Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 22
tekst að koma sér hjá því að mæta
takmörkunum á leyfilegri losun
vegna stóriðju á grundvelli þeirrar
sérstöðu hve íslenska hagkerfið er
smátt.
Kolefnisbinding sem
liður í að mæta
skuldbindingum íslands
Skoða þarf rækilega á hvern
hátt ísland getur mætt skuldbind-
ingum sínum gagnvart Kyotobók-
unin árið 2010. Leiðirnar eru
markvissar aðgerðir til að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda
og binding þess kolefnis sem á
vantar.
Hve mikið þarf
að binda?
Aukningin í losun gróðurhúsa-
lofttegunda, sem Islendingum var
heimiluð í Kyoto, þ.e. 10% miðað
við 1990, samsvarar um 290 þús-
und tonnum CO^ á ári. Sam-
kvæmt spá gæti losunin hins veg-
ar orðið 40-50% meiri árið 2010
en 1990.
Vísbendingar eru um að kolefn-
isbinding með landgræðslu og
skógrækt muni aukast mun meira
að óbreyttri starfsemi en áætlanir
stjórnvalda hafa gert ráð fyrir.
Þetta er ekki aðeins vegna þess að
bindistuðlar virðast vera hærri,
heldur einnig vegna meiri afkasta
í landgræðslu en reiknað var
með, t.d. í uppgræðslustarfi
bænda. Þetta verður kannað betur
á yfirstandandi ári, en ljóst er að
miðað við sömu afköst verður
„inneignin á bindireikningum"
nokkru meiri 2010 en ráð var
fyrir gert.
Að teknu tilliti til undanþágu-
ákvæðisins, bættrar eldsneytisnýt-
ingar og bindingar miðað við
óbreytta framkvæmdagetu, gæti
nýtt átak hugsanlega þurft að mið-
ast við að hafa aukið árlega bind-
ingu CO2 um 800 þúsund tonn árið
2010. Mikil óvissa í stóriðjumálum
veldur því hins vegar að þessi tala
er ekki byggð á traustum grunni.
Mikilvægt er að taka saman áætl-
aða bindiþörf miðað við mismun-
andi forsendur.
Bændur og
kolefnisbinding
Landbúnaðurinn gæti orðið einn
helsti „verktakinn“ í bindingu kol-
efnis hér á landi sem annars
staðar. Bændur eru ræktunarmenn,
þeir eru í nálægð við þau
uppgræðslu- og skógræktarsvæði
sem best henta og þeir búa yfir
þeirri þekkingu og þeim tækja-
kosti sem til þarf. Bændur geta því
bundið kolefni á hagkvæmari hátt
en flestir aðrir.
Samhliða því að þjóðin hafi
beinan hag af slíku
þjónustuhlutverki landbúnaðarins
eru gríðarlegir hagsmunir í húfi
fyrir bændur. Svo dæmi sé tekið
mætti hugsa sér að bændur gerðust
verktakar í samstarfi við Land-
græðsluna um að hafa aukið ár-
lega bindingu koltvísýrings um kr.
200 þúsund tonn árið 2010 (sem er
lokaár næsta viðmiðunartímabils
Kyoto-bókunarinnar) með upp-
græðslu og öðrum landbótum í
heimalöndum. Gróft reiknað
myndi slíkt verkefni alls kosta um
kr. 200 milljónir á ári og verið
væri að græða um 4000 ha af mel-
um, moldum, rofabörðum og öðru
illa förnu landi á ári. Hvað af-
kastagetu bænda varðar, þá væri
grundvöllur fyrir enn stærri bindi-
markmiðum, t.d. að hafa aukið
með uppgræðslu árlega CO2 bind-
ingu um 300 - 500 þúsund tonn ár-
ið 2010.
Hagsmunirnir eru margvíslegir.
Á mörgum jörðum eru landbætur,
stórar eða smáar, ein af forsendum
þess að búfjárframleiðsla geti
talist sjálfbær. Reynslan, m.a. úr
verkefninu Bændur græða landið,
sýnir að hægur vandi er að græða
mela og önnur rofsár samhliða
nýtingu ef beitarálag er hóflegt.
Einhver aukakostnaður leggst þó á
uppgræðsluna vegna beitarinnar,
en mjög breytilegur eftir aðstæð-
um.
Meiri landkostum fylgir aukið
hagræði í búskapnum, möguleikar
til að skipuleggja beit betur og
auknar afurðir. Bændur í búíjárrækt
hefðu því beinan arð af uppgræðsl-
unni. Samhliða er verið að bæta
ásýnd sveita, auka velvilja þjóðar-
innar gagnvart landbúnaðinum og
búa í haginn fýrir komandi kyn-
slóðir, sem ekki veitir af því æ
erfiðara verður fyrir ört vaxandi
mannfjölda í heiminum að afla sér
fæðu í framtíðinni.
Miklir möguleikar liggja einnig í
kolefnisbindingu með skóg- og
skjólbeltarækt, sem hefði jafnframt
í för með sér beinan arð og verð-
mætaaukningu á landi. Kostnaður-
inn er hins vegar heldur meiri en
við almennar landbætur, en hag-
kvæmast virðist að breyta auðn í
skóg. Möguleikar til atvinnutekna
eru meiri í skógrækt því að hún
krefst meira vinnuafls miðað við
hverja einingu í efniskostnaði.
Kolefnisbinding með land-
græðslu og skógrækt er stórt
byggðamál. Útfærsla slíkra verk.-
efna getur verið með ýmsum hætti
og tekjur bænda geta bæði verið í
formi aukins arðs af landinu og/eða
beinna launagreiðslna vegna fram-
kvæmda.
Landsbyggðarmál
Kolefnisbinding með upp-
græðslu og skógrækt á ófrjóu
landi eykur landkosti. Slíkar að-
gerðir hafa því mikið þjóðhagslegt
gildi, út frá mörgum sjónarmiðum,
og treysta framtíð þjóða. Hvað
okkur Islendinga varðar hefur
skógur, annar gróður og jarðvegur
eyðst af miklu landi í aldanna rás.
Öllum aðgerðum til að bæta slíkt
land fylgir sjálfkrafa mikil kolefn-
isbinding. íslenskur landbúnaður
gæti skapað sér stórt hlutverk sem
þjónustuaðili við þau verkefni
sem hér bíða á sviði kolefnisbind-
ingar og bætt um leið landkosti
fyrir bæði núverandi og komandi
kynslóðir. Slík verkefni gætu um
leið orðið liður í að efla landbún-
aðinn og styrkja hinar dreifðu
byggðir landsins.
22 - FREYR 6/2000