Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 36
- Blandaöur gróöur grasa
- Vallarsveifgras
Knjáliöagras
Varpasveifgras
- Kal og aðrar eyöur
2. mynd. Gróður á kalskellum. Breyting á hlutdeild gróðurs 1970-1974.
a. Túnið ómeð-
höndlað .........9% haugarfi
b. Sáð í túnið með túnsáðvél án
jarðvinnslu .....6% haugarfi
c. Túnið tætt með tætara einu sinni
og sáð í það . . . .19% haugarfi
d. Grasrótin tætt með hjólmúgavél
og sáð í landið með
túnsáðvél .......4% haugarfi
e. Túnið plægt og herfað og sáð í
það með tún-
sáðvél...........80% haugarfi
Þetta sýnir hve mikið var af
haugarfa í reitunum sem plægðir
voru og herfaðir. Á reitunum, sem
ekki höfðu verið meðhöndlaðir, var
arfi í kalskellum.
Illgresi var ekki eytt úr tilraun-
inni með illgresiseyði og þess
vegna var arfi ríkjandi gróður í
sumum liðum. Væntanlega hefðu
niðurstöður orðið aðrar ef arfanum
hefði verið eytt.
Það er nauðsynlegt að halda
áfram rannsóknum á endurvinnslu
túna, vegna þess að mörg mýrartún
gefa minni uppskeru en hægt er að
sætta sig við. Rétt er að minna á að
um 70% af túnum landsmanna er á
framræstri mýri.
Endurvöxtur gróðurs
í kalskellum,
tilraun nr. 268-70
Það var ekki mikið kal í túnunum á
Hvanneyri á árunum 1966-1970. Þó
voru á víð og dreif þónokkrar stórar
kalskellur. Gerð var athugun á gróðri
einnar slíkrar skellu árin 1970-1974,
en rannsóknir árið 1973 féllu niður.
Það vom gerðar 2400 gróðurákvarð-
anir á skellunni hvort ár. Niðurstaðan
kemur fram á 2. mynd.
Blandaður gróður voru gróður-
viskar, sem var blanda af vallar-
sveifgrasi, varpasveifgrasi, tún-
vingli, knjáliðagrasi, snarrótarpunti
og língresi. Það eru allt grasteg-
undir sem loka kalskellunum fyrir
utan snarrótarpuntinn.
Það má segja að 4. tafla sýni að kal-
árið 1970 hafi kalskellur og varpa-
sveifgras verið 22% af reitnum en
fjórum ámm seinna 3,5%. Vallar-
sveifgras jók jafnframt hlutdeild sína.
Þetta er í samræmi við það sem Bjami
E. Guðleifsson (1986) hefur skrifaði:
„Reynslan er sú að tún sem hafa verið
gróin vallarsveifgrasi gróa upp furðu
fljótt, en uppskeran af þeim verður þó
aldrei sambærileg við nýræktir að
magni og gæðum og oft mikill arfi og
varpasveifgras fyrstu árin.“
Sandi blandað í mýri,
tilraun nr. 83-59
Tilraunin var gerð á mýrarjörð
austan við Grænhól. Sandur var
tættur saman við jarðveginn í júní
1959 og sáð MR-blöndu frá 1959,
sem áður er getið um. Áburður
1959: 80 kg/ha N, 87,4 kg/ha P og
83 kg/ha K. Áburður 1960-1963:
1 i 4. tafla. Tilraun nr. 83-59. Sandur á mýrarjörð, upp- skera hkq/ha þurrefni.
Engin 200 mVha 600 m3/ha 1200 m3/ha
íblöndun sandur sandur sandur
1960 31,4 40,4 46,2 41,1
1961 45,6 65,0 74,4 78,7
1962 36,7 52,9 58,6 67,8
Meðaltal 37,9 52,8 59,7 62,5
Fervikagreining
5. tafla. Tilraun nr. 83-59. Sandur á mýrarjörð.
Gróðurathugun með oddamælingu, 1962 , %.
Engin 200 m’/ha 600 m3/ha 1200 m3/ha
íblöndun sandur sandur sandur
Vallarfox-+ 45 47 42 43
háliðagras
Varpasveifgras 15 9 16 12
Önnur sveifgrös 4 8 5 3
Knjáliðagras 17 11 13 6
Túnvingull 2 4 6 18
Haugarfi 16 20 17 17
Túnsúra 1 1 1
Brennisóley 1
36 - FREYR 6/2000