Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1999, Qupperneq 17

Freyr - 01.12.1999, Qupperneq 17
skeiði með fljúgandi starti. Framtíð frá Runnum og Sveinn Ragnarsson eru með besta tíma sumarsins, 7,2 sek., sem náðist á KPMG móti And- vara, og Freymóður frá Efsta-Dal og Logi Laxdal voru með næst besta tímann 7,47 sek. á móti Sindra. Tímar annarra hrossa eru mjög jafiiir. Þessi keppnisgrein er afar vinsæl í útlöndum og hef ég áður stungið upp á því að hafa keppni i greininni á Tjörninni í Reykjavík á veturna þegar ís er nægilega traustur og hafa tónlist og ljósasýningar til að heilla áhorfendur. Brokk Heldur hefur hallað á brokk- keppni á undanfornum árum. Til dærnis er 800 metra brokk mjög sjaldséð keppnisgrein en á nokkr- um mótum var keppt í 300 metra brokki. Kristján Magnússon náði besta tíma sumarsins á Þór frá Varmadal í Hafnarfirði í gæðinga- keppni Sörla og fóru þeir félagar á 36,33 sek. Hinum megin landsins kom næst besti tíminn er Krákur frá Syðstu-Grund fór á 37,32 sek. með knapa sinn Hinrik M. Jónsson á móti á Vindheimamelum um versl- unarmannahelgina. Á sama móti fór Léttir frá Egg á 39,21 sek.með Ingu D. Ingimarsdóttur. Nari frá Hér spretta úr spori Vinurfrá Stóra-Fljóti, knapi er Stígur Sœland, og Sproti frá Arbakka, knapi erAníta Árnadóttir. Vinur var nánast ósigrandi í keppni i 350 metra stökki í ár. 800 metra stökk Lýsingur frá Brekku og Stígur Sæland ogTrausti frá Hvítárholti og Sigurður St. Pálsson kepptu um bestu tímana í 800 metra stökki á Veðreiðum Fáks og eru með fjóra bestu tíma ársins. Leiser frá Skála- koti og Sylvía Sigurbjörnsdóttir eru með fimmta og sjötta besta tímann. Lýsingur á besta tímann 62,06 sek. Það er athyglisvert að hestarnir voru stöðugt að bæta sig og náðu bestu tímunum á síðustu kappreið- um ársins, 3. október. Hér reyna Lýsingur frá Brekkum, knapi Stigur Sœland, og Trausti frá Svítárholti, knapi Sigurður St. Pálsson, rneð sér í 800 metra stökki. Þessir tveir kepptu um bestu tímana og var það Lýsingur sem hafði betur. Laugarvatni fór á 39,36 sek. í Hrís- holti á gæðingakeppni Loga og var knapi Bjarni Bjarnason. 300 metra stökk Á fáum mótum var keppt í 300 metra stökki. Bestu tímarnir komu á Verslunarmannahelgarmóti á Vindheimamelum og móti Snæfell- ings á Kaldármelum. Sproti frá Ár- bakka og Aníta Aradóttir náðu besta tíma sumarsins á móti um versl- unarmannahelgina á Vindheima- melum, 21,35 sek. Þau kepptu einnig töluvert í 350 metra stökki og náðu góðurn árangri á veð- reiðum Fáks. Kósi frá Efri-Þverá og Guðmar Þ. Pétursson fengu næstbesta tímann 21,65 sek. 350 metra stökk Vinur frá Stóra-Fljóti og Stígur Sæland voru nánast ósigrandi í 350 metra stökki á veðreiðum Fáks í Reykjavík í september og október og náðu besta tíma sumarsins, 24,77 sek. 12. september. Þeir voru með ljóra bestu tímana af sex mögulegum. Mozart og Anna C. Gros fóru hratt yfir á Hátíðardögum á Melgerðismelum og fengu næstbesta tímann, 24,8 sek. Vinur og Stígur voru með þriðja besta tímann. FREYR 13-14/99 - 17

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.