Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 25
markaðar við þau gen sem finnast
innan tegundarinnar eða í öðrum
náskyldum tegundum. Varla er við
því að búast að þessar hefðbundnu
aðferðir dugi til að koma af stað
annarri „Grænni byltingu" sem næði
því markmiði að tvöfalda uppskeru
á hektara og byggja inn í erfðaefni
nytjaplantna sjálfsvöm gegn margs
konar áreiti sem minnkuðu þörf fyrir
notkun eiturefna í landbúnaði. Það
er þess vegna að augu vísindamanna
beinast að því að finna nýja og
gjörólíka kynbótatækni sem leyst
gæti vandann.
Hin nýja líftækni
Hin nýja tækni, líftækni, og innan
hennar, erfðabreytingar eða erfða-
bætur, hefur verið að þróast á und-
anfömum ámm. Sú tækni gerir það
kleift að sækja gen út fyrir plöntu-
tegundina, ættina og jafnvel plöntu-
ríkið sjálft og gera genið hluta af
erfðaefni plöntunnar. An þessarar
nýju tækni eða einhverrar annarrar
álíka öflugrar tækni, óttast ég að
framleiðsla nægra matvæla fyrir
niðja okkar eftir miðja þessa öld
verði mjög ótrygg, ef mannkynið
heldur áfram að fjölga sér jafnhratt
og á síðustu öld. Ég óttast að þá
yrði öflun fæðu erfiðasta, mikil-
vægasta, og kannski eina vanda-
málið sem mannkyn stæði frammi
fyrir, því að sveltandi maður stend-
ur ekki í öðmm stórræðum en þeim
að finna sér matarbita.
Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að
höfð sé fúll aðgát þegar nýjum að-
ferðum er beitt við framleiðslu, með-
ferð og geymslu matvæla. Vandlegar
vísindalegar rannsóknir verða að
hggja til grundvallar áður en slíkum
aðferðum er beitt og matvæhn boðin
neytendum. Hins vegar finnst mér að
þegar slíkt hggur fyrir og ekkert
bendir til þess að heilsu manna stafi
hætta af matvælum, sem framleidd
em af erfðabreyttum plöntum, þá sé
htil ástæða fyrir þeim ótta sem fram
kemur í umfjöllun um þessi mál. Ég
vil riQa upp að snemma á öldinni
sem leið komu fram álíka öflug
mótmæh við gerilsneyðingu mjólk-
ur. Sams konar mótmæli, án
nokkurra vísindalegra raka, sem
virðast byggja á tilfmningum einum,
koma enn í veg fyrir að nota væga
geislameðferð við geymslu matvæla,
en sú aðferð er ein sú árangursíkasta
og meinlausasta sem völ er á. Þá
væri Salmonella, Camphylobacter,
E. coli og jafnvel Listeria nær því úr
sögunni sem vandamál í matvæla-
iðnaði. Það væri mikill skaði ef fá-
kunnátta og tilfinningasemi fá meira
vægi en marktækar vísindalegar
rannsóknir í ákvörðunum um hvort
leyfa eigi notkun erfðabreyttra
plantna til framleiðslu matvæla.
Eftirmáli
I umræðum á ráðstefnunni bætti
ég eftirfarandi við: I erindinu fjall-
aði ég aðeins um hugsanlegan
ávinning af erfðabættum nytja-
plöntum til að mæta fæðuþörf
heimsins á næstu áratugum.
Avinningur okkar Islendinga af
notkun erfðabættra plantna er
nokkuð ótvíræður. Við búum hér í
heimshluta sem hefur verið kallað-
ur á mörkum hins byggilega
heims. Flesta tegundir nytjajurta
sem við ræktum eru nálægt ytri
mörkum vaxtarskilyrða fyrir þær.
Frostnætur seinni hluta ágúst
eyðileggja oft kartöflugrös og
vöxtur kartaflna stöðvast. Þetta
veldur bæði uppskerutjóni og
gæðarýmun. Það væri mikill feng-
ur ef unnt væri að flytja gen í
kartöfluplöntuna einhvers staðar
frá sem yki frostþol hennar þó ekki
væri nema um 1-2 gráður. Með
venjulegum kynbótaaðferðum
hefur tekist að framkalla afbrigði
af byggi sem ná góðum þroska og
viðunandi uppskeru af byggi í
flestum ámm. Hins vegar getum
við ekki ræktað hveiti hérlendis
sem gefur nóga uppskeru. Það
væri mjög áhugavert ef tækist að
flytja gen í hveitiplöntuna sem
gerði hana nógu snemmþroska og
nægjusama á hita til þess að gefa af
sér arðsama uppskem og við gæt-
um bakað brauð úr íslensku gæða-
hveiti. Ef þessi nýja tækni gæti
gert íslenskum landbúnaði kleift að
framleiða meira úrval af gæðamat-
vælum á lægra verði, yrði það ís-
lenskum bændum og íslenskum
neytendum til mikilla hagsbóta.
Þolinmæði ESB gagnvart
kúariðu á þrotum
Embættismannaráð ESB leggur
til að frá 1. júlí nk. skuli öll
svoköhuð áhættulíffæri varðandi
kúariðu fjarlægð frá föllum
nautgripa og fullorðins fjár við
meðferð kjötsins. Þessir hlutar em
heili, augu, mæna, hálskirtlar,
milta og hluti af gömum. Með
þessu er talið að áhættu á
Creutzfeld-Jakobs veiki í mönnum
verði haldið í algjöra lágmarki.
Nú þegar hafa átta lönd, þar
sem kúariða hefur verið staðfest,
sett sér þessar reglur. Þau em
Bretland, Portúgal, Frakkland,
Belgía, Holland, írland, Luxem-
burg og, frá því í mars sl., Dan-
mörk. Það var hins vegar kúa-
riðutilfellið í Danmörku sem varð
til þess að ESB ákvað að setja
sameiginlegar reglur fyrir öll
lönd sambandsins.
Samkvæmt væntanlegum regl-
um skal brenna allt áhættuefni
frá slátrun sem og sjálfdauð dýr
eins árs og eldri. Lönd ESB,
einnig þau þar sem kúariða hefur
ekki komið upp, munu verða
fyrir miklum kostnaði vegna
þessa.
(Intemationella Perspektiv nr.
17/2000).
FREYR 6/2000 - 25