Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1999, Page 26

Freyr - 01.12.1999, Page 26
Fengur íslands- og Veraldarfengur Miðlægur gagnagrunnur um íslensk hross og hrossa- rækt varð að veruleika ár- ið 1991 þegar Búnaðarfélag ís- lands, nú Bændasamtök íslands, tók í þjónustu sína forritið Feng. Fengur var lokaverkefni þriggja kerfisfræðinema úr Tölvuháskóla Verslunarskóla Islands nú Tölvu- fræðideild Viðskiptaháskóla ís- lands. Einn þeirra, undirritaður, „fylgdi Feng eftir“ þegar hann réð sig til Búnaðarfélagsins sama ár. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Gagnagrunnurinn hefur stækkað rnikið og Fengur hefur fest sig í sessi hérlendis og erlendis. Nokkrar útgáfur af Feng hafa kom- ið fram á þessum árum sem hafa þjónað ákveðnum tilgangi og mark- hópum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir íslands- og Veraldarfeng. Fengur er samheiti allra útgáfa af forritum sem innihalda gagnagrunn Bændasamtaka íslands í hrossa- rækt. Islandsfengur er margmiðlunar- eftir Jón Baldur Lorange, forstöðumann Tölvudeildar BÍ útgáfa á geisladiski (CD-ROM). 1. útgáfa af Islandsfeng kom á markað í desember árið 1998 og 2. útgáfa kom í desember 1999. Forveri ís- landsfengs var Einka-Fengur (PC- Fengur var erlenda útgáfan) sem kom út árið 1994 til ársins 1997. ís- landsfengur er leitar- og skýrslufor- rit, sem gefur notendum kost á að fletta upp upplýsingum eftir marg- víslegum leitarskilyrðum. Um 2000 litmyndir eru af þekktum hrossum, sem m.a. unnt er að fá fram í mynd- arlegu ættartréi. Mögulegt er að velja á milli fjögurra tungumála í Islandsfeng; íslensku, þýsku, ensku og dönsku. Á fimmta hundrað kaupendur eru af íslandsfeng í tólf löndum. Ný útgáfa af Islandsfeng kemur árlega með nýjum gagna- grunni. Forritari Islandsfengs er Marina Candi hjá fyrirtækinu Stak ehf. Hönnuður útlits er Indro Candi. Verkefnisstjórn hefur verið í höndum undirritaðs. Styrkur fékkst úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem hefur verið ómissandi lyfti- stöng fyrir verkefnið. Veraldarfengur (www.islands- fengur.is) er útgáfa Fengs á Netinu og var opnaður í október árið 1997. Internetfyrirtækið Skíma hf. hefur séð um alla forritun og vistun gagnagrunnsins í Informix gagna- grunni. Veraldarfengur er leitarfor- rit og eru upplýsingar uppfærðar reglulega. Gagnagrunnur Veraldar- fengs er takmarkaðari en í íslands- feng og eru t.a.m. ekki upplýsingar um eigendur i Veraldarfeng. Leitar- möguleikar eru einnig mun tak- markaðri. Á móti kemur að gagna- grunnurinn er uppfærður oft á ári og jafnvel nokkmm sinnum á mán- uði meðan kynbótasýningar standa yfir. Bændasamtökin tóku upp markaðssamstarf við gagnabanka Jónasar Kristjánssonar, Hestur.is, um mitt ár 1999. Aðgangur að báð- urn gagnabönkunum er seldur í einni áskrift á verði einnar. Sérstök „hrossabankastjórn", sem í eru Jónas og undirritaður, hefur umsjón með þessu samstarfi. Unnið er að því afla aukinna tekna með auglýs- ingum og hópáskriftum hesta- félaga. Hluti allra tekna rennur í markaðssjóð sem ætlað er að standa undir sameiginlegum auglýsingum og kynningum. Samstarfið hefur gengið frarnar vonum. Áskrifend- um hefur fjölgað umtalsvert seinni hluta ársins 1999 og samstarfið við Jónas hefur verið með ágætum. Leiðrétting við Hrossarœktina 11999 r Hrossaræktinni I 1999 féllu niður upplýsingar um stóð- hestinn Stæl frá Miðkoti. Ástæður voru þær að hann hafði, fyrir mistök, verið skráður sem geldingur í FENG og komst því ekki með i bókina. Stæll er hins vegar í fullu fjöri, eins og alkunn- ugt er, og hér birtist kynbótamat hans til leiðréttingar. Rétt er að benda á að Stæll hefði nteð réttu átt að komast inn á fleiri en einn lista yfir efstu stóðhesta fyrir einstaka eigin- leika. Beðist er velvirðingar á þessu. 95.1.84-621 Stæll frá Miðkoti Hœð: 1.10. Prúðleiki: 119. Sköpulag: 114 109 128 113 109 105 130. Hœfileikar: 134 136 100 132 125 122 130. Aðaleink.: 127 ± 6. Frávik afkv.: 0. Öryggi: 76%. Skyldleiki: 1. 26 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.