Freyr - 01.06.2000, Side 28
Erfðabreytt matvœli
- umhverfisverndarsamtök
krefjast varfærni1
Innan tíðar kunna íslendingar að
standa frammi fyrir þeirri
spumingu hvort heimila megi
erfðabreyttar lífverur, plöntur og
húsdýr, í íslenskum landbúnaði.
Gulrætur, kartöflur og jafnvel ís-
lenska sauðkindin gæti orðið við-
fangsefni þessarar nýju tækni sem
ýmsir fagna en aðrir telja vágest.
Margir sjá í erfðabreyttum lífvemm
von um betri og meiri fæðu fyrir ört
vaxandi fjölda fólks. Umhverfis-
samtök um allan heim krefjast þess
að sýnd verði mikil fyrirhyggja og
varúð við notkun erfðabreyttra líf-
vera. Ýmsar upplýsingar hafa kom-
ið fram á undanfömum misserum
sem benda til þess að nauðsynlegt
sé að taka þessi vamaðarorð alvar-
lega2.
Glæða von
um meiri lífsgæði
Bætt heilsa, betri fæða og auð-
veldari fæðuöflun em lífsgæði sem
maðurinn hefur alltaf sóst eftir.
Sóknin í þessi lífsgæði hefur óneit-
anlega leitt af sér ýmsar framfarir
en jafnframt haft margþætt nei-
kvæð umhverfisáhrif.
Á síðustu ámm hafa tveir algjör-
lega andstæðir straumar einkennt
þessa leit. Annars vegar er sóst eftir
hreinum náttúravörum sem ekki
hefur verið spillt með manngerðum
efnum. Hins vegar er vaxandi
ásókn í að beita vísindaþekkingu til
að breyta í grundvallaratriðum líf-
vemm sem era undirstaða fæðu
okkar, væntanlega með það að
markmiði að framleiða góð og
ódýrari matvæli.
Það er afar mikilvægt að neyt-
endur geti sjálfir valið hvaða fæðu
þeir neyta en forsendan fyrir því er
upplýsingaskylda matvælafram-
eftir
Tryggva Felixson,
framkvæmdastjóra
Landverndar
leiðenda. Nú virðist sem neytendur,
a.m.k. í Evrópu, hafi fellt þann dóm
að erfðabreytt matvæli eiga ekki
heima á matarborði þeirra. Þetta
hefur að sjálfsögðu áhrif á fram-
leiðslu. Fram hafa komið upplýs-
ingar sem benda til þess að á heims-
vísu kunni bændur að draga úr
notkun erfðabreyttra lífvera í akur-
yrkju um allt að 25% í ár samanbor-
ið við árið 1999.
Fyrir liðlega ári varaði Tony Blair
forsætisráðherra Bretlands við mál-
flutningi umhverfisvemdarsamtaka
gegn erfðabreytmm lífvemm. Blair
hefur skipt um skoðun og nýlega var
eftir honum haft að það væri engum
vafa undirorpið að erfðabreytmm h'f-
vemm fylgdi áhætta fyrir manninn
og fjölbreytileika Ufríkisins3. Um-
hverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir,
virðist ekki jafn áhyggjufull og
breski forsætisráðherrann og telur að
niðurstöður rannsókna hingað til
bendi til þess að ekki sé hætta á
ferðum4. Nú í apríl kom út skýrsla í
Bandaríkjunum sem unnin var af
National Academies. Þessi skýrsla
lýsir vel þeim hugsanlega ávinningi
sem kann að felast í erfðabreyttum
lífvemm en þar er jafnframt undir-
strikað mikilvægi vandaðra rann-
sókna til að fyrirbyggja umhverfis-
slys sem vissulega geti verið fylgi-
fiskur þeirra5.
Matvælaframleiðslan
er ekki sjálfbær
Framleiðsla á matvælum byggist
á samspili manns og náttúm. Mat-
vælaframleiðsla hefur oft óhjá-
kvæmilega mjög víðtæk umhverfis-
áhrif og víðast er því miður langt
frá því að hún sé stunduð með sjálf-
bæmm hætti. Ýmsar tækniframfarir
í landbúnaði hafa á undanfömum
áratugum aukið framleiðslugetu en
jafnframt spillt umhverfinu. Sem
dæmi má nefna að notkun eiturefna
í landbúnaði hefur víða spillt loft-
gæðum, jarðvegi og gmnnvatni og
notkun tilbúins áburðar veldur því
að víða safnast þungmálmar upp í
jarðvegi og næringarefni í vötnum
og sjó.
Kynbætur á plöntum og dýmm
hafa aukið framleiðslugetu, lækkað
" Grein þessi byggir á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu umhverfisráðuneyt-
isins 9. mars 2000. Það er rétt að geta þess að umhverfisvemdarsamtök á íslandi
hafa ekki markað ákveðna stefnu gagnvart erfðabreyttum matvælum. Umhverf-
isvemdarsamtök víða um heim hafa eðlilega mikið fjallað um þetta mál og tekið
afstöðu til þess. Stefnumörkun umhverfisvemdarsamtaka hér á landi virðist því
tímabær og þetta efni verður til umfjöllunar á aðalfundi Landvemdar sem hald-
inn verður 20 maí nk. í Garðyrjuskólanum á Reykjum.
Sjá m.a. grein Elínar Guðmundsdóttur í Bændablaðinu 28.mars 2000.
Sjá leiðara Guardian Weekly, 2.-8. mars 2000.
Grein í Morgunblaðinu 15. mars 2000.
Fréttatilkynning frá National Academy of Sciences, dagsett 5. apríl 2000.
28 - FREYR 6/2000