Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 35

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 35
Fósturvísaflutningar milli hryssna Þróunarverkefni við Hólaskóla - seinni hluti Formáli í júní 1997 hófst tilraun við Hóla- skóla á flutningi fósturvísa milli hryssna. Áætlun gerði ráð fyrir tveggja ára verkefni þ.e.a.s. að til- raunin yrði endurtekin eða henni fram haldið vorið 1998. Faraldur sá er fór um landið 1998 kom hins vegar í veg íyrir að það yrði mögu- legt. Því var ákveðið að fresta seinni hluta verkefnisins fram á vorið 1999. Varðandi fyrri hluta til- raunarinnar skal hér að mestu vísað til greinar sem birtist í Frey 1 tbl. 1999, bls 31-33, höf. Guðrún J. Stefánsdóttir og Vilhjálmur Svans- son. Inngangur Eins og fyrr segir gerði upphafleg áætlun ráð fyrir að tilraunin yrði tvítekin. Miðað var við að nota sömu aðferðir bæði árin. Tilgangur tvítekningarinnar var fyrst og ffemst sá að ná þeim fjölda hryssna sem gæfi niðurstöðunum traustan grunn. Takmarkað er hversu stóran hóp hægt er að vinna með í hvert sinn. Auk þess var ljóst að endur- tekning yrði afar jákvæð fyrir upp- byggingu verkþekkingar og reynslu á þessu sviði. Vorið 1999 var hins vegar tekin sú ákvörðun að nota aðra aðferð við að koma fósturvísi fyrir í legi „fóstranna“. Um er að ræða aðferð þar sem fósturvísinum er komið fyrir i platststrái og síðan dælt með grannri pípu inn fyrir legháls hryssunnar. Árið 1997 var notuð aðferð þar sem fósturvísinum er komið fyrir með kviðarholsskurði. Ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að skipta um aðferð voru nokkrar. Þróunin er í fúllum gangi á þessu sviði og fféttir bárust af því að erlendir aðilar væru í auknum mæli farnir að nota slíkar aðferðir með batnandi árangri. M.a fór undirritaður í nóv. 1998 og kynnti sér þessi mál við háskólann í Fort Collins, Colorado USA. Þar á bæ voru menn óðum að hverfa frá skurðaðgerðinni. „Nýja aðferðin“ er á margan hátt mun fýsilegri kostur. Fyrst og fremst fylgir henni minni áhætta, álag og sársauki fyrir hryssurnar og í öðru lagi sparast mikill launa-, efnis- og lyfja- kostnaður. Að öllu samanlögðu þótti ljóst að framtíðin hlyti að liggja í þessari aðferð og því skyn- samlegast að reyna hana strax hér- lendis. Framkvæmd A. Samstilling Lagt var upp með hóp 36 hryssna, þar af 17 væntanlega gjafa og 19 fóstrur. Hryssurnar voru samstilltar með hormóna- gjöf, fylgst var með egglosi og það tímasett með sónarskoðunum og gjöfunum haldið á réttum tíma. Þessi fyrri hluti var unninn á sama hátt og í tilrauninni 1997 og skal eigi lýst frekar hér, heldur vísað til lýsingar í fyrrnefndri grein i 1. tbl. Freys 1999. Eini munurinn var sá að prógesterón mælingum var sleppt. B. Útskolun 7-8 dögum eftir staðfest egglos gjafahryssna var leg þeirra skolað til að ná þaðan hugsanlegum fóst- urvísi. Aðferðin sem beitt var, var sú sama og 1997 en til glöggvunar fyrir lesendur skal henni lýst hér í fáum orðum. Byrjað er á að þræða inn fyrir legháls hryssunnar sérstakan hollegg úr plasti. Þegar leggurinn er kominn inn fyrir leg- hálsopið er þar til gerð blaðra utan um enda leggsins blásin upp og liggur hún þá við innra leghálsop- ið. Næsta skref er að láta renna inn í legið sérstakan skolvökva. Magn vökvans fer eftir stærð legs- ins en vökvinn er látinn renna þar til legið er fullt. Að meðaltali fara 700-1000 ml í legið i einu. Þegar legið er orðið fullt er vökvinn lát- inn renna til baka út í gegnum legginn og gegnum sérstaka síu sem hleypir ekki fósturvísum gegnum sig. Þessi skolun er fram- kvæmd alls þrisvar sinnum hvað eftir annað. Þegar útskolun er lok- ið er sá vökva sem eftir situr í sí- unni settur í skál og leitað að fóst- urvísi undir víðsjá. C. Flutningur Finnist fósturvísir er næsta skref að skola hann eftir sérstakri aðferð sem ekki verður lýst hér. Að því loknu er fósturvísirinn dreginn upp í plaststrá og er þá tilbúinn til flutnings. Plaststráinu er komið íyrir í sæðingarpípu og þá er allt klárt fyrir innlögn í fóstru. (Eftir að fósturvísir finnst undir víðsjánni er ekki eytt miklum tíma eða orku í að meta útlit hans, aldur og lífvæn- leika. Hjá hryssunum er það und- antekning ef fleiri en einn fóstur- vísir næst úr hverri skolun og regl- FREYR 13-14/99 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.