Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 19

Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 19
Uppgrceðslustarf bœnda og landgrœðslunnar, vegna átaks ríkisstjórnarinnar við að binda kolefni í gróðri og jarðvegi, hefur borið mikinn árangur og liðlega 6000 hektarar verið grœddir upp á síðustu þremur árum. um, 20% frá stóriðju og um 7% frá landbúnaði (Ráðgjafanefnd um efnahagslega þætti samninga um minnkun á losun gróðurhúsaloft- tegunda, Þjóðhagsstofnun 1999). Þetta hlutfall er óvenjulegt í sam- félagi þjóðanna. Þjóðimar sem nefndar eru í 1. viðauka rammasamningsins um losun gróðurhúsalofttegunda skulu hafa mætt skuldbindingum sínum á tímabilinu 2008-2012, sem til ein- földunar verður nefnt 2010 hér eftir. Arið 1990, sem er viðmiðunarár Kyotobókunarinnar, var losun kol- tvísýrings hér á landi 2.147 þúsund tonn, en losun gróðurhúsa- loftegunda í CO2 ígildum var alls 2.877 þúsund tonn. Spá fyrir árið 2000 í C02ígildum er 3.314 þús- und tonn, en 3.603 þúsund tonn fyrir árið 2010. Þá er aðeins miðað við stóriðju, sem þegar hefur verið ákveðin, en samkvæmt þessu vex árleg losun, mælt í koltvísýr- ingsígildum, um 700 þúsund tonn. Vegna stóriðjuáforma er líklegt að aukningin verði mun meiri í reynd. Koltvísýringur - auölind á villigötum I apríl/maí hefti tímaritsins Con- servation Voices 1999 birtu Alþjóð- legu jarðvegs- og vatnsvemdarsam- tökin þá skoðun að koltvísýringur sé ekki einvörðungu hættuleg gróð- urhúsalofttegund, heldur einnig verðmæt auðlind. Kolefni í formi C02er meginorsakavaldur gróður- húsaáhrifa, en þetta sama kolefnis- atóm í formi lífræns efnis í jarðvegi er undirstaða fæðuöflunar fyrir vaxandi fjölda jarðarbúa. Því má á vissan hátt líta á koltvísýring and- rúmsloftsins sem auðlind á villi- götum. Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er nú þegar alltof hátt og það er því ekki nóg að draga úr losun þeirra til að koma í veg fyrir hugsanlegar loftslags- breytingar. Binding kolefnis í lífræn efni með landgræðslu og skógrækt er því mikilvirk leið, ef ekki óhjákvæmileg, til að mæta hluta af þessum markmiðum lofts- lagssáttmálans. Slíkar aðgerðir geta jafnframt veitt þjóðum nauðsynlegan aðlögunartíma í leit að leiðum til draga úr losun án þess að skaða efnahagslíf. Jafnframt ber að hafa í huga að um þriðjungur af árlegri aukningu C02 í andrúmsloftinu stafar af jarðvegseyðingu, en áhrif land- hnignunar í heild eru mun meiri. Stöðvun landhnignunar og end- urheimt landkosta er því ein af meginstoðum þess að ná megi jafnvægi í magni gróðurhúsaloft- tegunda. Á grundvelli slíkra skoðana horfa margar þjóðir til markmiða loftslagssáttmálans í von um aukið fjármagn til að takast á við landhnignun og bæta landkosti. íslendingar eru fjarri því að vera þar einir á báti. Langvarandi landhnignun á ís- landi hefur skapað bæði möguleika og mikla þörf fyrir kol- efnisbindingu með landgræðslu, skógrækt og bættu skipulagi land- notkunar. Slíkar aðgerðir hafa mikið þjóðhagslegt gildi, bæði í nútíð og framtíð, en eru um leið meðal auðveldustu leiða íslend- inga til að mæta skuldbindingum Kyotobókunarinnar. Kostnaður við bindingu með landgræðslu og skógrækt I loftslagssáttmálanum em ekki settar takmarkanir á leiðir til að binda koltvísýring í lífræn efni. Ár- ið 1997 hófu íslensk stjómvöld sér- stakt átak í bindingu gróðurs með landgræðslu og skógrækt í þeim til- gangi að hafa aukið árlega bindingu C02 um 100.000 tonn árið 2000 miðað við 1990. Til þessa átaks var veitt 450 milljónum króna til að binda þau 22.000 tonn sem á vant- aði miðað við óbreytta starfsemi. Verkefnið hefur gengið ákaflega vel. í átakinu fellur allur stofn- kostnaður vegna bindimarkmiða 1990-2000 á það tímabil. Með beinni deilingu hafa ýmsir reiknað út að það kosti rúmar 20 þúsund kr. að binda hvert tonn C02 (450 milljónir kr. og 22 þús- und tonn), en gæta ekki að því að þessi stofnkostnaður skilar mik- illi kolefnisbindingu í marga ára- tugi. Árlegur kostnaður á hvert FREYR 6/2000 - 19

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.