Freyr - 01.06.2000, Page 31
Garðrœkt í Svínafelli
í Öræfum
/
Ihinni ágætu grein Jónatans Her-
mannssonar „Gulrófur fyrr og
nú“ í fyrsta hefti Freys 2000 er
sagt að Sigurður Sigurðsson búnað-
armálastjóri hafi getið þess eftir að
hann fór um Öræfin árið 1905, að þar
rækti menn sjálfir fræ af gulrófum og
selji jafnvel öðrum af því. Hann
mun ekki hafa fengið neinar sagnir
um hvað lengi sú ræktun hafi þá
verið samfelld í Svínafelli, en þar fór
hún fram. Faðir minn, sem þar var
fæddur árið 1879 og átti heima til
aldamóta, sagði mér að Jón Pálsson,
afi hans, sem heima átti í Svínafelli
ffá 1845 til æviloka 1912, að einu ári
undanskildu, hefði sagt sér að fræ af
rófum muni fyrst hafa verið ræktað í
Svínafelli um 1820. Sá sem byijaði
fræræktina var Isleifur Asgrímsson
sem bjó í Svínafelli frá 1805-1836,
og lést 1845, veturinn áður en Jón
kom alkominn að Svínafelli og var
þá 18 ára. Ásgrímur hafði sett niður
rófur til að fá af þeim fræ síðasta
sumarið sem hann lifði, og Jón tók
að sér að halda áfram fræræktinni
ffam yfir aldamótin. Jón, sem var
einn af stóra bamahópnum í Amar-
drangi, hafði fyrst komið að
Svínafelli 12 ára gamall og dvalið
þar nokkum tíma, en virðist þó ekki
hafa fermst þar. En á þeim tíma
kynntist hann ísleifi, og tíndi oft fyrir
hann jurtir sem Isleifur notaði í lækn-
ingalyf, sem menn töldu koma að
góðum notum.
Vitað er að Hjörleifur læknir, sem
Sigfús þjóðsagnasafnari segir frá,
dvaldi um tíma hjá Isleifi, og má
vera það þeir hafi numið hvor af
öðmm. Jón sagði að Isleifur hefði
talað um að rétt væri að segja hon-
um við hvaða kvillum jurtirnar
ættu, en ekki hefði orðið af því. En
Jón kynntist fræræktinni hjá Ás-
grími og hélt henni áfram þar til
sonarsonur hans og alnafni tók við
eftir
Sigurð
Björnsson,
Kvískerjum
henni. Það veit ég að er rétt að Jón
lét oft rófufræ sem hann ræktaði, og
því líklegt að rétt sé það sem ég
heyrði sagt að hann hafi látið fræ að
Kálfafelli, en ég efa að hann hafi
selt það. Jón yngri Pálsson var um
tíma hjá Einari Helgasyni í Gróðr-
arstöðinni í Reykjavík, og kom með
rófufræ þaðan heim að Svínafelli.
Honum líkaði þær rófur betur en
þær sem áður voru ræktaðar í
Svínafelli og ræktaði því eingöngu
fræ að þeim eftir það, en ekkert veit
ég hvort það var bragðið, uppsker-
an eða eitthvað annað sem hann
taldi betra, en þetta varð til þess að
ég get ekkert um það sagt hvemig
gömlu Svínafellsrófumar litu út.
Þess má geta að veðrátta í Svína-
felli var mjög hagstæð til fræræktar.
Isleifur var einnig upphafsmaður
að kartöflurækt í Svínafelli. Fram
yfir 1930 var til rennd tréskál í
Svínafelli, sem nú er fyrir bí, allt að
40 sm í þvermál, sem föðursystir
mín sagði að amma sín hefði sagt
sér að Isleifur hefði komið með
fyrstu kartöflumar í sem komu að
Svínafelli. Til var a.m.k. ein önnur
sams konar skál hér í sveit, og var
mér sagt að hún hefði verið af
franskri skútu. Hugsanlega hafa
þær verið notaðar við söltun á skút-
unum. Hér vom til tréskálar rennd-
ar í rennismiðju, en þær vom með
allt öðm lagi. Talið var að Isleifur
haft fengið kartöflumar af strandi,
sem mundi þá hafa verið 1828, en
hann gæti líka hafa fengið þær úti á
sjó, ef hann hefur farið í róður með
Suðursveitungum, og haft með sér
vettlinga til að láta fyrir kartöflum-
ar, en ekki mun þá hafa verið neitt
róið á sjó úr Öræfum. Þegar ég
man fyrst eftir var dálítið um hvítar,
lítið eitt aflangar kartöflur í Svína-
felli, sem þá vom að víkja fyrir
rauðum kartöflum eða rauðu lagi
nokkuð innan við flusið, þannig að
í þeim var rauður hringur ef þær
vom skomar sundur. Sagt var mér
að þær hefðu komið af franskri
skútu sem strandaði í Suðursveit.
Þær þóttu bragðbetri en hinar, og
betri í upptöku því hinar þóttu of
dreifðar.
Þá skal að endingu minnt á annað
í sambandi við rófur. Ég var einu
sinni að blaða í Þjóðólfi frá 19. öld
á Landsbókasafni, var að gæta að
hvort þar væri nokkur frétt úr Öræf-
um, en las lítið, rak þó augun í eina
grein sem ég las alla, og held mig
muna aðalefni úr. Mig minnir að
blaðið hafi verið frá 1851, en það
gæti hafa verið áratug eldra. Ekki
þori ég heldur að ábyrgjast að und-
irskriftin hafi verið Eyfellingur, en
þaðan var greinin. Efnið var það að
óvíst væri um rófnaræktina það
árið, en að undanfömu hefði amt-
maður sent fræ í hreppinn og menn
sáð því í garða sína, en sl. sumar
hefðu þeir sent pokann sem fræið
kom í til Vestmannaeyja þegar búið
var úr honum, og ætlast til að hann
fengi góða ferð þaðan til amt-
manns. En nú virtist pokinn týndur,
og komið hefði orðsending frá amt-
manni og hann gæti ekki sent fræ
fyrr en hann fengi pokann. Sé þetta
rétt munað, segir það dálítið um
samgöngur og fleira, en þar sem nú
em meira en þrír áratugir síðan ég
las þetta, get ég ekki fullyrt að ég
muni þetta alveg rétt.
FREYR 6/2000-31