Freyr - 01.06.2000, Side 37
6. tafla. Tilraun nr. 83-59. Sandur á mýrarjörö.
Efnamagn % af þurrefni, 1961.
Engin 200 m3/ha 600 m3/ha 1200 mYha
Fosfór íblöndun sandur sandur sandur
1. sláttur 0,35 0,33 0,32 0,29
2. sláttur Kálsium 0,29 0,25 0,26 0,26
1. sláttur 0,34 0,32 0,30 0,29
2. sláttur Kali 0,32 0,29 0,30 0,29
1. sláttur 2,37 2,46 2,93 3,23
2, sláttur Natríum 2,15 2,19 2,47 2,74
1. sláttur 0,54 0,34 0,22 0,12
2. sláttur 0,21 0,18 0,14 0,09
120 kg/ha N, 33,1 kg/ha P og 74,7
kg/ha K.
Stœrð reita 3 x 7 = 21 m2. Upp-
skerureitir voru 6x2 = 12 m2.
I 4. töflu sést að það hefir orðið
verulegur uppskeruauki við að setja
sand í jarðveginn. í Noregi er dálítil
reynsla að blanda sandi í mýraijörð,
m.a. til að auka varmaleiðni jarð-
vegsins. Þar mun vera algengast að
nota 200-300 mVha af sandi (Vidar
Ryeng, 1997).
Við íblöndun sandsins varð yfir-
borð þeirra reita sem sandinum var
blandað í örlítið hærra en landsins í
kring. Þessi hækkun á yfirborði
varð til þess að ekki verður með
vissu fullyrt hvort uppskeruaukinn
stafi af sandinum eða hækkuðu
yfirborði né hversu mikið er vegna
sandsins og hve mikið vegna hærra
yfirborðs, en ekki er ólíklegt að
hvort tveggja eigi sinn þátt í upp-
skeruaukanum. Örlítið hærra yfir-
borð jarðvegs getur oft ráðið hvort
planta lifir veturinn af eða ekki.
5. tafla gefur ekki til kynna að
dregið hafi úr hlutdeild varpasveif-
grass lítið úr hlutdeild knjáliðagrass
við aukið sandmagn í jarðvegi. Lík-
lega hefði það breyst ef fylgst hefði
verið með gróðurfari í fleiri ár.
Sé efnaupptaka í tilrauninni
skoðuð kemur í ljós að mun meira
hefur verið borið á af fosfór en
skilar sér aftur í uppskerunni. Fos-
fórinn hefur því annað hvort bund-
ist í jarðveginum og er þar sem
forði sem losnar hugsanlega aftur
smám saman við rotnun jarðvegs-
ins eða hann hefur borist með sig-
vatni niður fyrir rótarkerfið eða
jafnvel út í framræsluskurði. Kalí í
uppskerunni er hins vegar meira en
borið var á, í sumum liðum ríflega
tvöfalt meira. Það er ekki hægt að
fullyrða neitt um það hvort kalí hef-
ur borist í sandinum og losnað úr
honum um sumarið eða hvort það
hefur losnað úr mýrarjarðveginum.
Eitthvað hefur a.m. k. losnað úr
honum því að meira kalí er í sand-
lausu reitunum en borið var á þá
(■tafla 6).
Þessa tilraun væri full ástæða til
að endurtaka og þá með minna
sandmagni og viðráðanlegra í al-
mennri ræktun. Hefði það jákvæð
áhrif á uppskeruna að blanda tutt-
ugu rúmmetrum á ha í mýrartún-
um?
Heimildir
Bjami E. Guðleifsson, 1986: Endur-
ræktun túna eftir kal. Handbók bænda
37: 171-173.
Bjami E. Guðleifsson, 1999: ísáning
- sáð í gróinn túnsvörð. Ráðunauta-
fundur, 90-99.
Óttar Geirsson, 1973: Endurvinnsla
túna. Freyr 69 (5): 106-110.
Óttar Geirsson. Tilraun með jarð-
vinnslu. Ársrit RN. 1966, 81-96.
Mikill munur á landsframleiðslu
á svæðum innan ESB
ESB er skipt í 211 svæði og
metur sambandið verðmæti
framleiðslu þeirra hvers um sig,
meðal annars m.t.t. styrkja sem
þau njóta. A 50 svæðum náði
framleiðslan 75% eða minna af
meðal verðmætasköpun innan
sambandsins en á 21 svæði var
hún 25% eða meira yfir
meðaltalinu. Breytileikinn er
þannig mikill en minnst var
framleiðsluverðmætið í héraðinu
Ipeiros í Grikklandi, eða 43%, en
mest í London 229%.
Svæði með litla verðmæta-
sköpun eru einkum í Portúgal,
syðri hluta Spánar, syðri hluta
Ítalíu og austanverðu Þýskalandi.
Svæði með mikla
landsframleiðslu eru hins vegar á
Norður-Italíu og svæði kringum
stórborgir í Þýskalandi, Belgíu og
Hollandi, sama á við um París. Á
Norðurlöndum er það einungis
svæðið kringum Helsingfors sem
kemst í þennan flokk.
Ekki er beint samhengi milli
verðmætis framleiðslu á svæði og
lífskjara íbúanna þar, m.a. þar
sem fólk býr oft utan þess svæðis
þar sem það vinnur.
(Intemationella Perspektiv nr.
17/2000).
FREYR 6/2000 - 37