Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Síða 28

Freyr - 01.12.1999, Síða 28
Gunnar Gauti og Ingimar við aðgerð á eistum og aukaeistum. Mikill breytileiki kom fram og gott samrœmi var á milli hinna ýmsu mœlinga. mun á lægstu og hæstu gildum, sérstaklega í þunga og rúmmáli. Við leit að sáðfrumum í aukaeist- um kom í ljós að af þessum 45 fol- um voru 10 með sáðfrumur í öðru eista og 6 í báðum (35.6) en í 29 voru engar sáðfrumur (64.4). Þannig hafði rúmlega þriðjungur folanna náð lífeðlisfræðilegum kynþroska á aldrinum 12-14 mán- aða, að meðaltali 12.5 mánaða en þeir sem ekki höfðu náð því þroska- stigi voru á aldrinum 10-13 mán- aða, að meðaltali rúmlega 12 mán- aða. Samanburður á eistum með og án sáðfruma leiddi í ljós mikinn stærðarmun eistna og aukaeistna svo sem fram kemur í 2. töjlu. Þó er sá munur hlutfallslega mun meiri í eistum en aukaeistum. Svo sem fram kemur i 3. töflu er há fylgni á milli þunga eistna og annarra mæliþátta eistna og auka- eistna og er hún tölfræðilega raun- hæf í öllum tilvikum. Þannig gefa t.d. lengdar- og breiddarmælingar ágætar vísbendingar um eistna- þyngd. Ályktanir Niðurstöðurnar sýna mikinn breytileika í þunga og öðrum mæli- þáttum eistna og aukaeistna. Auk aldurs má gera ráð fyrir að uppeldi, þungi og ættemi hafi áhrif á vöxt og þroska eistna. Agæt fylgni er á milli hinna ýmsu mæliþátta og væri trúlega hægt að áætla með all góðri nákvæmni stærð eistna fola með t.d. þvermálsmælingum á pung, líkt og gert hefur verið á hrútum (6) en slíkt yrði þó mun erfiðara í fram- kvæmd. Ljóst er að folar sem hafa náð kynþroska eru með mun smærri eistu, hér 32.6 g að meðal- tali, en fullvaxnir hestar. Eista úr 48 mánaða (4-vetra) stóðhesti sem haft var til samanburðar vó 212.9 g en reikna má með að þau séu nokkuð stærri í eldri hestum (7). Þar sem aukaeistun vaxa hlutfallslega hrað- ar en eistun er sá munur á milli ung- fola og fúllvaxins stóðhests ekki eins mikill, þ.e. 9.8 g og 25.5 g í þessari athugun. Svo sem vænta mátti var mun meira af sáðfrumum í aukaeistanu úr fullvaxna hestin- um. Þær niðurstöður þessarar athug- unar að rúmlega þriðjungur (35.6% folanna hafði náð lífeðlisfræðileg- um kynþroska á aldrinum 12-14 mánaða, benda til þess, að miðað við þær umbætur sem orðið hafa í fóðrun og meðferð, geti all margir 2. tafla. Samanburöur á þunga eistna og auka- eistna meö og án sáðfruma Þroskastig Eistu (g) Aukaeistu (g) Meðaltal Meðaltal í Með sáðffumur, (lægsta-hæsta gildi) (lægsta-hæsta gildi) 1 1 kynþroska (n = 22) 1 An sáðfruma, 32,6 (18,1 - 77,0) 9,8 (7,0-13,8) | ekki kynþroska (n = 68) 13,9 (4,4 - 36,6) 7,6 (3,2 - 12,5) 3. tafla: Fylgni á milli þunga eistna 1 og 2 og ann- arra samsvarandi mæiiþátta eistna og aukaeistna (d.f. = 43) Mæliþættir Eista l(g) Eista 2 (g) Eista (ml) Q QQ *** 0,98 *** Eista (l,mm) 0,93 *** 0,90 *** Eista (br.mm) 0,93 *** 0,89 *** Aukaeista (g) 0,65 *** 0,51 *** Aukaeista (ml) 0,48 ** 0,47 ** Skýringar: Frítala = 43 *** = P < 0,001 ** =P<0,01 28 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.