Freyr - 01.12.1999, Side 43
sem miði að því að meta væntanleg
áhrif og afleiðingar útflutnings á
erfðaefni. Stefnt er að því að svör
við þessum spumingum liggi fyrir
sem fyrst á árinu 2000.
Stofnverndarsjóður
Ný reglugerð um stofnverndar-
sjóð leit dagsins ljós um miðbik
ársins eftir allnokkra bið. Merkustu
breytingarnar voru þær að nú tak-
markast starfssvið Stofnverndar-
sjóðs ekki lengur við styrki og lán
til stóðhestakaupa heldur er kveðið
á um að heimilt sé að veita fé úr
sjóðnum til þróunarverkefna í
hrossarækt. Ennþá er möguleiki að
veita lán og styrki til stóðhesta-
kaupa en eingöngu í þeim tilfellum
þegar um einstaka úrvalsgripi er að
ræða og þá sérstaklega með tilliti til
þess að viðhalda erfðabreytileika í
stofninum, t.d. einstæðum litum
o.fl. Þá er einnig kveðið á um það
að ekki skuli gengið á höfuðstól
sjóðsins en vextirnir nýttir til þess-
ara verkefna.
Eftir að reglugerðin kom út var
auglýst efitir umsóknum og á des-
emberfundi stjórnar sjóðsins vom
síðan teknar ákvarðanir varðandi
úthlutanir. Umsóknir vegna stóð-
hestakaupa voru nokkrar en allar
þær eðlis, að mati stjórnar, að þær
væru ekki styrkhæfar. Umsókn um
þróunarverkefni í sæðingum frá
Hrossaræktarsamtökum Suðurlands
var hins vegar talin vel styrkhæf en
þar er eins og kunnugt er verið að
vinna að því að koma á laggimar
þjónustusæðingum og verið að þróa
og staðfæra aðferðir við tæknitekið
erfðaefni. Sérstök áhersla er lögð á
tilraunir með djúpfrystingu sæðis
sem er örugglega stórt atriði i því
að gera sæðingarnar að mikilvæg-
um valkosti. Djúpfrysting gæti ver-
ið öryggisatriði í sumum tilfellum,
hún myndu auðvelda dreifingu
sæðisins og ef farið verður út í fóst-
urvísaflutninga í meira mæli þá er
djúpfrysting sæðis eitt aðalatriðið
til að gera þá leið markvissa.
Annað verkefni sem Stofnvernd-
arsjóður styrkti var þróunarverk-
efni á vegum fagráðs til varðveislu
litförótta litnum. Þetta verkefni er
fyrst og fremst hugsað á þann veg
að hvetja einstaklinga til að koma
upp góðum litföróttum stóðhestum
og að fá inn í hinn virka hluta
hrossastofnsins sem allra flest
þeirra litföróttu hrossa sem til eru í
landinu. Þarna má segja að sé á
ferðinni klæðskerasniðið verkefni
fyrir Stofnverndarsjóð svo að vísað
sé til nafns sjóðsins, enda litförótt i
útrýmingarhættu og um verndun
erfðabreytileika að ræða.
Upprunaland
íslenska hestsins
Enginn, sem til þekkir, velkist í
vafa um að upprunaland íslenska
hestsins er Island en það er þó ekk-
ert sjálfgefið að slík skilgreining
verði opinberlega viðurkennd á al-
þjóða vettvangi í framtíðinni, verði
ekkert að gert. Gríðarlega mikil-
vægt er að Island verði formlega
viðurkennt sem upprunalandið en
lykilatriði til þess er að við getum
sýnt fram á með óyggjandi hætti að
við höldum tryggilega um grunn-
gögnin um uppruna íslenska hests-
ins. Besta skilgreiningin á hrein-
ræktuðum íslenskum hesti er: Hest-
ur sem hægt er að rekja alla forfeð-
ur af til íslands. Fagráð ályktaði á
árinu um brýna nauðsyn þess að
koma þessu máli í höfh. Lykilinn að
þessu töldu menn vera að gera Feng
að íjölþjóða miðlægum gagna-
grunni fýrir íslensk hross. Samhliða
þessu þarf að vinna að setningu
reglugerðar um þessi mál hjá land-
búnaðarráðuneyti og að afla þessar-
ar reglugerðar viðurkenningar er-
lendis hjá þeim þjóðum sem rækta
íslenskan hest. Þessi vinna er kom-
in á fullan skrið og þetta mun áreið-
anlega vera helsta baráttumál okkar
á næstu árum.
Ræktunarmaður ársins
Útnefning ræktunarmanns ársins
er án efa eitt af skemmtilegri
skylduverkum fagráðs á ári hverju.
Fyrirkomulagið er með þeim hætti
að kynbótanefnd fagráðs setur upp
lista með 5-10 ræktunaraðilum sem
i hafa skarað fram úr á árinu eða átt
athygliverða spretti um árabil.
Þennan lista, ásamt rökstuðningi,
fær fagráð síðan til umtjöllunar og
ákvarðanatöku í framhaldi af því. í
ár lá fyrir eftirfarandi listi með til-
nefningum (í stafrófsröð):
Brynjar Vilmundarson, Feti, fyrir
| mjög góðan árangur í hrossarækt
nú í fleiri ár samfleytt, með margt
feikilega góðra hrossa á sýningum í
ár.
Gunnar Arnarsson og Kristbjörg
Eyvindsdóttir, Auðsholtshjáleigu,
fyrir ffábæran árangur í hrossarækt
| á skömmum tíma og feikna sterkan
hóp ungra hrossa á sýningum í ár.
Gunnar Dungal og Þórdís Sigurð-
ardóttir, Dallandi, fyrir góðan árang-
ur í hrossarækt með lítið bú sem
skilar ffábærum einstaklingum.
Jóhann Þorsteinsson og Sólveig
Stefánsdóttir, Miðsitju, fyrir góða
frammistöðu um árabil, auk mjög
j athygliverðra stóðhesta á þessu ári.
Jón Bergsson og Bergur Jónsson,
| Ketilsstöðum, fyrir góðan hóp
ræktunarhrossa á þessu ári, auk
samfelldrar árangursríkrar ræktun-
arsögu um árabil.
Kirkjubæjarbúið fyrir mjög at-
hyglisverða unga stóðhesta í ár auk
góðrar frammistöðu til fleiri ára.
Skafti Steinbjörnsson og Hildur
Claessen, Hafsteinsstöðum, fyrir
árangur í hrossarækt um árabil þar
sem komið hafa fram á ári hverju
mjög athyglisverðir einstaklingar
Það er skemmst frá því að segja
að einróma samkomulag var um að
velja Gunnar Arnarson og Krist-
björgu Eyvindsdóttur í Auðsholts-
hjáleigu sem ræktunarmenn ársins.
Fleiru mætti segja frá af vettvangi
fagráðs 1999, svo sem gæðavottun,
örmerkingar, landsmót 2000 o.fl.
en þetta verður látið duga að sinni
enda of langt mál að telja upp öll
verkefni sem þar berast inn á borð.
Hitt er annað að öflugt og áræðið
fagráð er hrossaræktinni mjög
mikils virði, það sýnir reynslan.
FREYR 13-14/99 - 43