Freyr - 01.12.1999, Blaðsíða 44
Samrœmt mennta- og
prófgráðukerfi á Norðurlöndunum
Félag Tamningamanna var
stofnað 1970 og er því 30
ára á þessu ári. Félagið hef-
ur allt frá stofnun verið leiðandi
um skipulagningu menntunar
tamningamanna og reiðkennara.
Þá hefur fræðsla í hestamennsku
og flest sem lítur að hestahaldi að
stærstum hluta verið á hendi reið-
kennara félagsins. Með vinnu
sinni að mörgum mikilvægum
málum sem varða velferð íslenska
hestsins hefur félagið verið mikill
áhrifavaldur á þróun íslenskrar
reiðmennsku og átt stóran þátt í að
gera tamningar og þjálfun ís-
lenskra hrossa að viðurkenndri
starfsgrein. Félagið hefur það að
markmiði að stuðla að réttri og
góðri tamningu og meðferð ís-
lenska hestsins, svo og að stuðla
að bættum hag félagsmanna sinna
sem eru tamningamenn og reið-
kennarar.
Markmiðum sínum hyggst
félagið ná með því að:
1. Standa fyrir og stuðla að góðri
menntun fyrir tamningamenn og
reiðkennara. Þetta er nú gert í
samstarfi við Hólaskóla um nám
tamningamanna og reiðkennara
og með námskeiðahaldi fyrir fé-
lagsmenn.
2. Bæta þekkingu og færni almenn-
ings á meðhöndlun hestsins.
Reiðkennarar FT standa að nám-
skeiðahaldi fyrir almenning.
3. Stuðla að aukinni viðurkenningu
og útbreiðslu á fagþekkingu og
fagmennsku. Umræðan um nám-
ið, markaðinn og vönduð vinna
stuðlar að auknum áhuga fólks á
menntun og bættum skilningi á
mikilvægi menntunar.
Félagsmenn FT eru nú 380 í
þremur prófstigum tamningar og
reiðmennsku, sem eru tamninga-
próf, þjálfarapróf og meistara-
eftir
Ólaf H.
Einarsson,
form.
Félags
tamninga-
manna
próf. Prófstig reiðkennslu eru
einnig þrjú; reiðkennari - C, reið-
kennari - B og reiðkennari - A. 36
félagsmenn FT hafa reiðkennara-
réttindi í ofantöldum þremur próf-
stigurn.
Áhugaverð verkefni sem FT
vinnur nú að:
1) Samræmt mennta- og prófgráðu-
kerfi fyrir íslandshestamennsku
á Norðurlöndunum.
FT og Hólaskóli vinna nú að því
í samvinnu við íslandshestafélögin
í Danmörku, Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð að koma á samnorrænu
kerfi fyrir menntun á öllum stigum
í hestamennsku, tamningu, þjálfun
og reiðkennslu.
Samhliða íjölgun íslenskra
hrossa erlendis, góðum árangri ís-
lenskra reiðmanna og íslenskrar
hrossaræktar, hefur eftirspurn að
utan til okkar eftir fagþekkingu um
ræktun, meðferð og þjálfún aukist
verulega. Þessi mikla þörf fyrir
þekkingu og fagmennsku hefur leitt
til þess að íslandshestafélögin á
Norðurlöndunum óskuðu eftir að-
stoð við uppbyggingu mennta- og
prófgráðukerfis fyrir íslandshesta-
mennskuna.
Markmið þessarar vinnu eru:
a. Stuðla að aukinni fagmennsku í
meðferð, tamningu, þjálfun og
reiðkennslu.
b. Stuðla að góðri meðferð hrossa
og umgengni við náttúruna.
c. Stuðla að aukinni hagkvæmni í
greininni.
d. Stuðla að auknum áhuga fyrir ís-
lenska hestinum og útbreiðslu
hans.
e. Stuðla að auknum starfsréttind-
um tamningamanna og reið-
kennara.
f. Stuðla að viðurkenningu grein-
arinnar innan hins opinbera
menntakerfis.
Áhersla er lögð á að stærstur
hluti námsins verði vistaður innan
hins opinbera menntakerfis hvers
lands, bæði til að tryggja stöðu
starfsheita og prófgráða svo og
stöðugleika og þróun námsins í
framtíðinni. Hér er fyrst og fremst
um að ræða landbúnaðarskóla og
aðra viðurkennda fagskóla á fram-
haldsskóla-, tækni- og háskóla-
stigi. Tilteknir hlutar námsins,
einkum á grunnstigum, eiga einn-
ig vel heima utan skólakerfisins í
formi námskeiða hjá félagasam-
tökum, fyrirtækjum og einstakl-
ingum. Með ofangreint í huga er
mikilvægt að komið verði á virkri
gæðastýringu í faginu, s.s. með
endurmenntunarnámskeiðum, eft-
irliti með aðstöðu, eftirliti með
vinnubrögðum og mati á árangri.
í framhaldinu þarf síðan að koma
á vottun þessara þátta sem yrði
hluti af vottunarkerfi því sem ver-
ið er að byggja upp fyrir hrossa-
ræktina.
Fleiri þjóðir hafa leitað eftir því
við FT að það aðstoði við uppbygg-
ingu náms i íslandshestamennsk-
unni, en ákveðið hefur verið að
ljúka þessu samnorræna verkefni
fyrst þar sem mikil vinna hefur ver-
ið lögð i það og hillir undir að kerf-
ið komist á koppinn.
Þess má geta að það er eindregin
ósk hinna Norðurlandaþjóðanna að
FT verði félagsskapur þeirra sem
fara um þetta samnorræna mennta-
kerfi og aðalfundur FT hefur gefið
44 - FREYR 13-14/99