Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 7
Island er fyrirmyndin Viðtal við Clive Phillips, formann skýrsluhaldsnefndar FEIF Clive Phillips er einn margra útlendinga sem fallið hafa fyrir íslenska hestinum. Hann er fæddur og uppalin í ná- grenni Aberdeen í Skotlandi og þar hefur hann, ásamt unnustu sinni, Liz Greaves, komið sér upp skemmtilegri aðstöðu til að halda hross og sauðfé, en að atvinnu er hann lögfræðingur á landbúnaðar- sviði. Clive hóf hestamennsku sína á stórum hestum en kynntist þó ís- lenska hestinum líttilega á unga aldri. Undirrituð hitti Clive að máli fyrir skemmstu og spjallaði við hann um íslenska hestinn og út- breiðslu hans um heiminn. „Ég komst fyrst í kynni við ís- lenska hestinn sem barn þegar ég aðstoðaði við reiðskóla á heima- slóðum mínum, en þar var að finna hesta sem landeigandinn hafði flutt inn í samvinnu við Gunnar Bjarnason. Ég hafði eingöngu áhuga á stórum hestum og hindr- unarstökki, en það breyttist allt um miðjan níunda áratuginn þegar ég missti hindrunarstökkshestinn minn, sem fékk spatt, svo kald- hæðnislegt sem það nú er í ljósi mikillar spattumræðu í tengslum við íslenska hestinn. Þá fór ég yfir í íslensku hestana og hef ekki litið til baka síðan, og ætla mér ekki. Við fengum svo gesti frá Hollandi, þar á meðal hina þekktu hestakonu Maaike Burggrafer, og þar held ég að áhuginn hafi kviknað fyrir al- vöru. Ég keypti ungan íslenskan hest, með aðstöð og ráðgjöf Món- iku Pálsdóttur á Kröggólfsstöðum, og þar hófst sagan. Landeigandinn hér hætti svo með íslensku hestana árið 1987 og ég keypti af honum einn stóðhest og tvær hryssur sem mynduðu grunninn að minni hrossarækt.“ Þrjú sumur í Borgarfirði Clive sá fljótt að til að kynnast ís- lenska hestinum þyrfti hann að komast til íslands og þrjú sumur vann hann hér hjá íslenskum hrossabændum. „Ég fór til íslands árið 1986 í fyrsta skipti og varð mjög hrifin. Þá áttaði ég mig á því að ég yrði að vera eitthvað á íslandi til að læra al- mennilega á íslenska hestinn og umhirðu hans. Á þeim tíma var ég í háskólanámi og átti löng sumarfrí svo að ég skrifaði til Eiðfaxa og bað þá um að hjálpa mér að finna sum- arvinnu á íslandi. í framhaldi af því fékk ég vinnu á Báreksstöðum í Borgarfirði og var svo þijú sumur við vinnu á íslandi, síðar í Stangar- holti og svo á Hvítárvöllum. Ég lærði eitthvað nýtt á hverjum stað, bæði hvað hestana varðar og lífið sjálft. Þessi reynsla mín kom mér mjög til góðs og hefur hjálpað mér í siðar í lifinu.“ Þú ert ekki bara hrossabóndi, þú ert sauðfjárbóndi líka. Hvað kemur til? „Ja, ætli áhugi minn á sauðfé hafi ekki komið upp úr íslandsdvölinni líka. Ég var hrifinn af þeim sterka félagslega anda sem þekkist í dreif- býlinu á Islandi og vinátta fólks var mér mikils virði. Einnig hafði ég mjög gaman af því að hjálpa fólki og taka þátt í heyskap, smala- mennsku o.s.frv. Ætli ég hafi ekki staðið frammi fyrir því vali að loknu háskólanámi að fara annað hvort til Islands og vinna við bú- skap eða vera í Skotlandi og starfa sem lögfræðingur. Ég kaus að halda FREYR 13-14/99 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.