Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 36

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 36
an er einfaldlega sú að allt sem finnst er notað. Þetta er frábrugðið því sem þekkist t.d. hjá kúm en þar getur fjöldi fósturvísa farið upp í 10-15 úr hverri skolun og það gefur möguleika á að velja úr þá bestu.) Innlögnin er framkvæmd þannig að dýralæknir færir pípuna í iófa sér inn leggöng hryssunnar að leg- hálsopi. Pípunni er síðan stýrt varlega og ýtt þar til endi hennar er kominn inn fyrir leghálsinn. Þá er dælt úr stráinu og pípan dregin til baka. Talið er ákaflega mikil- vægt að þessi hluti aðgerðarinnar takist fljótt og vel. Ef leghálsinn opnast of mikið eða verður fyrir ertingu er hætt við að starfsemi legsins truflist og fósturvísinum verði hafnað. Við útskolun og innlögn voru hryssurnar skorðaðar í skoðunar- bás. Allar gjafahryssurnar og sumar fóstrur fengu lágan skammt af róandi lyfi fyrir aðgerðina en voru ekki deyfðar á annan hátt. Fóstrunum var gefið lyf sem hamlar gegn myndun prostagland- ína skömmu fyrir aðgerðina, en hætta er talin á að erting legháls- ins komi af stað myndun prost- aglandína í legi og eyðingu gul- bús á eggjastokkum. Eftir útskol- un var gjöfunum gefið prostag- landín lyf til að eyða gulbúi og koma af stað nýju gangamáli. Þetta er talið heppilegt til að örva samdrátt og hreinsun legsins eftir skolunina. Að mati undirritaðs gengu að- gerðirnar vel og áfallalaust og ekki var hægt að greina að hryss- urnar tækju þær nærri sér. Útskol- unin veldur í mesta lagi vægum ónotum þær 15-30 mínútur sem á henni stendur og hið sama má segja um innlögnina sem þó tekur enn skemmri tíma eða aðeins fáar mínútur. Eina teljandi áhættan við fósturvísaflutninga með þessari aðferð er samfara ómsjárskoðun- um við tímasetningu eggloss. Nauðsynlegt getur verið að skoða einstakar hryssur daglega í allt að 6 daga í þessu sambandi þó að flestar sleppi með 3-4 skipti. Niðurstöður Af 17 hryssum sem samstilltar voru sem gjafar tókst að halda 11. Tvær hryssur gengu ekki (höfðu ekki egglos) og 4 hryssur höfnuðu stóðhesti þrátt fyrir að egglos væri staðfest við ómsjárskoðun. Af þeim 11 hryssum sem voru skolaðar fengust fóstur- vísar úr 7 hryss- um. Þar af skil- uðu tvær hryssur tveimur fóstur- vísum hvor. Fundnir fóstur- vísar urðu því samtals 9. Fósturvísunum 9 var komið fyrir í 9 fóstrum. Hinn 5. júlí voru þess- ar hryssur fyl- skoðaðar með ómsjá og voru þá liðnir 9-12 dagar frá innlögn fósmrvísa (aldur fóstur- vísa þ.a.l. 16-20 dagar). 7 af 9 reyndust fylfullar. Umræða Óhætt er að segja að árangurinn af tilrauninni hafi verið góður þegar á heildina er litið. Einna helst olli það vonbrigðum að ekki skyldi takast að halda nema 11 af 17 hryssum eftir samstillingu. Getgátur voru uppi um neikvæð áhrif veðurs, fóðrunar og innistöðu sem skýringu þess að tvær af hryssunum komust aldrei „í gang“. Hitt er e.t.v. óskylt vandamál að nokkrar unghryssur höfnuðu stóð- hesti og virtust ekki vera i látum þrátt fyrir að ómsjárskoðun sýndi eðlilegan þroska eggbús og egglos. Við slikum vanda mætti hugsan- lega sjá með sæðingu. 7 af 11 skiluðu fósturvísum eða 64%. sem er heldur lægra hlutfall en vonast er eftir. Erlendar rann- sóknir og reynsla sýna að vonast má eftir 70-80% árangri við útskolun. í fyrri hluta tilraunarinnar 1997 var árangurinn 7 af 10. Af 9 fósturvísum sem fluttir voru virtust 7 hafa lifað af flutninginn og 36 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.