Freyr - 01.03.2001, Blaðsíða 36
Húsbruni á
Hvanneyri -
Mjólkurskólinn
á hrakhólum
Rjómapóstar að Hvítárvöllum: Guðmundur Tómasson seinna bóndi
í Tandraseli, Ásmundur Jónsson, seinna í Borgarnesi, Árni Hjálms-
son frá Hofsstöðum (líklega sá sem situr) og Ólafur Ólafsson frá
Melkoti (Myndadeild Þjms.).
Aðfaranótt 6. október
1903 kom upp eldur í
kjallara íbúðarhúss
Búnaðarskólans á
Hvanneyri. Húsið varð
brátt alelda. Vindur
stóð á hús Mjólkurskól-
ans og læstu logarnir
sig í hann. Fór svo að
bæði húsin brunnu til
grunna og varð tjónið
mikið. Kennsla var þá
nýhafin í Mjólkurskól-
anum. I skyndingu var
ákveðið að flytja
kennsluna til Reykja-
víkur, en áhöldum
Mjólkurskólans var
flestum bjargað. Hús-
næði við hæfi fékkst í
kjallara hússins við Að-
alstræti númer 18. Þar
hófst bókleg kennsla
19. október en mjalta-
æfingamar fóru fram í
fjósi sr. Þórhalls Bjam-
arsonar, formanns Bún-
aðarfélags Islands, í
Laufási.
Veturinn, sem í hönd fór, urðu
miklar umræður um framtíð Mjólk-
urskólans. Grönfeldt virðist ekki
ekki hafa verið með öllu sáttur við
vem Mjólkurskólans á Hvanneyri.
Á stjórnarfundi Búnaðarfélagsins
sumarið 1903 var lagt fram erindi
frá honum þar sem hann segir sig
úr þjónustu við Búnaðarfélagið
“...nema því aðeins að skólinn
verði fluttur frá Hvanneyri...”
Stakk Grönfeldt upp á Knerri (í
Breiðuvík) eða annarri góðri jörð.
Ekki er vitað hvað lá að baki þess-
um hugmyndum Grönfeldt en ein-
hverjir hnökrar höfðu gert vart við
sig í sambúð skólanna tveggja.
Bruni skólahúsanna greip hins veg-
ar inn í framvindu þeirrar umræðu.
Eftir hann vildi Grönfeldt halda
kennslunni áfram í Reykjavík og
efla skólann einnig sem húsmæðra-
skóla. A tímabili voru samningar
langt komnir um að setja Mjólkur-
skólann niður hjá Eggert bónda
Briem í Viðey, er þar rak stórt
kúabú.
Niðurstaða umræðnanna varð
hins vegar sú, að Búnaðarfélag Is-
lands keypti svonefnt Barónshús á
Hvítárvöllum af Ólafi Davíðssyni,
bónda þar, til þess að halda áfram
starfi Mjólkurskólans. Var þá
skammt um liðið frá búskap bar-
ónsins, sem brotið hafði upp á ýms-
um nýjungum í búskap, m.a. starf-
rækslu rjóntabús. Á Hvítárvöllum
bjó Grönfeldt um Mjólkurskólann
sumarið 1904, og hófst skólastarf-
ið formlega þann 1. október.
Það réð miklu um val Hvítárvalla
sem skólaseturs að bændur voru til-
búnir að stofna rjómabú í tengslum
við Mjólkurskólann, nágrannar í
Það var ekki fyrr en
Mjólkurskólinn kom
að Hvítárvöllum sem
starf hans tók að mót-
ast. Starfstíminn á Hvanneyri varð
of knappur til þess og veturinn í
Reykjavík var eins konar björgun-
arstarf. Sigurður ráðunautur Sig-
urðsson var ánægður með hvemig
skólastarfið fór af stað, og kvað
kennsluna svo góða, „sem framast
má vænta, þegar litið er á allar
ástœður, stuttan undirbúningstíma,
ónóg húsakynni, fjárskort og
fleira“ eins og segir í grein hans
um kennsluna frá sumrinu 1901.
Að vissu marki virðist Grönfeldt
lengst af hafa verið leitandi um
skólastarfið. Á það bæði við um
áherslur í kennslunni sem og lengd
námstímans, auk þess sem hann
sneri sér í nokkrum mæli að öðrum
störfum samhliða því að stjóma
Mjólkurskólanum. Svo virðist, að
með ámnum hafi kennslan í Mjólk-
urskólanum hneigst í átt til al-
Andakíl og Bæjarsveit
en einnig nokkrir
norðan Hvítár. Inn-
leggjendur urðu marg-
ir, t.d. voru þeir 35 árið
1910. Um hríð höfðu
þeir með sér naut-
griparæktarfélag.
Rjómabúið á Hvítár-
völlum starfaði einnig
að vetrinum, en það
var fátítt um rjómabú á
þessum árum. Komu
þar til þarfir Mjólkur-
skólans. Virðist sam-
býli atvinnureksturs
bændanna og mjólkur-
kennslan hafa gefist
vel. Hvítárvellir voru
forn miðpunktur um-
svifa þar í sveitum sem
styrktist enn með til-
komu hinnar nýju
starfsemi.
3. Starf og
leikur í Mjólkur-
skólanum
36 - F(3€VR 2/2001