Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 24

Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 24
gott bil á milli tindanna og ásanna til að draga sem mest úr líkum á að herfið „stíflist“ og fari að draga með sér jarðveg. Hverjum tindaás má snúa með einu handtaki og þar með hafa áhrif á jarðsæknina. Þvert framan á grindinni er oft jöfnunar- borð til að jafna yfirborð jarðvegs- ins. Á grindinni eru burðarhjól og á þeim má stilla vinnsludýptina. Aft- an á grindinni má hafa tromlur af ólíkum gerðum til að mylja jarð- veginn og/eða greiður sem jafna yf- irborðið. Vinnsluaðferðir. Fjaðraherfin tæta og mylja jarðveg, sem áður hefur verið unninn, t.d. eftir plæg- ingu. Fjöðrun tindanna á stóran þátt í að mylja jarðveginn, en tindana má fá mismunandi stífa. Tilgangur- inn með vinnslunni er oftast að fá fram hæfilega unnið sáðbeð, en einnig til að eyða óæskilegum gróðri, t.d. stöðva næringaefnaupp- töku eftir þreskingu. Vegna fjöðr- unarinnar á tindunum verður vinnsludýptin nokkuð ójöfn, en al- gengt er að hún geti orðið allt að 10 cm. Fjaðraherfin ganga nokkuð stöðug í vinnslu þar sem þau eru tiltölulega þung og ekki óalgengt að á hvern metra vinnslubreiddar sé eigin þyngd um 300 kg. Við ákveðnar aðstæður kemur jöfnun- arborðin að góðum notum til að jafna yfirborðið fyrir sáningu. Afköst og aflþötf Ökuhraði með fjaðraherfi er að jafnaði fremur mikill, eða 6-10 km/klst. Þau eru framleidd í vinnslubreiddum frá 2-7 m þannig að hægt er að ná miklum afköstum. Ef t.d. er miðað við 4,6 m breitt herfí og ökuhrað- ann 8 km/klst. geta afköstin orðið um og yfir 3 ha/klst. Þau eru því mjög álitlegur valkostur gagnvart rótherfunum þar sem jarðvegur er nægilega myldinn. Af prófunar- skýrslum að dæma er mjög mis- munandi hver aflþörfin er, þar sem svo margir breytiþættir koma við sögu. Framleiðendur gefa oft upp um 10 kW (um 13 hö) á meteravinnslubreiddar. I prófunar- skýrslum koma iðulega fram tölur sem nálgast 15 kW, eða um 1,5 kW á tind, en þá er miðað við erfiðar aðstæður. Önnur vinnslutœki. Hér gefst ekki svigrúm til að fjalla um önnur jarðvinnslutæki, enda þörfin ekki eins brýn þar sem minni tæknilegar breytingar hafa átt sér stað á undan- förnum árum. Rétt er þó að minna á að diskaherfm geta víða komið að mjög góðum notum, bæði á plóg- strengjum og myldum jarðvegi. Sama er að segja um hnífahetfin (hankmóherfin) sem eru afkasta- mikil og geta blandað og jafnað jarðveginn með ágætum. Flagjafii- ar eru framleiddir í ýmsum útfærsl- um og nokkuð er um að bændur smíði þá sjálfir. Með tilkomu stærri dráttarvéla eru möguleikar á að draga til í flögum mun meiri. Sömu sögu er að segja um valta. Verks- miðjuframleiddir valtar eru nær eingöngu með málmgjörðum (Cambridge) sem henta sérlega vel við kornrækt. Þeir eru að jafnaði með hjólabúnaði til að flytja þá milli staða. Heimildir Anonym., 2000. Soil ticklers square up. Practical test. Horsch, Kongskilde, and Vaderstad. Profi farm machinery reports 12, 17-20. Appold, H., Böhm, E., Vorndamme, G. & Qvam, H., 1988. Maskinlære for landbruket. Yrkesopplæring I.S., 282 s. Ámi G. Eylands, 1950. Búvélar og ræktun. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 471 s. Bemtsen, R., 1987. Jordmekanikk og jordarbeidingsredskaper. Landbruks- teknisk institutt, Norge, 88 s. Grétar Einarsson, 1968. Islenskur móajarðvegur og jarðvegstætingar. Fjölrit við Framhaldsdeild Bændaskól- ans á Hvanneyri, 19 s. Grétar Einarsson, 1977. Dráttarátak við plægingu. Islenskar landbúnaðar- rannsóknir 9(2); 22-38. Grétar Einarsson & Eiríkur Blöndal, 1999. Athugun á tækni við skurðahreins- un. Ráðunautafundur 1999, 100-106. Jensen, O., 1967. Maskinlære. Kpbenhavn, 210 s. Maskinprovningarna. Sladdfjáder- harv Wibergs Bastant 860 D. Vakola, Finland, meddelande 3217, 6. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútæknideild. Skýrslur um búvélapróf- anir. Ymsar skýrslur. Sigurður Bjamason, 1995. Búvéla- fræði. Bændaskólinn á Hvanneyri, 96 s. Ýmsir auglýsingabæklingar. Þorsteinn Guðmundsson, 1994. Jarð- vegsfræði. Búnaðarfélag Islands, 119 s. Molar Mjaltaþjónum fer fjölgandi Holland var íyrsta landið til að taka í notkun mjaltaþjón (róbóta) en þeir hafa þó náð hlutfallslega mestri útbreiðslu í Danmörku. Þar eru nú í notkun 92 mjaltaþjónar, eða einn á hver 100 mjólkurbýli. í Hollandi em í notkun 250 þjónar eða einn á hver 140 býli. A.m.k. 500 kúabændur til viðbótar í Danmörku eru alvarlega að hugsa um að IJárfesta í mjaltaþjóni. Lönd með mikinn launakostnað og takmarkað- an aðgang að vinnuafli til bústarfa eru bestu markaðssvæði fram- leiðenda mjaltaþjóna, m.ö.o. hin ríku lönd í norðanverðri Evrópu. (Bondebladet nr. 4/2001). Nautgripum fækkar í Danmörku Um nýliðin áramót voru 644 þúsund mjólkurkýr í Danmörku og 121 þúsund kýr sem kálfar gengu undir. Miðað við árið á undan hafði kúm í Danmörku fækkað um u.þ.b. 6%. Að meðal- töldum kvígum, geldneytum og nautum voru í Danmörku um sl. áramót 1.891.000 nautgripir sem er fækkun um 4% frá því í desember 1999. (Landsbladet nr. 9/2001). 24 - FR6VR 2/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.