Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 39

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 39
lsland er upprunaland íslenska hestsins. (Ljósm. Jón Eiríksson, Búrfelli). „Upprunaland íslenska hestsins“. Hér má geta þess að upprunaland Lipizzaner hestsins er Belgía. Annað dæmi miklu fáránlegra er að upprunaland norska Fjarðar- hestsins er Holland og eru norsk yfirvöld nú að vinna í því að fá þetta leiðrétt. Skilyrði fyrir viðurkenningu Til þess að ísland fái viðurkenn- ingu sem upprunaland íslenska hestsins verða íslensk yfirvöld að taka að sér eftirtalda þætti: a að setja reglur um færslu ætt- bóka og skráningu kynbóta- hrossa. Þetta yrði auðveldast að leysa með því að landbúnaðar- ráðuneytið setti reglugerð þar sem fram kæmu reglur um eftir- talin meginatriði: 1. Opinber viðurkenning á fram- kvæmdaraðila (Sjá ný Búnaðar- lög) 2. Skráningar (Veraldarfengur) 3. Merkingar (Örmerkingar, ffost- merkingar) 4. Framkvæmd kynbótadóma 5. Markmiðslýsing kynbóta 6. Fáein atriði sem ekki verða talin upp hér. b) að bera ábyrgð á miðlun stað- festra upplýsinga um uppruna kynbótahrossa og reyndar allra íslenskra hrossa sem færð eru í Veraldarfeng til aðildarfélaga eða samtaka sem fá viðurkenn- ingu fyrir ræktun íslenska hests- ins. c) að í Veraldarfeng fari eingöngu hross úr ættbókum félaga eða samtaka sem hafa fengið opin- bera viðurkenningu yfirvalda viðkomandi lands. Sem grundvöll íyrir viðurkenn- ingu á að ísland verði upprunaland íyrir íslenska hestinn verða eftirtal- in gögn lögð fram: 1. Almennar upplýsingar um rækt- un hrossa hér á landi. 2. Reglugerð um ræktun, kynbóta- dóma og skráningu íslenska hests- ins, sbr. tillögu hér að ffaman. 3. Kynbótadómar og sýningar BÍ 1992, ásamt síðari niðurstöðum. 4. Upplýsingar um Veraldarfeng. 5. Upplýsingar um notkun BLUP- kerfisins. 6. „Breeding and Registration of Icelandic Horses FEIF, 1997“. 7. „The Breeding Standard for Ice- landic Horses, FEIF“. í vinnslu. Mikil og góð samstaða verður að vera um samræmingu og fram- kvæmd kynbótadóma og ræktunar- markmiða milli yfirvalda á íslandi og FEIF. Aðildarfélög FEIF verða áífam viðurkenndir aðilar til að halda ættbók hvert á sínu svæði. Félögin munu hvert um sig senda BI upplýsingar um færslur í ættbók a.m.k. einu sinni á ári til bókunar í Veraldarfeng. Með þessu fyrir- komulagi verður komið á gagna- banka (hrossatali) þar sem liggja munu fyrir upplýsingar um ekki að- eins ættbókarfærð hross heldur öll hross af íslenskum uppruna og vera aðgengilegar áhugamönnum um ís- lenska hestinn. Þetta er stórkostlegt verkefni og grunnur þess að Island geti staðið undir þeirri ábyrgð að fá viðurkenninguna „Upprunaland ís- lenska hestsins." Þessi uppbygging mun hafa tölu- verðan kostnað í för með sér sem við verðum að axla að stórum hluta meðan verið er að hrinda þessu verki í ffamkvæmd en við munum líka hagnast mest á þessu í framtíð- inni þar sem við ættum annars á hættu að einangrast í stefnumótun og miðlun upplýsinga um íslenska hrossastofninn. Hér fylgja drög að reglugerð um uppruna og ræktun islenska hests- ins: Reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi tekur til uppruna og ræktunar íslenska hestsins. 2. gr. Viðurkenning. Upprunaland íslenska hestsins er Island og íslenskir hestar eru ein- göngu þeir sem fæddir eru á íslandi eða geta rakið ætt sína til hrossa sem fædd eru á Islandi og hafa ekki blandast öðrum hestakynjum. FREYR 13-14/99 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.