Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 41
Frá fagráöi
í hrossarækt
r
Ibúgreinum og á einstökum fag-
sviðum, sem heyra undir
Bændasamtök íslands, starfa
svonefnd fagráð. Fagráð er skil-
greint samkvæmt Búnaðarlögum
(nr. 70/1998) sem nefnd sem mótar
stefnu í kynbótum, rannsóknum,
fræðslumálum og þróunarstarfi bú-
greinar, þar með talið að setja regl-
ur um framkvæmd meginþátta
ræktunarstarfsins.
í hrossaræktinni er starfandi
mjög virkt fagráð sem skipað er sjö
aðilum. Fagráðið er þannig samsett
að fjórir fulltrúar eru tilnefndir af
Félagi hrossabænda, einn er fulltrúi
stjórnar Bændasamtakanna, einn
kemur úr rannsókna- og kennslu-
geiranum, auk þess sem landsráðu-
nautar í hrossarækt situr í ráðinu.
Sú skipan hefur komist á að fagráð
hefur stofnað til tveggja vinnu-
nefnda sem annars vegar fer með
kynbótamál og hins vegar rann-
sókna- og kennslumál. Þetta fyrir-
komulag hefur reynst vel þau þrjú
ár sem það hefiir verið við lýði í
hrossaræktinni.
Árið 1999 sátu i fagráði hrossa-
ræktarinnar þeir Kristinn Guðna-
son, Skarði, (formaður), Guðmund-
ur Jónsson, Reykjum, Þórir Isólfs-
son, Lækjamóti og Jósep Valgarð
Þorvaldsson, Víðvöllum fremri, all-
ir fulltrúar Félags hrossabænda,
Víkingur Gunnarsson, Hólum, úr
rannsókna- og kennslugeiranum,
Hrafnkell Karlsson, Hrauni, úr
stjóm Bændasamtakanna, auk und-
irritaðs sem starfar sem ritari ráðs-
ins.
Fagráðið heldur 4-6 fundi á ári,
allt eftir því hve mikið af málum
krefst úrlausnar á hverjum tíma. Á
árinu 1999 var starfið allviðamikið
og mörg brýn mál hrossaræktarinn-
ar sem leiða þurfti til lykta. í þess-
um pistli er ætlunin að stikla á
eftir
Ágúst
Sigurðsson,
hrossa-
ræktar-
ráðunaut BÍ
helstu málum og gefa fólki þannig
innsýn í það við hvað er að fást.
Nýtt ræktunartakmark
í lok ársins var samþykkt hjá fag-
ráði nýtt ræktunarmarkmið fyrir ís-
lenska hrossarækt. Sú ákvörðun var
tekin að vel athuguðu máli en und-
irbúningsstarf fór fram allt árið.
Segja má að skýrt og rökrétt rækt-
unartakmark sé meginatriði skipu-
legrar búijárræktar og á það að vera
i sífelldri endurskoðun og umfjöll-
un þótt ekki sé heppilegt að vera sí-
fellt að breyta því.
Þessum málum var fyrst hreyft á
fundum sem haldnir voru meðal
hrossaræktenda og hestafólks
hringinn í kringum landið i febrúar
og mars síðastliðið ár. Þar má segja
að hin eiginlega hugmyndavinna
hafi farið fram. Síðan voru þessar
Hestar geta brugðið á leik og tekist á, ekki siður en fulltrúar í fagráði. Baldur
frá Bakka og Gassi frá Vorsabce takast á. (Ljósm. Daisuke Schneider).
FREYR 13-14/99-41