Freyr - 01.06.2000, Síða 38
Búvélaprófanir )
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild, Hvanneyri
Ár 1999 Nr. 704
AVANTE - fjósvél
Gerð: AVANT Profi Framleiðandi: AVANT TECNO
OY, Finnlandi. Innflytjandi: Orkutækni hf., Reykjavík
YFIRLIT
AVANT fjósvélin var reynd af Bútæknideild Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins veturinn 1998-99. Vélin var
notuð í rúma tvo mánuði við gjafir á ferböggum, rúllu-
böggum og lausu þurrheyi í fjósi með um 50 kúm.
Fjósvélin er ætluð til fóðurflutninga við gjafir í fjósum
og öðrum gripahúsum eftir því sem aðstæður gefa til-
efni til. Vélinni fylgja jafnframt skófla og lyftaragafflar.
Vélin er knúin með 13 hestafla bensínhreyfli með raf-
starti og hún vegur um um 480 kg. Drifhjól eru knúin
með vökvamótorum og lyftibúnaði er stjórnað með
vökvatjökkum.
Gerður var samanburður á afköstum við gjafir í fjósi,
annars vegar með vélinni og hins vegar með hjólakvísl.
Niðurstöður má sjá í meðfylgjandi mynd.
Samanburðurá afköstum við gjafir
Hægt er að athafna sig við tiltölulega þröngar
aðstæður, og er í raun bara breidd vélarinnar sem er
takmarkandi, ásamt lengd þar sem um beygjur er að
ræða. Vegna þess að tækið er ekki mjög þungt er ekki
hægt að lyfta venjulegri rúllu, en hægt er að draga rúllu
til nokkuð auðveldlega.
Þegar unnið er við heygjafir þarf að gæta sérstakrar
varúðar vegna slysahættu bæði m.t.t. manna og gripa.
Fjósvélin ertraustlega smíðuð og ertil mikils vinnuléttis
Ár 1999 Nr. 705
VERMEER - rúllubindivél
Gerð: Vermeer 504 Series L. Framleiðandi: Vermeer
Manufacturing Company lowa USA. Innflytjandi:
Búvélar hf. Reykjavík og Selfossi.
YFIRLIT
Vermeer 504 L er rúllubindivél með breytilega bagga-
stærð þ.e.a.s. fastkjarnavél. Hún var reynd af Bútækni-
deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið
1999. Við prófun vélarinnar voru bundnir 1.213 baggar.
Bindivélin er dragtengd, knúin frá vinnudrifi dráttar-
vélar og vökvakerfi. Hún vegur 1940 kg. Hún tekur hey
á öllum þurrkstigum upp úr görðum eða sláttumúgum
og forþurrkað grænfóður og vefur í þétta, sívalnings-
laga bagga. Þeir eru 1,2 m breiðir og allt að 1,6 m í
þvermál, þannig að rúmmál þeirra getur orðið um 2,1
m3. Þyngd bagga er eðlilega breytileg eftir stærð en
einnig eftir þurrkstigi og þjöppun vélarinnar. Gerðar
voru ítarlegar mælingar á rúmþyngd (kg þe/m3) heysins
með ólíku þurrefnisinnihaldi og kom ekki fram raunhæft
samhengi þar á milli. Þyngdin oft á bilinu 150-180 kg
þe/m3. Með algenga baggastærð og þurrkstig um 60-
70% mældist rúmþyngdin mest um 190. Afköst mæld-
ust mest nettó um 1,2 mín/bagga en að jafnaði um 1,35
mín nettó. Til að áætla raunveruleg afköst má bæta
a.m.k. 15% við þennan tíma vegna aksturs milli múga
og smávægilegra tafa. Því er hér reiknað með um 35-
40 böggum á klst. Þegar afkastamælingar voru gerðar
var þurrefni heysins á bilinu 30-60%. Ef miðað er við að
afköst séu 35 baggar/klst og uppskera 4000 kg þe./ha
má í grófum dráttum áætla afkóstin um 1,5 ha á klst.
Vélin er lipur í notkun og vinnur vel við allar algengar
aðstæður. Mæld var aflþörf við gerð nokkurra bagga af
fyrri slætti.. Aflþörfin á drifskafti vex jafnt og þétt í upp-
hafi bindingar upp í um 25 kW en helst síðan á bilinu
25-30 kW þar til binding hefst. Að teknu tilliti til dráttar-
afls verður því að ætla að það þurfi 45-50 kW dráttarvél
(60-70 hö) til þess að fullnýta þjöppunar- og afkasta-
getu vélarinnar. Gúmmíbeltin virðast mun vandari en á
fyrri gerðum sem hafa verið til prófunar og var ekki unnt
að merkja neitt lát á þeim í lok reynslutímans. Fylgjast
38 - FREYR 6/2000