Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 15
Kjarkw frá Asmúla varð í öðru sæti í A-flokki gœðinga. Hér sýnir Þórður
Þorgeirsson hann í Æðaroddi.
heimsmeistaramót í Austurríki árið
2001 og er ekki að efa að margir
töltaranna komi i úrtöku það ár, þó
ekki stóðhesturinn Glampi frá
Kjarri og Kjarkur frá Horni sem
fóru á heimsmeistaramótið í Þýska-
landi i landsliði íslands.
Slaktaumatölt
Hæst dæmdi slaktaumatöltaknapi
ársins 1999 fór á heimsmeistara-
mótið og fékk þar hæstu einkunn í
forkeppni en var dæmdur úr leik.
Það var Auðunn Kristjánsson, sem
keppti á stóðhestinum Baldri frá
Bakka. Ferð þeirra lauk þó á hæsta
tindi verðlaunapalls fyrir sigur í
fimmgangi. Auðunn og Sigurbjöm
Bárðarson voru einu knapar ársins
sem fengu hærra en 8,00 í aðaleink-
unn í slaktaumatöltinu en sú grein
er enn ekki búin að festa sig í sesi
og einkunnir liggja lágt. Auk þess-
ara tveggja knapa hefur Dagur
Benónýsson verið framarlega á
mótum undanfarin ár og efnilegur
knapi, Valdimar Kristinsson, hefur
einnig kvatt sér hljóðs eftirminni-
lega.
Fjórgangur
Það þarf ekki að líta lengra en á
úrslit í fjórgangi á íþróttamóti Geys-
is til að finna ástæðuna fyrir frá-
bærum árangri íslenska hestaíþrótta-
landsliðsins í Þýskalandi því að á
Hellu fór í fararbroddi landsliðs-
einvaldurinn Sigurður Sæmundsson
á stóðhestinum Esjari frá Holtsmúla
og fékk það háa einkunn að hann
varð ósnertanlegur eftir það.
Vissulega hefði það ekki verið
snjallt hjá hinum knöpunum að
hreyfa við þessu topp sæti Sigurðar
en 8,20 var niðurstaðan hjá honum.
Baldvin A. Guðlaugsson kom næst-
ur á Tuma frá Skjaldarvík á íþrótta-
móti Léttis, með 8,14 og Erlendur
Ari Óskarsson fékk einnig háa
einkunn á íþróttamóti Léttis 8,01 á
Ofsa. Olil Amble er fjórði knapinn
sem fékk hærri aðaleinkunn en 8,00
en hún fékk 8,01 á Kjarki ffá Homi
á íþróttamóti Sleipnis en síðar varð
hún heimsmeistari í fjórgangi í
Þýskalandi. Mikill fjöldi knapa er
með einkunn frá 7,00 til 8,00
Fimmgangur
Einkunnir í fimmgangi liggja
lægra en einkunnir í fjórgangi og em
miklu færri knapar með einkunn yfir
7,00 í fjórgangi en fimmgangi og
enginn knapi komst yfir 8,00.
Atli Guðmundsson náði hæstu
aðaleinkunn ársins á Ormi ffá Dal-
landi á íslandsmótinu á Hellu sem
sýnir hve hesturinn er þjáll því að
Ormur er einnig með hæstu aðal-
einkunnina í A-flokki gæðinga.
Baldvin A. Guðlaugsson kom víða
við á afrekalistum sumarsins og er í
næstu tveimur sætunum á stóðhest-
inum Geysi ffá Dalsmynni á mótum
í Eyjafirði og annar norðanknapi,
Bjarni Jónasson, er í þriðja sæti á
Snældu frá Ytra-Skörðugili.
Lauji frá Kollaleiru fékk hæstu einkunn í B-flokki gæðinga. Hér sýnir Hans Fr.
Kjerúlf hann á Jjórðungsmótinu á Austurlandi.
FREYR 13-14/99 - 15