Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 31
Sæðistaka úr
stóðhestum og sæðingar á hryssum
Fyrst heimildi um sæðingu á
hryssu eru frá árinu 700 e.Kr.
Segir þar af arabískum manni
sem átti mjög góða og göfuga
hryssu. Eitt sinn er hryssan var í
hestalátum tók hann bómullar-
hnoðra og vætti með útferði hryss-
unnar, laumaðist síðan inn í búðir
óvinveitts nágrannaættbálks, sem
átti úrvals stóðhest, og æsti hann
upp með bómullarhnoðranum og
safnaði sæðinu úr honum í hnoðr-
ann, flýtti sér síðan til baka til
hryssunnar og setti hann inn í skeið
hennar. Ári síðar eignaðist hann
óskafolaldið. Siðan eru liðin 1300
ár.
Töluvert áður en farið var að
stunda sæðingar á kúm höfðu verið
stundaðar sæðingar á hryssum, sér-
staklega upp úr síðustu aldamótum
í Austur-Evrópu. Þróunin var það
mikil, t.d. í Rússlandi, að sam-
kvæmt heimildum vísindamanna
þar, munu árið 1938 hafa verið
sæddar 150.000 hryssur það ár í
Sovétríkjunum. í Vestur-Evrópu
hafa verið stundaðar sæðingar á
hryssum markvisst frá því eftir
seinna stríð og á undanförnum
tveimur áratugum hafa sæðingar
með fersku sæði færst mjög í auk-
ana í flestum hestakynjum heims.
Á allra síðustu árum hafa sæðingar
með frystu sæði aukist verulega
einkum og sér í lagi vegna auðvelds
flutnings á erfðaefninu í slíku
formi. Ástæður þess að sæðingar á
hryssum hafa rutt sér svo mikið til
rúms erlendis eru aðallega þijár:
1. Betri og meiri nýting á bestu
hestunum (mun fleiri afkvæmi).
2. Fyrirbyggjandi aðgerð til að
hindra útbreiðslu smitsjúkdóma.
3. Slysahætta mun minni fyrir stóð-
hestana en við náttúrulega pörun
(tryggingafélög neita að tryggja
hesta sem ganga frjálsir með
hryssum).
eftir Pál Stefánsson,
dýralækni, Selfossi
Eins og mörgum er kunnugt hafa
hér á landi verið stundaðar sæðing-
ar á hryssum með markvissum
hætti í Gunnarholti á Rangárvöllum
undanfarin þrjú ár. Að þessu verk-
efhi hafa staðið Hrossaræktarsam-
tök Suðurlands (HRS) í samvinnu
við Dýralæknaþjónustu Suður-
lands. Fyrsta árið voru u.þ.b. 140
hryssur sæddar, annað árið rúmlega
100 og nú í ár rúmlega 70. Því mið-
ur hefúr hryssunum fækkað ár frá
ári en aftur á móti hefúr starfið bor-
ið ríkulegan ávöxt af reynslu og
kunnáttu þeirra sem að stóðu þar
sem fyljunarprósentan hefur farið
stig hækkandi. Fyrsta árið var fylj-
unarhlutfallið 49%, annað árið 59%
og nú í ár er hlutfall fyljaðra
hryssna rúmlega 73% sem verður
að teljast frábær árangur miðað við
önnur lönd, en tölur frá mörgum
Evrópulöndunum liggja á bilinu
55-65%.
Þegar þetta verkefni hófst var að-
staða til sæðistöku og sæðinga í
Gunnarsholti engin. Fyrsta árið var
unnið við sæðistöku utandyra og
hryssur sæddar í gámi sem komið
var fyrir við hlið stóðhestahússins.
Eftir þetta tóku HRS þá ákvörðun
að byggja húsnæði fyrir þessa
starfsemi og var það hús tekið
formlega í notkun sl. vetur. í þessu
húsnæði er rými fyrir sæðingar á
hryssum, sæðistöku úr stóðhestum,
auk fullkominnar vinnuaðstöðu til
skoðunar og meðhöndlunar á sæði.
Einnig voru keypt tæki til
djúpfrystingar á sæði. Skemmst er
frá því að segja að þetta húsnæði er
hið myndarlegasta og stendst
kröfur erlendra ríkja um aðbúnað
og aðstöðu til sæðistöku og
meðhöndlunar með sölu á sæði í
huga, ef til þess kemur.
Haustið 1998 var gerð tilraun
með djúpfrystingu á sæði úr nokkr-
um valinkunnum stóðhestum og
gekk sú tilraun allþokkalega. M.a.
kom sérfræðingur frá Þýskalandi
sem leiðbeindi við þá tilraun. í
mars sl. voru síðan teknir nokkrir
stóðhestar inn í Gunnarsholti og
tekið sæði úr þeim annan hvern dag
í u.þ.b. sex vikur og það djúpfryst.
Gekk þessi vinna vel og er töluvert
magn til af sæði úr þessum hestum
sem þó eru flestir í einkaeign og
þ.a.l. óákveðið um notkun á þessu
sæði.
Lífeðlisfræði
hrossasæðinga
Til þess að lesendur geri sér
grein fyrir notagildi þessarar starf-
semi þá er nauðsynlegt að setja upp
örlitla samantekt á fáeinum lífeðlis-
fræðilegum staðreyndum í sam-
bandi við hrossasæði.
Sæði sem stóðhestur gefur við
pörun á náttúrulegan máta er vana-
lega þrisvar til tífalt það magn sem
þarf til að ná að frjóvga egg hryssu.
Þess vegna er mögulegt eftir sæðis-
töku að þynna sæði stóðhestsins
niður í nokkra skammta og nýta það
í nokkrar hryssur (ijölgunarmögu-
leiki á betri hestum umfram nátt-
úrulega pörun).
Enn meiri fjölgunarmöguleiki
felst síðan í notkun stóðhestanna
utan hefðbundins pörunartíma með
því að taka úr þeim sæði og frysta
niður (m.a. á tímanum feb.-maí,
sem og einnig á haustin frá sept.-
nóv). Þó er nauðsynlegt i þessu
FREYR 13-14/99 - 31