Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 13
Besti árangur í kappreiðum sumarið 1999 Búnaðarblaðið Freyr birti í janúarblaðinu 1999 töflur yfir besta árangur knapa og hesta í nokkrum keppnisgreinum frá helstu mótunum á Islandi fyrir árið 1998 og aftur er haldið af stað og litið á innanlandsmót sumarsins. Þrátt fyrir tölvuvæðingu víða hefúr reynst erfitt að hala inn úrslit allra helstu mótanna. Því er ekki hægt að taka með árangur íslenskra knapa í útlöndum. Ljóst er að mik- ið átak þarf til að koma skráningu á árangri knapa og hesta í lag. Það hlýtur að vera krafa eigenda, knapa og umsjónamanna hesta að upplýs- ingar um árangurinn séu aðgengi- legar. Einnig er ljóst að erfitt er að fylgja eftir reglum Landssambands hestamannafélaga um lágmarks- árangur knapa á íslandsmótum ef þessar einkunnir eru ekki við hendi. Leitað var til formanna hesta- mannafélaga um upplýsingar og tóku þeir allir ljúfmannlega í það mál, en því miður voru upplýsingar glataðar óvenju víða. Hér er tekinn saman árangur knapa og hesta í helstu keppnis- greinum, hvort sem er í forkeppni eða úrslitum á helstu innanfélags- stórmótunum. Stærst móta sumars- ins er auðvitað heimsmeistaramótið í Þýskalandi en þar sem miðað er eingöngu við árangur innanlands eru tölur frá heimsmeistaramótinu ekki með í þessari upptalningu þó svo að það geti virst ósanngjarnt. Einkunnir liggja misjafnlega hátt. I A- og B-flokki gæðinga er svipaður fjöldi hesta og í fyrra með aðaleink- unn 8,60 eða meira, en einkunnir knapa virðast hafa hækkað töluvert frá árinu áður í íþróttagreinunum. Einungis sex knapar voru með 8,00 eða meira í einkunn fyrir tölt á árinu 1998 en 25 á árinu 1999. Einkunnum knapa með 7,00 eða meira fjölgaði úr 16 i 45 í ijórgangi og úr 5 í 24 i fimmgangi. Hugsanlega er hægt að skýra hluta fjölgunarinnar með því að fleiri mót séu í pottinum nú en í fyrra. Á móti kemur að tímar í 150 metra skeiði eru slakari en í fyrra. Sex sinn- um fór hestur undir 14,00 sek. í 150 metra skeiði sumarið 1998 en ein- ungis einu sinni síðastliðið sumar. 1 250 metra skeiði er staðan svipuð, örlítið lakari þó en því má ekki gleyma að Gordon frá Stór -Ásgeirsá og Sigurbjöm Bárðarson settu glæsilegt heimsmet í greininni á HM, 21,16 sek. í stökkgreinunum er ástandið misjafnt, betri tímar í 300 og 800 metra stökki en verri tímar í 350 metra stökki. Á þessu sumri kom fram töluvert af nýjum hrossum sem eiga eftir að sjást í keppni á næstu árum. í töflunum yfir besta árangur knapa og hesta, sem fylgja, er nafn félags hestsins í nefnifalli en nafn á félagi sem knapinn keppir fyrir í þolfalli. A-flokkur gæðinga Ormur frá Dallandi, sýndur af Atla Guðmundssyni, fékk hæstu aðaleinkunn A-flokks gæðings á ár- inu 1999. Hann var sýndur á MR móti Fáks, sem stendur fyrir Hvíta- sunnumóti og fékk þar geysilega háa einkunn, 8,95. Ormur vakti töluverða athygli á landsmótinu á Melgerðismelum árið 1998 og svo aftur í kynbótahrossasýningu í Gunnarsholti í vor en sló svo alvar- lega í gegn hjá Fáki. Næstur honum kemur Kjarkur frá Ásmúla, sýndur af Þórði Þorgeirs- Ormurfrá Dallandi, sem fékk hœstu aðaleinkunn íA-flokki gœðinga, lœtur Ijós sitt skína á kynbótasýningunni í Gunnarsholti. Knapi erAtli Guðmundsson. FREYR 13-14/99 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.