Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1999, Page 25

Freyr - 01.12.1999, Page 25
Sýn ingarhaldið í hrossaræktinni 1999 Þátttaka Á árinu komu allnokkru færri hross til dóms en hin seinni ár. Alls voru þetta 1134 dómar þar af 979 fullnaðardómar. Þetta er mun færra en var metárið 1994 þegar hálft annað þúsund hrossa kom til dóms. Skýringar á þessu eru líklega helst- ar þær að um svokallað milliár er að ræða en ávallt hafa heldur færri hross komið til dóms þau ár sem ekki er landsmót eða fjórðungsmót í hrossmörgum landshluta. Þá má leiða líkur að því að enn gæti áhrifa hinnar illvígu hitapestar í hrossum sem dró svolítið kjarkinn úr mönn- um tímabundið. Þá virðist það vera að ákveðnara val á hrossum eigi sér stað inn á sýningar nú en áður. Það er áreiðanlega vegna þess að fólk er betur með á nótunum um það út á hvað kynbótadómarnir ganga og sér ekki tilgang í að eyða miklu fé í undirbúning á lélegu hrossi fyrir sýningu. Það er í sjálfu sér slæmt ef sá grunnur upplýsinga sem kynbóta- starfið byggir á minnkar hlutfalls- lega, þ.e. færri hross komi til dóms árlega. Sérstaklega er það vegna þess að það er kynbótastarfinu mik- ilvægt að fá einnig upplýsingar um lélegri hluta hrossanna. Þetta er hins vegar ekki mikið áhyggjuefni ef það eru lélegustu hrossin sem koma ekki til dóms og þessi lélegu hross eru í kjölfarið útilokuð úr ræktuninni. Ef þessi ódæmdu og lé- legu hross eru aftur á móti sett í ræktun er fjandinn laus. Trú min er sú að þetta sé einhvers konar milli- bilsástand af mörgum ástæðum og að á næsta ári fjölgi aftur enda stendur þá mikið til með dýrindis landssýningu í höfuðborginni. Alls voru haldnar 16 kynbótasýn- ingar víðsvegar um landið, auk sýn- ingar sem haldin var í Þýskalandi eftir Ágúst Sigurðsson, hrossa- ræktar- ráðunaut BÍ sem forskoðun fyrir heimsleika. Af stórviðburðum ársins má nefna að Fjórðungsmót var haldið á Austur- landi þar sem komu ffam ffemur fá en góð hross, auk þess sem ffábærir heimsleikar íslenskra hrossa voru haldnir í Þýskalandi með glæsilegri kynbótasýningu. Þar rann upp fyrir mörgum það ljós að kynbótasýn- ingar eiga svo sannarlega heima á heimsleikum eða hvað væri lands- mót á íslandi án kynbótahrossa? Starfsmenn Sýningarhaldið er án efa þunga- miðjan í hinu opinbera ræktunar- starfi í hrossarækt og það verður ekki framkvæmt nema til komi fjöldinn allur af hæfu starfsfólki. Sýningastjórar, tölvuritarar, dómar- ar, mælingamenn, fótaskoðunar- menn og þulir. Allt er þetta nauð- synlegt fólk til þess að sýningarnar gangi snurðulaust, því tímapressan, taugaspennan og mikilvægi dóms- ins á hverju hrossi gerir það að verkum að ekkert má fara úrskeiðis. Líklega er þessu öðruvísi farið í hrossadómum en í dómum á öðru búfé vegna þess að einstaklingurinn sjálfur getur verið svo gífurlega verðmætur. Vel gekk að manna sýningarnar og ágætlega tókst að halda góðu skipulagi og tímasetningum enda flestir þeir, sem við sýningar ársins störfuð, í góðri æfingu. Eitt atriði var þó ekki í nægilega góðu lagi en það var tölvuvinnslan en þar urðu oft á tiðum þreytandi tafir vegna lé- legs símasambands eða frosinna tölva hér og þar. Sýnendur urðu í fæstum tilfellum varir við þetta vandamál en starfsfólk sýninganna mjög áþreifanlega. Hér er um tæknilegt atriði að ræða sem krefst úrlausnar fyrir næstu vertíð, en á rætur sínar að rekja til hins eilífa vandamáls, auraleysis. í Hrossaræktinni II 1999 má finna upplýsingar um starfsmenn allra sýninga. Rétt er að minna á að upplýsingar þær sem birtast í því riti má einnig nálgast auðveldlega á heimasíðu hrossaræktarinnar á vef Bændasamtakanna www.bondi.is . Eins og sátt hefur skapast um voru dómnefndir skipaðar þremur dóm- urum sem störfuðu saman og virð- ist þetta kerfi vera farsælt. Dómarar eru ágætlega sáttir við að starfa á þennan hátt og vinnutilhögunin orðin á margan hátt mjög kerfis- bundin. Lögð var áhersla á það að byggingardómar færu fram í skjóli fyrir vatni og vindum innandyra þar sem því var við komið og reyndist það mjög vel. Á árinu störfuðu fjór- ir dómarar sem formenn dóm- nefnda og skiptu með sér þessum 16 sýningum. Heppilegt kerfi sem miða ber að er að innan ársins starfi 3-4 dómnefndarformenn sem hver um sig nái að dæma 300-500 hross. Þannig náist góð æfing og nauðsyn- leg samhæfing og samræming milli og innan dómnefnda. Niðurstöður Útkoma ársins var ágæt hvað varðar meðaltöl og dreifingu. Með- altöl liggja svipað og undangengin ár fyrir flesta eiginleika nema hvað Framhald á bls. 47 FREYR 13-14/99 - 25

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.