Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 4

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 4
Vanda þarf til allra þátta í hrossaræktinni Viðtal við Kristin Guðnason, formann Félags hrossabænda Kristinn Guðnason, hrossa- bóndi á Skarði, hefur lengi verið virkur í málefnum hrossabænda en hann var kjörinn formaður Félags hrossabænda árið 1998. Kristinn fæddist í Reykjavík en er uppalinn á Skarði. Foreldrar hans eru Sigríður Theodóra Sæ- mundsdóttir húsffeyja á Skarði og Guðni Kristinsson ífá Skarði. Krist- inn hefur rekið þar hrossabúskap en rekur nú hrossabú og tamningastöð í Árbæjarhjáleigu. Kristinn á sex börn, fjögur með Fjólu Runólfs- dóttir frá Brekku í Þykkvabæ, einn son og þrjár dætur, og tvær dætur með Marjolyn Tiepen. Við spyrjum Jýrst um helstu hags- munatnál greinarinnar um þessar mundir. „Það má segja að þau séu fólgin í öllu því sem við kemur hesta- mennsku. Okkur finnst það t.d. mikið hagsmunamál að auka kröfur um gæði á öllum sviðum. Þá hljót- um við að byrja á undirstöðunni, þ.e. ræktuninni. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því ræktunar- starfi sem nú er unnið en stór hópur hrossa stendur utan við hefðbundið ræktunarmarkmið. Þessi hross eru bara til og eru engum til gagns. Ég held að þetta tefji mjög mikið fyrir greininni. Það er stefna Félags hrossabænda að menn vandi mjög til allra þátta er varða greinina og afsetji óarðbær hross. Mér finnst að þegar menn eru að tala um offfam- boð á hrossum séu menn ekki að gera það í réttu samhengi. Ég er sammála því að það er of mikið af hrossum hér sem henta engum og hæfa engum en það er alls ekki til of mikið af góðum hrossum. Við þurfum síðan að vanda okkur enn betur en við höfum gert við meðhöndlun og tamningu hross- anna. Góð aðstaða hefur víða verið byggð upp fyrir slíkt, bæði hjá bændum og hestamannafélögum, og það er gleðilegt fyrir greinina að í fáar íþróttagreinar eða áhugamál hafa verið lagðir jafnmiklir fjár- munir og í hestamennskuna af ein- staklingum. Þetta þarf að nýta bet- ur. I framhaldi af því ætti arðsemin að aukast en hún er alltof lítil í dag. Markaðsstarfið er náttúrulega mjög mikilvægur liður í því en það verð- ur að byggja á góðum grunni.“ Ef við höldum okkur aðeins áfram við markaðinafyrir hross, þá hefur Þýskalandsmarkaðurinn minnkað töluvert. Hver er ástœöan fyrir því og eru einhverjir aðrir markaðir að opnast í staðinn? „Flvað varðar Þýskalandsmark- aðinn, sem hefur verið eitt okkar helsta viðskiptaland frá upphafi, þá eru ástæðurnar margar. Til að mynda eru komnir öflugir hrossa- ræktendur þar í landi sem rækta ágæt hross. Annað sem hefur valdið þessu er umræða um sumarexem, en talið er að það herji frekar á hesta sem fluttir eru frá íslandi heldur en íslenska hesta sem eru fæddir í Þýskalandi. Svo virðist vera að þegar hitasóttin kom upp fyrir tæpum tveimur árum og út- flutningur stöðvaðist hafi þýskir hrossaræktendur fengið það forskot sem þeir þurftu til að markaðssetja fjölskylduhesta því eftir að útflutn- ingur hófst að nýju hefur mjög lítið af Qölskylduhrossum farið til Þýskalands. Og þrátt fyrir að mjög vel hafi gengið hjá okkur á Heims- leikunum í Þýskalandi í sumar virð- ist það ekki hafa hjálpað. Efnahags- ástandið í Þýskalandi hefur einnig verið slæmt og umræðan um tolla- mál einnig skaðað útflutninginn en þar eru lögreglumál í gangi. Þetta hefur valdið þvi að útflutningur þangað, sem fór hæst í um 1300 hross á ári, er nú aðeins á fimmta hundrað hross. Það ber þó að taka fram að bestu hrossin seljast þó enn til Þýska- lands, bæði keppnishross og góð kynbótahross. Við erum hins vegar alltaf að reyna að leita nýrra markaða og nú litum við mjög björtum augum til Bandaríkjanna. Ég geri mér hins vegar fyllilega ljóst að það er erfið- ur markaður og við þurfum að leggja á okkur mikla vinnu og íjár- útlát áður en hann verður stór út- flutningsmarkaður. Þar þurfum við bæði að fást við miklar fjarlægðir og sterka hestahefð í Bandaríkjun- um sem tengist kúrekunum. Ef það tekst hins vegar vel að bjóða fram alvöru íslenska gæðinga þá held ég að góðir hlutir gætu gerst. Þangað hafa ekki farið mörg hross ennþá en því fleiri sem þau verða, því sterk- ari verðum við. Önnur lönd en Þýskaland hafa hins vegar haldið sinu og útflutn- ingur hefur aukist til nokkurra landa, t.d. Danmerkur. Svíþjóð er nú orðið okkar aðalviðskiptaland og Finnland er að sækja sig. Fleiri lönd mætti telja.“ Fyrst menn hafa hafið ræktun á íslenska hestinum í Þýskalandi, gæti það þá ekki alveg eins gerst víðar? „Það getur alveg gerst og á í raun að gerast því ræktunin eykur áhug- ann. Þýsku ræktendurnir hafa átt 4- FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.