Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 10

Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 10
standa í samkeppni við svokallaða frístundaræktendur og telur hrossa- bændur þurfa að endurmeta stöðu sína innan hestaiðnaðarins. „Landbúnaður er aðþrengdur um | heim allan og það er gífurlega erfitt fyrir bónda, sem er ekki að rækta algerlega með arðsemissjónarmiðin eingöngu að leiðarljósi, að keppa við þá sem rækta hross í ffístundum sínum, en lifa á öðru. Ég held að bændur verði annað hvort að bjóða upp á tamningar og sölu sjálfir eða fara meira út í þjónustu við aðra hestamenn, t.d. með uppeldi, hey- sölu, umsjón stóðhestagirðinga og fleira þess háttar. Svo gætu bændur auðvitað sameinast meira um tamn- ingar og aðgang að markaðnum. Það er enn erfitt fyrir erlenda rækt- endur og áhugamenn að ná beinu sambandi við ræktendur á íslandi. Sú tenging er ekki nógu góð.“ Annað sem Clive segir að Islend- ingar verði að skoða með endurbæt- ur í huga, eru upprunavottorð hrossa. Hann segir nauðsynlegt að þau verði á því formi að unnt sé að nota þau í svokölluð hrossavegabréf sem eru í notkun í heiminum, en FEIF og Bændasamtökin eru að skoða það mál. „Vottorðin eru í dag á A4-formi, en þyrftu að vera A5 til að passa inn í vegabréfin. Svo vantar algerlega lýsingu á hrossinu á íslensku vott- orðin. Alls staðar annars staðar er teiknuð inn á mynd öll auðkenni hrossins, s.s. blesa, sokkar, sveipir í hári o.fl. Þetta mætti bæta. Auk þess er mjög erfitt að sætta sig við að fá ekki vottorðin þegar hrossin koma út, nema þau séu greidd að fullu. Sem lögfræðingur skil ég að þetta er ein leið seljanda til að finna raunhæfa lausn á málinu, en sem kaupandi hests, hugsanlega á greiðslukjörum, er mjög slæmt að hafa ekki vottorðið, því að án þess fæst hrossið ekki skráð og getur því hvorki farið í ræktun né tekið þátt í keppni. Ég spyr hvort ekki sé hægt að útbúa einhvers konar staðlaða kaupsamninga sem tryggja greiðsl- urnar og gera þar með seljendum kleift að afhenda vottorðin við út- flutning?“ Gagnagrunnurinn er lykilatriöi Eins og áður hefur komið fram hefur Clive unnið mikið með FEIF undanfarin ár, hann er formaður skýrsluhaldsnefndar FEIF og hefur sem slíkur verið lykilmaður í kynn- ingu og þróun Heimsfengs (World- Fengur), alþjóðlegs gagnagrunns um islensk hross. „Þetta verkefni er algert lykil- atriði fyrir ykkur íslendinga, mikil- vægi þess er gríðarlegt. Það undir- strikar stöðu ykkar sem uppruna- lands hestsins og dregur saman öll löndin sem stunda ræktun íslenskra hrossa. Heimsfengur mun miðla upplýsingum sem geta leitt til ákveðinnar stefnumörkunar í rækt- un og framkvæmd kynbótadóma. Þrátt fyrir að löndin keppi sín á milli þá er það okkur öll- um til góðs að samræma kerf- in á milli landa sem mest. Þessi gagnagrunnur býður í raun upp á enda- lausa mögu- leika, söfnun upplýsinga um ræktun, upplýs- ingar um keppnisárang- ur, myndbönd af hrossum o.fl. Gagnagrunnur- inn gæti orðið mikilvægt tæki fyrir seljendur sem vilja koma hrossum sínum á framfæri á al- þjóðavettvangi. Auk þess er gagnagrunnur- inn öflugt vopn í samkeppni við önnur hestakyn og hreinræktun islenska hestsins.“ Hvað með framtíð íslenska hests- ins og útbreiðslu hans um heiminri? „Ég er mjög bjartsýnn á hana. ís- lenski hesturinn hefur fest sig í sessi í Evrópu og er þar orðin þáttur í hestaheiminum sem slíkur. Aukin fagmennska, bæði á íslandi og inn- an FEIF, mun ýta undir þessa út- breiðslu. Hér í Bretlandi verður þetta erfiðara, því að við höfum ekki náð að brjóta okkur leið inn í hinn hefðbundna hestaheim. Það þurfum við að gera og verða eðli- legur valkostur innan þess fram- boðs sem breski hestaheimurinn býður upp á. Núna glímum við ein- mitt við mikið vandamál varðandi þróun markaðarins vegna þess að innflutningshöfn okkar í Imming- ham hefur lokast. Við höfum reynt, Regluleg ormalyfsgjöf er gríðarlega mikilvœgur þáttur í gœðastýringu í hrossarœkt. 10 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.