Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 11
antekning. Siðareglur land-
búnaðarins þurfa að lúta að fólkinu
sem vinnur við landbúnaðinn,
búsmalanum og landinu. Fólkinu
þarf að búa góð vinnuskilyrði og
samfélagsþjónustu, aðbúnaður
búfjár þarf að vera góður og
umhyggja viðhöfð við hirðingu
þess. Við þurfum að umgangast
landið með þeim hætti að það
skemmist ekki og haldi áfram að
gefa af sér fæði og aðrar afurðir, auk
þess að vera manninum til ánægju.
Matskerfi
Á grundvelli ofangreindra gæða-
stuðla er unnt að búa til matskerfi
fyrir landbúnaðinn sem hjálpartæki
við að meta hvernig hann fellur að
markmiðum okkar varðandi um-
hverfið, hollustu matvæla og sið-
fræðina. Allur landbúnaður félli þá
undir þetta hvort sem hann er líf-
rænn eða hefðbundinn. Þá yrði gef-
in einkunn fyrir hvern gæðastuðul,
t.d. frá 1-5. Eðlilegt er að stuðlarn-
ir hafi mismikið vægi í heildareink-
unninni eftir mikilvægi þeirra.
Vægi hvers stuðuls getur einnig
verið breytilegt milli landa eða
landshluta, það sem er stórvanda-
mál í einu landi getur verið léttvægt
annars staðar.
Næstu skref í þróun matskerfis-
ins er nákvæmari lýsing á því til
hvaða þátta á að horfa þegar gefin
er einkunn fyrir ákveðinn stuðul,
hvað á t.d. að skoða þegar gefin er
einkunn fyrir stuðulinn „tap nær-
ingarefna”. Þar má nefna geymslu
búfjáráburðar, dreifingartíma
áburðar, heildarmagn áburðar á
flatareiningu, jarðveg, uppskeru,
tegundir í ræktun, hlutfall lands
sem er opið yfir veturinn o.s.frv. En
það þarf að vera fyrirfram ákveðið
hvemig þessir þættir eru notaðir í
einkunnagjöfinni. Þetta er í raun
svipuð hugsun og í búfjárdómum.
Það má hugsa sér mismunandi
nákvæmni við mat á stuðlunum eft-
ir tæknistigi og mannafla á svæð-
inu. Þetta getur verið allt frá ein-
faldri einkunnagjöf á staðnum upp í
flóknar mælingar með tækjum.
Annað skref í þessu ferli er
hönnun á einföldum hugbúnaði til
að halda utan um gögnin og reikna
úr þeim. Matstölurnar væru þá
slegnar inn í tölvu á staðnum eða
skráðar frá mælitækjum. Hugbún-
aðurinn reiknar út niðurstöður
fyrir viðkomandi býli og summa
margra slíkra mælinga býður upp
á niðurstöður fyrir stærra svæði og
ýmis konar flokkun á niðurstöðun-
um.
Lokaorð
Síðast en ekki síst er rétt að und-
irstrika mikilvægi þess að mats-
kerfi sem þetta sé unnið í samstarfi
við bændur eða fulltrúa þeirra
þannig að sem víðtækust sátt náist
um það. Einn tilgangur þess er að
hjálpa einstökum bændum til að
átta sig á stöðu síns bús og leið-
beina þeim við lagfæringar. Kerfið
má einnig nota til að gefa mynd af
svæðum eða landshlutum með því
að skoða ákveðið úrtak af viðkom-
andi svæðum.
Þá skiptir miklu máli að mönnum
sé umbunað fyrir það sem vel er
gert og það skili sér til bænda, t.d. í
hærra vöruverði. Eg ítreka að við
getum ekki einungis gert auknar
kröfur til bænda á þessu sviði, við
neytendur verðum einnig að leggja
okkar skerf á móti.
Heimildir
Kirchmann, H. & Thorvaldsson, G.,
2000. Challenging targets for future
agriculture. European Journal of
Agronomy 12, 145-161.
Guðni Þorvaldsson, 1996. Landbún-
aður og umhverfí hans. Ráðunauta-
fundur 1996, 22-30.
Það þarfað búa vel að fólkinu sem stundar landbúnað, sýna búfé umhyggju og
umgangast landið af tillitssemi. Ljósm. Jón Eiríksson.
fR6VR 2/2001 - 11