbótastarfinu er
ennþá ófrágenginn, en það er að fá
alþjóðaviðurkenningu á að ísland
sé upprunaland íslenska hestsins.
Það kann að virðast fáránlegt að
þörf sé á að fá viðurkenningu á jafn
sjálfsögðum hlut og að uppruni ís-
lenska hestsins sé á íslandi. Sér í
lagi þegar haft er í huga að hann
hefúr verið ræktaður hérlendis í yfir
þúsund ár og öll íslensk hross sem
ræktuð eru á erlendri grund eru
undan hrossum sem eiga uppruna
sinn að rekja til hrossa sem fædd
eru hér á landi.
Ræktun einstakra hestakynja um
víða veröld hefúr verið í höndum
hrossaræktarfélaga sem hafa fengið
viðurkenningu yfirvalda viðkom-
andi ríkis sambærilegt við það sem
við þekkjum hér á landi. Þetta fyr-
irkomulag hefur verið í gildi hér í
Evrópu frá því á síðustu öld.
Til að koma í veg fyrir misræmi í
ættbókarfærslum hrossa innan
Evrópubandalagsins, nú Evrópu-
sambandsins, voru árið 1990 og á
næstu árum settar reglur til að sam-
ræma ræktunarreglur sem hafa
áhrif á viðskipti með hross innan
þess. Einnig voru settar reglur um
viðurkenningu á félögum til að
færa ættbækur hrossa, samvinnu
milli félaga sem halda upprunalegu
ættbókina og annarra sem halda
ættbækur eða kafla í ættbók fyrir
sama hestakyn.
Nú er það svo að þó að þessar
reglur gildi innan Evrópska efna-
hagssvæðisins og þar með í Noregi
þá gilda þær ekki á íslandi þar sem
við erum samkvæmt samningnum
um EES undanþegin reglum ESB
um ræktun og kynbætur dýra ásamt
reglum um heilbrigði dýra og dýra-
afurðir að undanteknum fiskafúrð-
um.
Fyrsta skrefið til að fá forustu ís-
lands viðurkennda á alþjóðavett-
vangi varðandi ræktun íslenska
hestsins fékkst árið 1994 með sam-
eiginlegri yfirlýsingu Halldórs
Blöndal, þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, og stjórnar FEIF. Þar var
því lýst yfir að félög innan vébanda
FEIF viðurkenndu ísland sem upp-
runaland íslenska hestsins og jafn-
framt skyldi stuðlað að því að farið
yrði eftir kynbótareglum og kyn-
bótadómum sem giltu á íslandi á
hverjum tíma. A hinn bóginn var af
hálfú íslands lýst yfir fullu trausti á
að félagar FEIF tryggðu áframhald-
andi ræktun islenska hestsins í sam-
ræmi við ræktunarmarkmið ís-
lenskra yfirvalda.
Þar sem Island er ekki aðili að
ESB hefur þessi yfirlýsing ekki
lagalegt gildi innan sambandsins.
Samkvæmt reglum ESB getur
hrossaræktarfélag innan EES, sem
uppfyllir skilyrði laganna um
fjölda kynbótahrossa til að ná sett-
um markmiðum í ræktuninni, feng-
ið viðurkenningu sambandsins og
landið þar sem félagið hefúr lög-
heimili verið samþykkt sem
38 - FREYR 13-14/99