Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 16
r
ar hafi aðgang að skjóli og þar
geta skjólbelti úr trjágróðri verið
heppileg og falleg lausn. Þar sem
hrossum er gefið út að vetri er
skynsamlegt að skipuleggja skjól-
belti til þess að auka vellíðan
þeirra og bæta nýtingu fóðurs sem
annars fýkur burt. Mikilvægt er
að skipuleggja skjólbeltin þannig
að þau veiti skjól gegn öllum
áttum.
Snjósöfnun
Sömu þættir stjóma skjóláhrifum
og snjósöfnun skjólbelta, s.s. hæð,
holprósenta og lega miðað við
vindátt. Snjósöfnunin byggir á því
að viðnámið, sem skjólið veitir
vindinum, dregur verulega úr vind-
hraðanum sem leiðir til þess að
einnig dregur úr eiginleikum vinds-
ins til þess að flytja snjókorn
(http://www. agr. ca/pfra/shbgene. htm.).
Snjódreifingin kringum skjól-
beltið sýnir okkur hver skjóláhrif
skjólbeltisins eru, þ.e. þar sem
skjólið er mest safnast mestur snjór
því að þar dregur mest úr hæfileik-
um vindsins til að flytja snjóinn
(Ólafur Njálsson, 1984).
Snjórinn safnast einkum hlémeg-
in við skjólbelti og geta skaflar ver-
ið til vandræða á ökrum og túnum
að vori einkum á snjóþungum
svæðum og tafið jarðvinnslu. Á
snjóléttari og umhleypingasamari
svæðum getur snjórinn skýlt gróðri
og komið í veg fyrir svellakal eða
dregið úr myndun jarðklaka. Á
þurrari svæðum getur hinn aukni
jarðraki, sem fylgir snjónum, skap-
16- FREYR 6/2000
að nytjagróðri betri skilyrði en á
bersvæði.
Skjólbelti eru heppileg leið til að
halda snjó frá vegum og umferðar-
leiðum. Slík skjólbelti ætti að stað-
setja eins nálægt vegum og unnt er
og hafa þau tiltölulega þétt. Ekki
skyldi þó staðsetja belti nær en 15-
20 m frá vegi. Sé beltið þétt safnar
það miklum snjó næst sér
(http://www.agr. ca/pfra/shbgene. htm.).
Snjósöfnun við híbýli, útihús og
önnur mannvirki getur verið vanda-
mál á vindasamari svæðum. Skyn-
samlega hönnuð skjólbelti geta
fangað snjó og haldið honum frá
húsum.
Jarðvegsfok
Þegar land er brotið til ræktunar
eða gróðri eytt af öðrum ástæðum
myndast hætta á jarðvegsfoki.
Hversu þétt skjólið þarf að vera til
að koma í veg fyrir hreyfingar jarð-
vegs veltur á vindstyrk og eðliseig-
inleikum jarðvegsins. Ef vind-
styrkur fer yfir átta vindstig nægir
50% skjól ekki við venjulegar að-
stæður en það er sú holprósenta
sem mælt er með við plöntun skjól-
belta (Ólafur Njálsson, 1984). ís-
lenskum jarðvegi er einkar hætt við
jarðvegsfoki vegna þess hversu eðl-
isléttur hann (Ólafur Arnalds
1995).
Á svæðum þar sem er viðvarandi
ræktun án varanlegrar gróðurtorfu,
s.s. komakrar og kartöflugarðar,
ættu skjólbelti að vera skilyrðislaus
hluti ræktunarinnar. Einkum á
þetta við í léttum jarðvegi eða sand-
jarðvegi sem hættir til að þoma.
Við fok jarðvegs tapast fínni jarð-
vegsagnir úr yfirborðslögum en
slíkt leiðir af sér minni vatnsheldni
yfirborðslaganna sem leitt getur til
aukins jarðvegsrofs (Souto og
Meneses, 1998 eftir Baldwin og
Johnston, 1984).
Jarðvegseyðing af völdum vatns
er einnig viðvarandi vandamál í ak-
uryrkju. Skjólbelti draga úr yfir-
borðsrennsli vatns og minnka þann-
ig hætm á flóðum og tryggja stöð-
ugri vatnsbúskap (Souto og
Meneses, 1998 eftir Soltner, 1991).
Notkun skjólbelta til að hefta
uppblástur og gróðureyðingu er
einnig vænlegur kostur. Þennan
möguleika ber að hafa í huga í sí-
vaxandi umræðu um vemdun og
endurheimt landgæða.
Hávaðamengun
Rannsóknir staðfesta að skjól-
belti geta dregið vemlega úr há-
vaðamengun (Ólafur Njálsson,
1984 eftir Cook og van Haverbeke,
1971). Minnkun hávaðans verður
vegna þess að tijágróðurinn gleypir
hljóðbylgjumar eða dreifir þeim.
Mest minnkun hávaða fæst með því
að staðsetja skjólbeltið næst upp-
tökum hávaðans t.d. vegi. Reikna
má með að um þrjátíu metra skjól-
belti þurfí til að draga úr hávaða um
10 decibel (Ólafur Njálsson, 1984
eftir Cook og van Haverbeke,
1971)
Á síðari árum hefur umferð um
þjóðvegi landsins þyngst til
muna. Víða liggja vegirnir gegn-
i
i