Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 29

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 29
Ólafur hugar að sáðfrumum í smásjársýnum sem tekin voru úr enda aukaeista. Rúmlega þriðjungur umgfolanna reyndist kynþroska. veturgamlir folar fyljað hryssur. Með markvissara ræktunarstarfi aukast kröfur um að dregið sé úr tíðni slysafanga. Því er lagt til, á grundvelli niðurstaðna þessarar athugunar, að lagaákvæði um vörslu graðpenings verði tekin til endurskoðunar á þann veg að skylt verði að hafa stóðhesta í öruggri vörslu frá 12 mánaða aldri í stað 16 mánaða nú. Má telja slíka breyt- ingu eðlilega þróun vegna breyttra búskapar- og ræktunarhátta hér á landi. Tilvísanir 1. Lög um búfjárhald, forðagæslu o.fl. nr. 46/1991, með síðari breytingum. Stjórnartíðindi, B- deild. 2. Ólafúr R. Dýrmundsson (1994). Reproduction of Icelandic hors- es with special reference to sea- sonal sexual activity. Búvísindi 8, 51-57. 3. Ólafúr R. Dýrmundsson (1972). Studies on the attainment of pu- berty and reproductive perform- ance of Clun Forest ewe and ram lambs. Ph. D. Thesis, University of Wales U.K., 314 pp. 4. Ólafúr R. Dýrmundsson (1972). Puberal development of Clun Forest ram lambs in relation to time of birth. Journal of Agri- cultural Science, Cambridge 79, 83-89. 5. Ólafur R. Dýrmundsson (1978). A note on sexual development of lcelandic rams. Animal Production 26, 335-338. 6. Ólafur R. Dýrmundsson, Pétur Sigtryggsson og Stefán Sch. Thorsteinsson (1981). Seasonal variation in testis size of Ice- landic rams. íslenskar land- búnaðarrannsóknir 13 (1-2), 55- 60. 7.R. D. Frandson (1975). Anatomy and physiology of farm animals, second edition. Lea & Febiger, Philadelphia, U.S.A., 494 pp. Eyðni íAfríku Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni, WFIO, býr 70% af fólki, sem smitast af HlV-veirunni sem veldur eyðni, í Afríku sunnan Sahara. Af bömum sem sýkjast af eyðni búa 90% á þessu svæði. Af fólki sem dáið hefúr úr sjúkdómnum ffá því hann kom ffam á sjónarsviðið bjó 83% í þessum heimshluta og 95% afbömum. Hins vegar býr einungis 10% jarðarbúa á þessu svæði. Fjöldi Affíkubúa sem smitast hef- ur af HlV-veirunni ffá upphafi er 33 milljónir. Fjöldi smitaðra Afríkubúa nú er 21,5 milljón. Fjöldi látinna er 11,5 milljón, þar af er fjórðungurinn börn. Arleg dauðsfoll af völdum eyðni í sunnanverðri Afríku er um 2 milljónir, eða um 5.500 á dag. Ný HlV-smit á þessu svæði árið 1998 em áætluð 4 milljónir. (World ofWork, tímarit Alþjóða vinnumálasambandsins, nr. 31/1999). Barnaafmæli Margar góðar hugmyndir um at- vinnusköpun í sveitum hafa kom- ið fram eftir að þrengjast fór um í hefðbundnum búgreinum. Ein hin nýjasta er frá Noregi og er sú að boðið er upp á að halda barna- afmæli á sveitabæ. Þar fá börnin, auk veitinga, að hoppa og hamast í hlöðunni og heilsa upp á kýrnar. Hugmyndina að þessu á Brita Skallerud bóndakona á Randby gárd í Klöfta og hlaut verðlaun fyrir hana, en hún hefur boðið upp á þessa þjónustu í eitt og hálft ár. Af öðrum sem bjóða upp á þessa þjónustu í Noregi eru McDonalds veitingastaðirnir og þykir hlööuafmæli snjall valkostur við hliðina á þeim möguleika. (Bondebladet nr. 50-51/1999). FREYR 13-14/99-29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.