Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 2
t
Sókn og vöm
erfðabreyttra nytjajurta
ESB heimilar hvorki ræktun
né viðskipti með neinar
nýjar erfðabreyttar nytja-
jurtir né afurðir úr þeim meðan
beðið er eftir nýjum reglum sem
væntanlegar eru þar um. Ræktun
erfðabreyttra jurta í heiminum
vex hins vegar hratt, jafnframt því
sem kröfur vaxa um að halda vel
aðskildum erfðabreyttum afurð-
um og hefðbundnum.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hefur lengi verið
einn helsti talsmaður þess að
nýta erfðabreytingar við ræktun
nytjajurta í Evrópu. Nýleg
ummæli hans benda hins vegar
til að hann hafi að einhverju
leyti skipt um skoðun, en hann
hefur nýlega í fyrsta sinn látið í
ljós að vera megi að erfða-
breyttum jurtum fylgi áhætta
varðandi heilsu fólks og um-
hverfi. Mikil andstaða er gegn
erfðabreyttum nytjajurtum í
Bretlandi og stjórnarandstaðan
hefur nýtt sér það til að gagn-
rýna ríkisstjórnina. Flest stór
matvælafyrirtæki og verslana-
keðjur í Bretlandi hafa snúið
baki við erfðabreyttu hráefni í
vörum sínum.
I Þýskalandi hefur heilbrigðis-
ráðherra, Andrea Fischer, sem er
úr flokki Græningja, bannað um
sinn innflutning og ræktun á
erfðabreyttum maís. Bannið er
rökstutt með því að fram hafi
komið nýjar sannanir fyrir því að
erfðabreyttar jurtir geti valdið
skaða á Monark fiðrildinu og
fleiri skordýrum ásamt áhættu á
því að smáverur í jarðvegi geti
skaðast. Áður höfðu Frakkland
og Austurríki ákveðið takmarkan-
ir á ræktun erfðabreytts maís.
Nýjar reglur
væntanlegar
Innan ESB er nú unnið að því
að breyta reglugerð sambandsins
nr. 90/220 um viðurkenningu á
erfðabreyttum lífverum. Ný til-
laga er nú komin til annarrar um-
ræðu í þingi ESB. Þingið hefur
tekið þá stefnu að það eigi að setja
skýrar reglur varðandi ábyrgð við
ræktun erfðabreyttra jurta sem og
skýrar reglur um merkingu þeirra.
Þá vill þingið herða reglur um
mat á áhættu sem gera verður við
afgreiðslu ræktunarleyfa.
Eftir aðra umræðu á þinginu fer
málið fyrir ráðherraráðið. Ef
þingið og það eru ekki sammála
um afgreiðslu þess þarf að fara
fram málamiðlun áður en reglum-
ar taka gildi. Það er því fyrst nk.
haust sem hinar nýju reglur verða
tilbúnar.
Fram að því liggur málið í salti
og engar nýjar erfðabreyttar teg-
undir verða leyfðar. Þessi biðtími
er pólitísk ákvörðun sem tekin var
í júní á sl. ári.
Bandaríkin óróleg
Meðferð þessa máls innan ESB
hefur haft áhrif á bandarískan
landbúnað, en þarlendir bændur
eru ráðvilltir um það hvort þeir
eigi að rækta erfðabreyttan maís
og sojabaunir á þessu ári. Bænd-
umir hafa nú ásakað útflutnings-
fyrirtæki og ræktunarsamtök um
að hafa verið hrokafull og hunsað
vilja neytenda í ESB. Afleiðingin
er að innkaupafyrirtæki í ESB
snúa baki við bandarískri fram-
leiðslu, segja bændumir.
Stórir evrópskir kaupendur
snúa sér til suðuramerískra út-
flutningsfyrirtækja. Afleiðingin
er sú að bandarískri bændur sitja
uppi með skaðann þar sem verð á
maís og sojabaunum lækkar þegar
útflutningurinn dregst saman.
Samtök bandarískra maísrækt-
enda em mjög óánægð með það
hvemig ríkisstjómin og útflutn-
ingsfyrirtækin taka á þessum mál-
um. Það þarf að hlusta á kröfur
markaðarins, segja talsmenn
þeirra. Stór hluti neytenda vill
ekki erfðabreyttan maís og soja,
hvers vegna hlusta fyrirtækin ekki
áþað?
Hröð aukning
Þrátt fyrir neikvæð viðbrögð
vaxa ræktun og viðskipti með
erfðabreyttar nytjajurtir mjög
hratt. Árið 1996 vom þær rækt-
aðar á 1,7 millj. hekturum í heim-
inum en árið 1999 á 39,9 millj.
ha. Bandaríkin em þar stærst með
um 72% framleiðslunnar. Af öðr-
um löndum, sem rækta erfða-
breyttar nytjajurtir, má nefna
Argentínu, Kanada, Kína, Ástra-
líu, Suður-Afríku, Mexikó, Rúm-
eníu og Úkraínu. Tilraunaræktun
á erfðabreyttum nytjajurtum fer
fram í flestum löndum ESB, en
ræktun í stómm stíl, til að setja á
markað, fer einungis fram í
Frakklandi, Spáni og í Portúgal.
(Intemationella Perspektiv
nr. 11/2000).
2 - FREYR 6/2000