Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 30
r
Atak í smitvörnum
og gerð viðbragðsáætlana
r
kjölfar hitasóttarinnar, sem reið
yfir hrossastofn landsins á ár-
inu 1998, hafa varnir gegn því
að smitsjúkdómar berist í búfé er-
lendis frá verið efldar verulega.
Gildandi reglur um smitvarnir hafa
verið kynntar í ýmsum ritum, bæði
erlendis og hér heima. Þær verða
áfram auglýstar reglulega í Eiðfaxa
og Eiðfaxa International. Síðastlið-
ið sumar kom út bæklingur á ensku
og þýsku um þessar reglur, þ.m.t.
hvaða útbúnað hestamenn megi
hafa með sér til landsins og hvaða
varúðarráðstafanir beri að gera.
Bæklingurinn er ætlaður ferða-
mönnum, sem koma hingað til
lands, og eru hrossaræktendur og
ferðaþjónustuaðilar sem bjóða upp
á hestaferðir eindregið hvattir til að
senda bæklinginn til viðskiptavina
sinna. Einnig eru upplýsingarnar
gagnlegar fyrir erlent vinnufólk
sem kemur til starfa á íslenskum
hrossaræktarbúum.
Hrossaræktendum og þjálfúrum,
sem fá heimsóknir erlendis frá, er
bent á að ganga úr skugga um að
smitvarnir hafi verið virtar áður en
tekið er á móti gestum. íslenskir
tamningamenn, sem halda nám-
skeið og keppa erlendis, verða að
sýna gott fordæmi í smitvörnum
þegar farið er á milli landa og sama
gildir auðvitað um alla landsmenn
sem heimsækja hestabúgarða eða
hestamannamót erlendis.
Unnt er að nálgast bæklinginn i
Landbúnaðarráðuneytinu. Hann
hefúr verið sendur til ferðaskrif-
stofa og sendiráða íslands erlendis,
auk þess sem honum var dreift á
heimsmeistaramótinu í Þýskalandi
síðastliðið sumar.
Komið hefur verið upp auglýs-
ingaspjöldum um smitvarnir á
Keflavíkurflugvelli og í landgangi
eftir
Sigríði
Björnsdóttur,
dýralækni
hrossa-
sjúkdóma
Norrænu á Seyðisfirði. Sótthreinsi-
þjónusta er nú tiltæk á Keflavíkur-
flugvelli og einnig er hægt að fá
slíka þjónustu á Seyðisfirði.
Á síðasta ári skipaði yfirdýra-
læknir vinnuhóp til að gera drög að
reglugerð um viðbrögð gegn alvar-
legum smitsjúkdómum í búfé og út-
búa viðbragðsáætlanir fyrir einstaka
sjúkdóma. Um er að ræða sjúkdóma
Warning!
Keep Animal Diseases Out!
Achtung!
Bewahren Sie die
islandische Tierwelt vor
ansteckenden Kranklieiten!
Forsíða bœklings um varúðarreglur
gegn útbreiðslu sjúkdóma i hrossum.
sem tilgreindir eru í viðauka A í lög-
um um dýrasjúkdóma og varnir
gegn þeim og fyrir nýja áður
óþekkta smitsjúkdóma hér á landi.
Vinnuhópurinn er skipaður fag-
dýralæknum fyrir einstakar dýra-
tegundir og leggur til grundvallar í
vinnu sinni reglugerðir og við-
bragðsáætlanir frá Norðurlöndun-
um, Evrópusambandinu og fleiri
löndum, t.d. Ástralíu. Tekið er tillit
til sérstakra aðstæðna hér á landi og
nýtt sú reynsla sem áður hefur feng-
ist í baráttu við ýmsa smitsjúkdóma
hér á landi.
Nú liggja fyrir drög að reglugerð
um viðbrögð við smitsjúkdómum í
dýrum sem taka mun gildi á þessu
ári. Viðbragðsáætlun fyrir hestain-
flúensu er einnig tilbúin og við-
bragðsáætlun fyrir kverkeitlabólgu
í hrossum er í vinnslu. Ætlunin er
að vinna slíkar áætlanir fyrir fleiri
smitsjúkdóma í hrossum, t.d. sjúk-
dóma sem valda óffjósemi og fóst-
urláti.
Fyrir hvem sjúkdóm þarf að meta
hversu skaðlegur hann yrði við ís-
lenskar aðstæður, möguleika á út-
rýmingaraðgerðum og kostnað við
þær. Velja þarf aðgerðir sem halda
tjóninu í lágmarki fyrir greinina í
heild og til langs tíma litið.
Gleymum því ekki að eftir að
smitsjúkdómur hefur borist í
hrossastofninn eru allar aðgerðir
mjög dýrkeyptar fyrir hrossarækt-
ina. Því er mikið vinnandi til að fyr-
irbyggjandi aðgerðir heppnist sem
best. Aukin þekking og skilningur
hestamanna eru öflugasta vopnið í
þeirri baráttu.
Stöndum vörð um góða heilsu ís-
lenskra hrossa, hún er forsenda fyr-
ir velferð þeirra og því frjálsræði
sem við njótum í hestamennsku á
Islandi.
30 - FREYR 13-14/99